Geðrænn vandi ein helsta ástæða fjarvista frá vinnu 27. apríl 2012 06:00 Einn af hverjum þremur sem hefur leitað til VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs síðan haustið 2009 gefur upp geðrænan vanda sem ástæðu þess að leitað sé aðstoðar. Alls eru þetta um eitt þúsund manns. Stoðkerfisvandi er önnur meginástæða fjarvista frá vinnumarkaði; geðrænn vandi er nefndur af 34% þeirra sem leita til sjóðsins og stoðkerfisvanda nefna 39%. Þetta kemur fram í grein Vigdísar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra VIRK, í ársriti stofnunarinnar 2012. Vigdís segir að tölur um skjólstæðinga VIRK séu áþekkar tölum Tryggingastofnunar um ástæður örorku en tekur jafnframt fram að þeir sem nefna geðrænan vanda séu oft þeir sömu sem eiga við stoðkerfisvanda að stríða. „Hjá sumum geta verið marþættar ástæður svo tölfræðin þarf að skoðast með þeim fyrirvara. En þriðjungur þeirra sem leita til ráðgjafa með skerta starfsgetu, og geta ekki unnið þess vegna, glímir við geðrænan vanda." Tilkoma VIRK árið 2008 var hluti af kjarasamningum það ár og einn þáttur í svokölluðum stöðugleikasáttmála stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Sjóðurinn var stofnaður vegna merkja um aukna örorku hér á landi án þess að stjórnvöld hefðu brugðist við því með kerfisbundnum hætti. Ljóst var að samfélagslegur kostnaður er gríðarlegur og mikilvægt að leita leiða til að minnka hann. Árið 2008 voru heildarlaun allra launamanna á Íslandi ásamt launatengdum gjöldum 850 milljarðar króna en á sama tíma var hlutfall veikindafjarvista um 4% vinnudaga það ár. Má því ætla að launagreiðslur í veikindum hafi numið ríflega 34 milljörðum króna að viðbættum kostnaði við staðgengla þeirra sem voru veikir; laun, yfirvinna og fleira. Árangur VIRK er góður en 72% þeirra sem þangað leita fara aftur á vinnumarkað. Um 18% þurfa frá að hverfa og fara á örorku. - shá Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Einn af hverjum þremur sem hefur leitað til VIRK – starfsendurhæfingarsjóðs síðan haustið 2009 gefur upp geðrænan vanda sem ástæðu þess að leitað sé aðstoðar. Alls eru þetta um eitt þúsund manns. Stoðkerfisvandi er önnur meginástæða fjarvista frá vinnumarkaði; geðrænn vandi er nefndur af 34% þeirra sem leita til sjóðsins og stoðkerfisvanda nefna 39%. Þetta kemur fram í grein Vigdísar Jónsdóttur, framkvæmdastjóra VIRK, í ársriti stofnunarinnar 2012. Vigdís segir að tölur um skjólstæðinga VIRK séu áþekkar tölum Tryggingastofnunar um ástæður örorku en tekur jafnframt fram að þeir sem nefna geðrænan vanda séu oft þeir sömu sem eiga við stoðkerfisvanda að stríða. „Hjá sumum geta verið marþættar ástæður svo tölfræðin þarf að skoðast með þeim fyrirvara. En þriðjungur þeirra sem leita til ráðgjafa með skerta starfsgetu, og geta ekki unnið þess vegna, glímir við geðrænan vanda." Tilkoma VIRK árið 2008 var hluti af kjarasamningum það ár og einn þáttur í svokölluðum stöðugleikasáttmála stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins. Sjóðurinn var stofnaður vegna merkja um aukna örorku hér á landi án þess að stjórnvöld hefðu brugðist við því með kerfisbundnum hætti. Ljóst var að samfélagslegur kostnaður er gríðarlegur og mikilvægt að leita leiða til að minnka hann. Árið 2008 voru heildarlaun allra launamanna á Íslandi ásamt launatengdum gjöldum 850 milljarðar króna en á sama tíma var hlutfall veikindafjarvista um 4% vinnudaga það ár. Má því ætla að launagreiðslur í veikindum hafi numið ríflega 34 milljörðum króna að viðbættum kostnaði við staðgengla þeirra sem voru veikir; laun, yfirvinna og fleira. Árangur VIRK er góður en 72% þeirra sem þangað leita fara aftur á vinnumarkað. Um 18% þurfa frá að hverfa og fara á örorku. - shá
Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira