Nýjar stofnanir svar við fjármálakreppu 5. maí 2012 11:00 Eftirlit Nýju evrópsku eftirlitsstofnununum er ætlað að tryggja að sömu reglur gildi um fjármálamarkaði í aðildarríkjum ESB, og þar með þeim sem eiga aðild að EES-samningnum.Nordicphtos/AFP Nýjar evrópskar eftirlitsstofnanir eiga að fylgjast með fjármálamörkuðum ESB-ríkjanna og tryggja að eftirlitsstofnanir í aðildarríkjunum standi sig. Íslandi ber að samþykkja vald stofnananna yfir íslenskum fjármálamarkaði vegna EES-samningsins, en íslenska stjórnarskráin heimilar það ekki samkvæmt álitsgerð sem unnin var fyrir stjórnvöld. Fjármálakreppan sem leikið hefur Evrópu grátt síðustu ár varð til þess að Evrópusambandið (ESB) fór yfir hvernig eftirliti með fjármálamörkuðum álfunnar er háttað og gerði úrbætur þar sem þurfa þótti. Hluti þeirra úrbóta var að koma á fót þremur nýjum eftirlitsstofnunum. Ísland á, sem aðili að innri markaði ESB í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), að gerast aðili að þessum nýju stofnunum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er það annmörkum háð. Samkvæmt áliti lagaprófessoranna Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar myndi það ekki standast ákvæði stjórnarskrárinnar. Ástæðan er sú að nýju stofnanirnar hafa heimildir til að grípa til aðgerða gegn fjármálastofnunum og eftirlitsstofnunum ákveðinna ríkja. Í áliti Bjargar og Stefáns kemur fram að með því að samþykkja það myndu íslensk stjórnvöld framselja of mikinn hluta af valdi sínu til yfirþjóðlegra stofnana. Nýju eftirlitsstofnanirnar hafa það hlutverk að bæta starfsemi innri markaðarins með því að tryggja að reglusetning og eftirlit séu áhrifamikil og samræmd, eins og segir í áliti Bjargar og Stefáns. Þar er rakið hvernig nýju eftirlitsstofnanirnar eru viðbrögð ESB við þeim ágöllum á reglum um eftirlit með fjármálamörkuðum sem í ljós hafi komið í fjármálakreppunni árin 2007 til 2008. Í álitinu segir jafnframt að markmiðið með breytingunum sé að tryggja stöðugleika á fjármálamörkuðum aðildarríkjanna, og stuðla að því að yfirsýn fáist yfir fjármálastarfsemi sem fari fram í fleiri en einu landi. Þá sé verið að samræma regluverk um fjármálafyrirtæki á innri markaði ESB, og tryggja að unnt sé að meta hættur sem steðji að fjármálamörkuðum og grípa til aðgerða vegna þeirra. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er það niðurstaða Bjargar og Stefáns að annmarkar séu á því að innleiða tilskipanir ESB um þessar nýju stofnanir hér á landi þar sem ekkert í stjórnarskránni heimili slíkt valdaframsal stjórnvalda. Í álitsgerðinni kemur jafnframt fram að í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sé að finna ákvæði sem heimili slíkt valdaframsal. Slíka heimild er að finna í stjórnarskrám annarra Norðurlanda og flestra Evrópuríkja. Björg og Stefán telja skýrt að verði það ákvæði sem stjórnlagaráð hefur lagt til tekið inn í stjórnarskrána muni Alþingi hafa heimild til að framselja vald sitt að þessu leyti til nýrra eftirlitsstofnana með fjármálamörkuðunum í Evrópu. Fréttir Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira
Nýjar evrópskar eftirlitsstofnanir eiga að fylgjast með fjármálamörkuðum ESB-ríkjanna og tryggja að eftirlitsstofnanir í aðildarríkjunum standi sig. Íslandi ber að samþykkja vald stofnananna yfir íslenskum fjármálamarkaði vegna EES-samningsins, en íslenska stjórnarskráin heimilar það ekki samkvæmt álitsgerð sem unnin var fyrir stjórnvöld. Fjármálakreppan sem leikið hefur Evrópu grátt síðustu ár varð til þess að Evrópusambandið (ESB) fór yfir hvernig eftirliti með fjármálamörkuðum álfunnar er háttað og gerði úrbætur þar sem þurfa þótti. Hluti þeirra úrbóta var að koma á fót þremur nýjum eftirlitsstofnunum. Ísland á, sem aðili að innri markaði ESB í gegnum samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), að gerast aðili að þessum nýju stofnunum. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er það annmörkum háð. Samkvæmt áliti lagaprófessoranna Bjargar Thorarensen og Stefáns Más Stefánssonar myndi það ekki standast ákvæði stjórnarskrárinnar. Ástæðan er sú að nýju stofnanirnar hafa heimildir til að grípa til aðgerða gegn fjármálastofnunum og eftirlitsstofnunum ákveðinna ríkja. Í áliti Bjargar og Stefáns kemur fram að með því að samþykkja það myndu íslensk stjórnvöld framselja of mikinn hluta af valdi sínu til yfirþjóðlegra stofnana. Nýju eftirlitsstofnanirnar hafa það hlutverk að bæta starfsemi innri markaðarins með því að tryggja að reglusetning og eftirlit séu áhrifamikil og samræmd, eins og segir í áliti Bjargar og Stefáns. Þar er rakið hvernig nýju eftirlitsstofnanirnar eru viðbrögð ESB við þeim ágöllum á reglum um eftirlit með fjármálamörkuðum sem í ljós hafi komið í fjármálakreppunni árin 2007 til 2008. Í álitinu segir jafnframt að markmiðið með breytingunum sé að tryggja stöðugleika á fjármálamörkuðum aðildarríkjanna, og stuðla að því að yfirsýn fáist yfir fjármálastarfsemi sem fari fram í fleiri en einu landi. Þá sé verið að samræma regluverk um fjármálafyrirtæki á innri markaði ESB, og tryggja að unnt sé að meta hættur sem steðji að fjármálamörkuðum og grípa til aðgerða vegna þeirra. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær er það niðurstaða Bjargar og Stefáns að annmarkar séu á því að innleiða tilskipanir ESB um þessar nýju stofnanir hér á landi þar sem ekkert í stjórnarskránni heimili slíkt valdaframsal stjórnvalda. Í álitsgerðinni kemur jafnframt fram að í tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sé að finna ákvæði sem heimili slíkt valdaframsal. Slíka heimild er að finna í stjórnarskrám annarra Norðurlanda og flestra Evrópuríkja. Björg og Stefán telja skýrt að verði það ákvæði sem stjórnlagaráð hefur lagt til tekið inn í stjórnarskrána muni Alþingi hafa heimild til að framselja vald sitt að þessu leyti til nýrra eftirlitsstofnana með fjármálamörkuðunum í Evrópu.
Fréttir Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Fleiri fréttir Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Sjá meira