Sér eftir látalátum við geðlækna 26. apríl 2012 01:30 Frá réttarsal í Ósló Anders Behring Breivik ásamt verjanda sínum og lögreglumanni.nordicphotos/AFP „Ég held að allir Norðmenn hafi séð að ég er ekki órökvís," sagði Anders Behring Breivik fyrir rétti í Ósló í gær. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því lengur." Hann brosti þegar hann var spurður um það hvað hann teldi framtíðina bera í skauti sér fyrir hann sjálfan: „Það fer eftir ýmsu. Annað hvort verður krukkað í heilann á mér með efnafræðilegum aðferðum eða þá að ég fer í fangelsi fyrir lífstíð." Réttarhöldin yfir Breivik hófust 16. apríl og eiga að standa yfir í níu vikur. Í gær var athyglinni einkum beint að tveimur skýrslum geðlækna, sem metið hafa andlegt ástand mannsins. Niðurstaða fyrri skýrslunnar var sú, að hann væri vegna geðveilu ekki sakhæfur, en í seinni skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að hann sé sakhæfur og því sé hægt að dæma hann til refsingar. Sjálfur segist hann hafa talað með allt öðrum hætti við geðlæknana Sørheim og Husby, sem unnu fyrri skýrsluna, heldur en hann gerði þegar hann talaði við geðlæknana Tørrissen og Aspaas, sem gerðu seinni skýrsluna. Í fyrri viðtölunum segist hann hafa verið með látalæti, verið fjálglegri í tali og dregið upp glansmynd af því sem hann var að gera: „Ég var mjög sjálfsöruggur þegar ég talaði við þá." Síðar hafi hann áttað sig á því, að með þessu hafi hann gert mistök. „Ég leit á viðtölin við þá sem kynningartækifæri, og kaus þess vegna að vera með látalæti," sagði hann. „Í auglýsingaskyni hélt ég að þetta væri það rétta, en það reyndust vera mistök." Breivik reyndi að sýna fram á að hann væri ekki haldin neinum ranghugmyndum, heldur hefði hann vitað vel hvað hann var að gera þegar hann myrti 77 manns í Ósló og á Úteyju í sumar. Hann neitar því til dæmis að hafa nokkurn tímann viljað verða kóngur. Hann neitar því líka að heyra raddir. Og hann neitar að Musterisriddararnir, samtök herskárra þjóðernissinna sem hann segist tilheyra, séu bara ímyndun í honum sjálfum. „Þetta eru raunveruleg samtök," sagði hann og tók fram að lögreglan gæti ekki dregið þá ályktun að þau væru ekki til bara vegna þess að þau hafa ekki fundist. „Með sömu rökum þá var ég ekki heldur til fyrr en 22. júlí," sagði hann. „Ég myndi ekki vilja vera talsmaður lögreglunnar þegar næsta árás verður gerð í Noregi. Því hún verður gerð." Hann sagði í gær að það versta sem gæti komið fyrir pólitískan aðgerðasinna, eins og hann telur sjálfan sig vera, væri að lenda inni á geðsjúkrahúsi: „Það myndi ógilda allt sem maður stendur fyrir." Meðal annarra atriða sem fram komu við réttarhöldin í gær var að Breivik hefði smurt sér nesti áður en hann hélt af stað í drápsferð sína í sumar. „Ég útbjó bagettur með osti og skinku," sagði hann. „Ég hafði hugsað mér að borða þetta á Úteyju, en í staðinn drakk ég Red Bull." gudsteinn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég held að allir Norðmenn hafi séð að ég er ekki órökvís," sagði Anders Behring Breivik fyrir rétti í Ósló í gær. „Ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því lengur." Hann brosti þegar hann var spurður um það hvað hann teldi framtíðina bera í skauti sér fyrir hann sjálfan: „Það fer eftir ýmsu. Annað hvort verður krukkað í heilann á mér með efnafræðilegum aðferðum eða þá að ég fer í fangelsi fyrir lífstíð." Réttarhöldin yfir Breivik hófust 16. apríl og eiga að standa yfir í níu vikur. Í gær var athyglinni einkum beint að tveimur skýrslum geðlækna, sem metið hafa andlegt ástand mannsins. Niðurstaða fyrri skýrslunnar var sú, að hann væri vegna geðveilu ekki sakhæfur, en í seinni skýrslunni er komist að þeirri niðurstöðu að hann sé sakhæfur og því sé hægt að dæma hann til refsingar. Sjálfur segist hann hafa talað með allt öðrum hætti við geðlæknana Sørheim og Husby, sem unnu fyrri skýrsluna, heldur en hann gerði þegar hann talaði við geðlæknana Tørrissen og Aspaas, sem gerðu seinni skýrsluna. Í fyrri viðtölunum segist hann hafa verið með látalæti, verið fjálglegri í tali og dregið upp glansmynd af því sem hann var að gera: „Ég var mjög sjálfsöruggur þegar ég talaði við þá." Síðar hafi hann áttað sig á því, að með þessu hafi hann gert mistök. „Ég leit á viðtölin við þá sem kynningartækifæri, og kaus þess vegna að vera með látalæti," sagði hann. „Í auglýsingaskyni hélt ég að þetta væri það rétta, en það reyndust vera mistök." Breivik reyndi að sýna fram á að hann væri ekki haldin neinum ranghugmyndum, heldur hefði hann vitað vel hvað hann var að gera þegar hann myrti 77 manns í Ósló og á Úteyju í sumar. Hann neitar því til dæmis að hafa nokkurn tímann viljað verða kóngur. Hann neitar því líka að heyra raddir. Og hann neitar að Musterisriddararnir, samtök herskárra þjóðernissinna sem hann segist tilheyra, séu bara ímyndun í honum sjálfum. „Þetta eru raunveruleg samtök," sagði hann og tók fram að lögreglan gæti ekki dregið þá ályktun að þau væru ekki til bara vegna þess að þau hafa ekki fundist. „Með sömu rökum þá var ég ekki heldur til fyrr en 22. júlí," sagði hann. „Ég myndi ekki vilja vera talsmaður lögreglunnar þegar næsta árás verður gerð í Noregi. Því hún verður gerð." Hann sagði í gær að það versta sem gæti komið fyrir pólitískan aðgerðasinna, eins og hann telur sjálfan sig vera, væri að lenda inni á geðsjúkrahúsi: „Það myndi ógilda allt sem maður stendur fyrir." Meðal annarra atriða sem fram komu við réttarhöldin í gær var að Breivik hefði smurt sér nesti áður en hann hélt af stað í drápsferð sína í sumar. „Ég útbjó bagettur með osti og skinku," sagði hann. „Ég hafði hugsað mér að borða þetta á Úteyju, en í staðinn drakk ég Red Bull." gudsteinn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira