Erlent

Tvöfalt fleiri stunda vændi

Fjöldi erlendra vændiskvenna í Kaupmannahöfn tvöfaldaðist frá 2009 til 2011. þetta er mat lögreglunnar og hjálparsamtakanna Reden International, að því er metroXpress greinir frá. Flestar konurnar eru frá Rúmeníu og Nígeríu og er talið að flestar þeirra hafi verið blekktar til vændis.

Oft hafi þær komið með fylgdarmanni til að starfa við ræstingar. Fylgdarmaðurinn hafi horfið á aðaljárnbrautarstöðinni en eldri kona boðist til að aðstoða þær.

Hjálparsamtökin voru í sambandi við 3.625 vændiskonur í fyrra en 1.686 árið 2009.- ibs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×