Erlent

Eftirlýstur í tólf ár í Kosta Ríka

Paul Watson Hann verður kannski framseldur til Costa Rica og kærður fyrir morðtilraun. Mynd/sea Shepherd
Paul Watson Hann verður kannski framseldur til Costa Rica og kærður fyrir morðtilraun. Mynd/sea Shepherd
Paul Watson, hinn umdeildi stofnandi Sea Shepherd samtakanna sem berjast gegn hvalveiðum, hefur verið handtekinn í Þýskalandi. Svo gæti farið að hann verði framseldur til Kosta Ríka en þar hefur hann verið eftirlýstur frá 2002 þegar samtökin stöðvuðu ólöglegar hákarlaveiðar. Hann gæti átt yfir höfði sér kæru fyrir morðtilraun.

Sea Shepherd samtökin segja það algjöra firru og segjast hafa myndbandsupptökur sem sanni það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×