Háski skapar rokkstemningu 16. maí 2012 14:00 Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari, ásamt grjótinu Háska. fréttablaðið/Stefán Þungarokkssveitin Skálmöld er nú við upptökur á annari breiðskífu sinni, Börnum Loka. Í hljóðverinu má finna risastóran grjóthnullung, sem hljómsveitarmeðlimir nefna Háska og var fluttur þangað með erfiðleikum fyrir tveimur árum. Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari hljómsveitarinnar, segir hlutverk grjótsins vera að skapa réttu stemninguna í hljóðverinu. „Þetta er líklega 150 kíló að þyngd og þriggja manna tak. Tilgangurinn með þessu var fyrst og fremst að hafa gaman af lífinu en líka að skapa þungarokksstemningu í hljóðverinu. En svona í sannleika sagt notum við grjótið helst til að setja fótinn upp á þegar við spilum," útskýrir Snæbjörn. Grjótið fundu nokkrir meðlimir Skálmaldar úti á víðavangi og viðurkennir Snæbjörn að það hafi verið erfitt verk að flytja það í hljóðverið. „Það var ægilegt vesen að koma þessu í skottið á bílnum. Við fluttum þetta svo með okkur til Flex Árnasonar, eiganda hljóðversins, og grjótið hefur verið þar síðan," segir hann og bætir við að Háska verði líklega ekki skilað aftur í bráð. Spurður út í nafnið segir Snæbjörn það mega rekja til orðtaks sem Skálmaldarmenn nota gjarnan við æfingar „Ef hlutirnir ganga ekki nægilega vel upp segjum við stundum að það vanti allan háska í tónlistina og okkur fannst það tilvalið nafn á grjótið." Hraungrýtið er þó ekki það eina sem hljómsveitarmeðlimirnir hafa til að skapa stemningu í hljóðverinu því þar er einnig ískrapvél. „Það er reyndar lítið rokk í krapvélinni en hún er skemmtileg."- sm Lífið Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Þungarokkssveitin Skálmöld er nú við upptökur á annari breiðskífu sinni, Börnum Loka. Í hljóðverinu má finna risastóran grjóthnullung, sem hljómsveitarmeðlimir nefna Háska og var fluttur þangað með erfiðleikum fyrir tveimur árum. Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari hljómsveitarinnar, segir hlutverk grjótsins vera að skapa réttu stemninguna í hljóðverinu. „Þetta er líklega 150 kíló að þyngd og þriggja manna tak. Tilgangurinn með þessu var fyrst og fremst að hafa gaman af lífinu en líka að skapa þungarokksstemningu í hljóðverinu. En svona í sannleika sagt notum við grjótið helst til að setja fótinn upp á þegar við spilum," útskýrir Snæbjörn. Grjótið fundu nokkrir meðlimir Skálmaldar úti á víðavangi og viðurkennir Snæbjörn að það hafi verið erfitt verk að flytja það í hljóðverið. „Það var ægilegt vesen að koma þessu í skottið á bílnum. Við fluttum þetta svo með okkur til Flex Árnasonar, eiganda hljóðversins, og grjótið hefur verið þar síðan," segir hann og bætir við að Háska verði líklega ekki skilað aftur í bráð. Spurður út í nafnið segir Snæbjörn það mega rekja til orðtaks sem Skálmaldarmenn nota gjarnan við æfingar „Ef hlutirnir ganga ekki nægilega vel upp segjum við stundum að það vanti allan háska í tónlistina og okkur fannst það tilvalið nafn á grjótið." Hraungrýtið er þó ekki það eina sem hljómsveitarmeðlimirnir hafa til að skapa stemningu í hljóðverinu því þar er einnig ískrapvél. „Það er reyndar lítið rokk í krapvélinni en hún er skemmtileg."- sm
Lífið Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira