Situr í varðhaldi og vill milljón frá ríkinu 16. maí 2012 10:30 Einar Marteinsson Einar ‚Boom' Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi íslenskra Vítisengla, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu og krefur það um eina milljón króna í miskabætur vegna símhlerunar lögreglu árið 2009. Einar er í fimm manna hópi sem hefur verið ákærður fyrir hrottalega líkamsárás og nauðgun og hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár. Í stefnunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að Einar hafi um árabil grunað að lögregla hafi hlerað síma hans vegna þess að hann hafi verið í forsvari fyrir vélhjólasamtökin Fáfni sem síðan gerðust aðili að Hells Angels. „Íslensk stjórnvöld virðast telja að stefnandi standi í glæpsamlegri starfsemi hvers konar í tengslum við starfsemi vélhjólasamtakanna og hafa hann og aðra meðlimi samtakanna undir miklu eftirliti, bæði með símahlustun og einnig eru stefnandi og aðrir meðlimir félagsins iðulega stoppaðir þegar þeir aka saman á vélhjólum sínum og við önnur tækifæri," segir í stefnunni. Vegna þessa sendi Einar lögreglunni bréf í fyrra og bað um yfirlit yfir allar rannsóknaraðgerðir sem hefði verið beitt gegn honum frá árinu 2000 til 2011. Í ljós kom að sími hans hafði verið hleraður í einn mánuð frá febrúar og fram í mars 2009. Að því er segir í stefnunni gekk erfiðlega að afla gagna frá lögreglu um ástæður hlerunarinnar en þegar þau loksins hafi skilað sér hafi mátt sjá að hann hafi verið grunaður um alvarleg afbrot, stórfelldan fíkniefnainnflutning, handrukkanir, hótanir, ofbeldi, verndarstarfsemi og aðra skipulagða glæpastarfsemi. „Engin afmörkun er á þeim brotum sem stefnandi er talinn hafa framið eða tilvísun til tiltekins afbrots á ákveðinni dagsetningu. Engin gögn sem tilheyra málinu benda til þess að rannsókn gagnvart stefnanda sé studd raunverulegum gögnum, öðrum en sögusögnum um stefnanda og félagið Fáfni og Hells Angels," segir í stefnunni. Málið leiddi sem áður segir aldrei til saksóknar á hendur Einari og með þessu, og löngum málsmeðferðartíma í kerfinu, telur Einar að lögreglan hafi brotið gróflega gegn honum. Stefnan var gefin út í janúar og verður tekin fyrir síðar í mánuðinum. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Einar ‚Boom' Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi íslenskra Vítisengla, hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu og krefur það um eina milljón króna í miskabætur vegna símhlerunar lögreglu árið 2009. Einar er í fimm manna hópi sem hefur verið ákærður fyrir hrottalega líkamsárás og nauðgun og hefur setið í gæsluvarðhaldi í hálft ár. Í stefnunni, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, segir að Einar hafi um árabil grunað að lögregla hafi hlerað síma hans vegna þess að hann hafi verið í forsvari fyrir vélhjólasamtökin Fáfni sem síðan gerðust aðili að Hells Angels. „Íslensk stjórnvöld virðast telja að stefnandi standi í glæpsamlegri starfsemi hvers konar í tengslum við starfsemi vélhjólasamtakanna og hafa hann og aðra meðlimi samtakanna undir miklu eftirliti, bæði með símahlustun og einnig eru stefnandi og aðrir meðlimir félagsins iðulega stoppaðir þegar þeir aka saman á vélhjólum sínum og við önnur tækifæri," segir í stefnunni. Vegna þessa sendi Einar lögreglunni bréf í fyrra og bað um yfirlit yfir allar rannsóknaraðgerðir sem hefði verið beitt gegn honum frá árinu 2000 til 2011. Í ljós kom að sími hans hafði verið hleraður í einn mánuð frá febrúar og fram í mars 2009. Að því er segir í stefnunni gekk erfiðlega að afla gagna frá lögreglu um ástæður hlerunarinnar en þegar þau loksins hafi skilað sér hafi mátt sjá að hann hafi verið grunaður um alvarleg afbrot, stórfelldan fíkniefnainnflutning, handrukkanir, hótanir, ofbeldi, verndarstarfsemi og aðra skipulagða glæpastarfsemi. „Engin afmörkun er á þeim brotum sem stefnandi er talinn hafa framið eða tilvísun til tiltekins afbrots á ákveðinni dagsetningu. Engin gögn sem tilheyra málinu benda til þess að rannsókn gagnvart stefnanda sé studd raunverulegum gögnum, öðrum en sögusögnum um stefnanda og félagið Fáfni og Hells Angels," segir í stefnunni. Málið leiddi sem áður segir aldrei til saksóknar á hendur Einari og með þessu, og löngum málsmeðferðartíma í kerfinu, telur Einar að lögreglan hafi brotið gróflega gegn honum. Stefnan var gefin út í janúar og verður tekin fyrir síðar í mánuðinum. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira