Björk þarf að hvíla raddböndin 27. apríl 2012 10:00 í chile Björk á Lollapalooza-hátíðinni í Síle í síðasta mánuði. Björk hefur aflýst tónleikum sem hún ætlaði að halda í Sao Paulo í Brasilíu 11. maí vegna hnúðs á raddböndunum. Hún hefur verið á tónleikaferðalagi um Suður-Ameríku að undanförnu en stutt er síðan hún þurfti að aflýsa tvennum tónleikum í Buenos Aires í Argentínu vegna veikindanna. Eftir að hafa gengist undir læknisskoðun kom í ljós að ef hún hvíldi röddina ekki lengur gæti hún átt það á hættu að skemma röddina til frambúðar. „Því miður get ég ekki sungið á Sonar-hátíðinni í Brasilíu sem er synd vegna þess að þeir listamenn sem eiga að spila þar eru frábærir og ég elska Brasilíu," skrifaði Björk á Facebook-síðu sína og bætti við að hún yrði að vera í þagnarbindindi eitthvað fram í maí samkvæmt læknisráði. Björk greindist fyrst með hnúð á raddböndunum árið 2008 og óttaðist að hún gæti ekki sungið framar, eða ekki eins og hún var vön. Hún vildi ekki fara í aðgerð af ótta við að hún myndi skemma röddina. Þess í stað gerði hún æfingar til að teygja á raddböndunum. Lífið Sónar Tónlist Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Björk hefur aflýst tónleikum sem hún ætlaði að halda í Sao Paulo í Brasilíu 11. maí vegna hnúðs á raddböndunum. Hún hefur verið á tónleikaferðalagi um Suður-Ameríku að undanförnu en stutt er síðan hún þurfti að aflýsa tvennum tónleikum í Buenos Aires í Argentínu vegna veikindanna. Eftir að hafa gengist undir læknisskoðun kom í ljós að ef hún hvíldi röddina ekki lengur gæti hún átt það á hættu að skemma röddina til frambúðar. „Því miður get ég ekki sungið á Sonar-hátíðinni í Brasilíu sem er synd vegna þess að þeir listamenn sem eiga að spila þar eru frábærir og ég elska Brasilíu," skrifaði Björk á Facebook-síðu sína og bætti við að hún yrði að vera í þagnarbindindi eitthvað fram í maí samkvæmt læknisráði. Björk greindist fyrst með hnúð á raddböndunum árið 2008 og óttaðist að hún gæti ekki sungið framar, eða ekki eins og hún var vön. Hún vildi ekki fara í aðgerð af ótta við að hún myndi skemma röddina. Þess í stað gerði hún æfingar til að teygja á raddböndunum.
Lífið Sónar Tónlist Mest lesið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“