Taka verður alla gagnrýni alvarlega 26. apríl 2012 11:00 Hvalfjarðargöng Í gagnrýni á forsendur Vaðlaheiðarganga hefur verið bent á að aðstæður séu aðrar en í tilfelli Hvalfjarðarganga. Þá sé mikil óvissa um þróun vaxta og þar með endurfjármögnun lána að framkvæmdatíma loknum. Fréttablaðið/Pjetur Heimild ríkisins til að fjármagna Vaðlaheiðargöng er nú á borði fjárlaganefndar eftir fyrstu umræðu um málið á Alþingi á þriðjudagskvöld. Í umræðum um málið lýsti Ögmundur Jónasson, ráðherra vegamála, efasemdum um að forsendur forsendur verksins stæðust. „Framkvæmdin verður að rísa algjörlega undir sjálfri sér með vegtollum," sagði hann. „Þegar málið var afgreitt úr ríkisstjórn hafði ég fyrirvara á því og sá fyrirvari stendur enn." Ögmundur kvaðst þess fullviss að kostnaður við verkið myndi að verulegu leyti falla á ríkissjóð. „Og ef svo er á þessi framkvæmd eins og aðrar að fara inn í samgönguáætlun." Þingmenn, jafnt í stjórn og stjórnarandstöðu, hafa skiptar skoðanir um málið og eins er það innan fjárlaganefndar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar og varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, kveðst þó telja að innan nefndarinnar sé fyrir því ágætur meirihluti. „Við í fjárlaganefnd skoðum málið út frá hagsmunum ríkissjóðs," segir hún. Á fundi fjárlaganefndar um málið í gærmorgun fóru fulltrúar fjármálaráðuneytisins, Ríkisábyrgðasjóðs og Ríkisendurskoðunar yfir það og svöruðu spurningum nefndarmanna. Sigríður segir nefndina einnig taka málið fyrir á fundi sínum næsta mánudag. Þá verði farið yfir upplýsingar sem beðið var um í gær, auk upplýsinga Vegagerðar um umferðarspár. Sjálf kveðst Sigríður Ingibjörg telja að hluti gagnrýni sem sett hafi verið fram á málið sé óréttmætur. „Annað finnst mér þess eðlis að ástæða sé til að skoða málið dyggilega af hálfu fjárlaganefndar. Framkvæmdin er stór og fjárlaganefnd verður að taka alvarlega þá gagnrýni sem fram kemur og komast þá annað hvort að þeirri niðurstöðu að hún sé ekki réttmæt eða að hluti hennar sé þess eðlis að gera þurfi einhverjar breytingar á frumvarpinu." Þá kveðst hún ósammála því að forsendur Vaðlaheiðarganga séu brostnar. Fyrir liggi að þau verði fjármögnuð að mestu af notendagjöldum. „Í þinginu benti fjármálaráðherra á að áhætta fylgdi alltaf þessum verkefnum. Við þurfum að leggja mat á þá áhættu. En verkefnið er mikilvægt yfir þetta svæði, sem er eitt helsta vaxtarsvæði landsins utan stórhöfuðborgarsvæðisins." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira
Heimild ríkisins til að fjármagna Vaðlaheiðargöng er nú á borði fjárlaganefndar eftir fyrstu umræðu um málið á Alþingi á þriðjudagskvöld. Í umræðum um málið lýsti Ögmundur Jónasson, ráðherra vegamála, efasemdum um að forsendur forsendur verksins stæðust. „Framkvæmdin verður að rísa algjörlega undir sjálfri sér með vegtollum," sagði hann. „Þegar málið var afgreitt úr ríkisstjórn hafði ég fyrirvara á því og sá fyrirvari stendur enn." Ögmundur kvaðst þess fullviss að kostnaður við verkið myndi að verulegu leyti falla á ríkissjóð. „Og ef svo er á þessi framkvæmd eins og aðrar að fara inn í samgönguáætlun." Þingmenn, jafnt í stjórn og stjórnarandstöðu, hafa skiptar skoðanir um málið og eins er það innan fjárlaganefndar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar og varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, kveðst þó telja að innan nefndarinnar sé fyrir því ágætur meirihluti. „Við í fjárlaganefnd skoðum málið út frá hagsmunum ríkissjóðs," segir hún. Á fundi fjárlaganefndar um málið í gærmorgun fóru fulltrúar fjármálaráðuneytisins, Ríkisábyrgðasjóðs og Ríkisendurskoðunar yfir það og svöruðu spurningum nefndarmanna. Sigríður segir nefndina einnig taka málið fyrir á fundi sínum næsta mánudag. Þá verði farið yfir upplýsingar sem beðið var um í gær, auk upplýsinga Vegagerðar um umferðarspár. Sjálf kveðst Sigríður Ingibjörg telja að hluti gagnrýni sem sett hafi verið fram á málið sé óréttmætur. „Annað finnst mér þess eðlis að ástæða sé til að skoða málið dyggilega af hálfu fjárlaganefndar. Framkvæmdin er stór og fjárlaganefnd verður að taka alvarlega þá gagnrýni sem fram kemur og komast þá annað hvort að þeirri niðurstöðu að hún sé ekki réttmæt eða að hluti hennar sé þess eðlis að gera þurfi einhverjar breytingar á frumvarpinu." Þá kveðst hún ósammála því að forsendur Vaðlaheiðarganga séu brostnar. Fyrir liggi að þau verði fjármögnuð að mestu af notendagjöldum. „Í þinginu benti fjármálaráðherra á að áhætta fylgdi alltaf þessum verkefnum. Við þurfum að leggja mat á þá áhættu. En verkefnið er mikilvægt yfir þetta svæði, sem er eitt helsta vaxtarsvæði landsins utan stórhöfuðborgarsvæðisins." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Sjá meira