Útsýnið stórkostlegt í fyrstu fjallgöngunni 19. maí 2012 14:00 Á tindi akrafjalls Viktor arkaði alla leið upp á topp Akrafjalls og skrifaði í gestabókina eins og sönnum fjallagörpum ber.mynd/Kristrún Dögg Marteinsdóttir Viktor Theodórsson er tíu ára gamall hreyfihamlaður drengur sem gekk í fyrsta sinn á Akrafjall í síðustu viku með samnemendum sínum á útivistardegi Grundaskóla á Akranesi. Gangan gekk vel þrátt fyrir fötlun hans og segir hann hana hafa verið skemmtilega. „Gangan var dálítið erfið en mjög skemmtileg," segir Viktor kankvís. „Fyrsti hjallinn var erfiðastur því þar var brattast. Útsýnið var mjög flott uppi á toppnum." Spurður hvort hann hafi gengið á mörg fjöll segir hann að þetta hafi verið það fyrsta og að útsýnið hafi verið stórkostlegt. „Mig hefur alltaf langað til að fara upp á þetta fjall. Það hefur eiginlega alltaf verið markmiðið. Ég hef verið að bíða eftir að geta farið alveg upp," segir Viktor. Viktor fæddist með kreppt hné sem gerir honum erfitt um gang. Hann hefur farið í nokkrar aðgerðir til að lengja sinar og auka færni hans til gangs. Móðir hans, Kristrún Dögg Marteinsdóttir, hafði ekki gert ráð fyrir að drengurinn gengi alla leið á toppinn. Keyptur hafði verið kíkir handa honum svo hann gæti notið útsýnisins neðar í fjallinu. „Dagsdaglega gengur hann nú engar vegalengdir, nema bara rétt um sitt nánasta umhverfi," segir Kristrún Dögg. Hreyfihömlun hans aftrar honum svolítið í hans daglega lífi. „Hann fer allar sínar ferðir á hjóli og svo er hann með hjólastól." „Hann er svolítið krepptur í hnjánum svo það hentaði honum vel að ganga upp fjallið," segir hún en ferðin niður var aðeins erfiðari. „Við gáfum okkur bara góðan tíma í þetta og vorum síðust niður. Við fengum þó gott veður og það var gaman að njóta útsýnisins. Það er alltaf flottast í fyrsta sinn." Viktor lét hreyfihömlun sína ekki aftra sér þegar hann gekk á 643 metra hátt fjallið og hélt ótrauður áfram alla leið upp á topp. Samnemendur hans hvöttu hann vel í göngunni. Viktor segir þetta hafa verið skemmtilegasta skóladag ævi sinnar. „Þetta var besti skóladagur sem hefur verið til. Það var gaman að fara með öllum skólafélögunum." Hann segist stefna á fleiri fjöll í framtíðinni og ætlar jafnvel að reyna að ganga á fjöll í ferð fjölskyldunnar um helgina. birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Viktor Theodórsson er tíu ára gamall hreyfihamlaður drengur sem gekk í fyrsta sinn á Akrafjall í síðustu viku með samnemendum sínum á útivistardegi Grundaskóla á Akranesi. Gangan gekk vel þrátt fyrir fötlun hans og segir hann hana hafa verið skemmtilega. „Gangan var dálítið erfið en mjög skemmtileg," segir Viktor kankvís. „Fyrsti hjallinn var erfiðastur því þar var brattast. Útsýnið var mjög flott uppi á toppnum." Spurður hvort hann hafi gengið á mörg fjöll segir hann að þetta hafi verið það fyrsta og að útsýnið hafi verið stórkostlegt. „Mig hefur alltaf langað til að fara upp á þetta fjall. Það hefur eiginlega alltaf verið markmiðið. Ég hef verið að bíða eftir að geta farið alveg upp," segir Viktor. Viktor fæddist með kreppt hné sem gerir honum erfitt um gang. Hann hefur farið í nokkrar aðgerðir til að lengja sinar og auka færni hans til gangs. Móðir hans, Kristrún Dögg Marteinsdóttir, hafði ekki gert ráð fyrir að drengurinn gengi alla leið á toppinn. Keyptur hafði verið kíkir handa honum svo hann gæti notið útsýnisins neðar í fjallinu. „Dagsdaglega gengur hann nú engar vegalengdir, nema bara rétt um sitt nánasta umhverfi," segir Kristrún Dögg. Hreyfihömlun hans aftrar honum svolítið í hans daglega lífi. „Hann fer allar sínar ferðir á hjóli og svo er hann með hjólastól." „Hann er svolítið krepptur í hnjánum svo það hentaði honum vel að ganga upp fjallið," segir hún en ferðin niður var aðeins erfiðari. „Við gáfum okkur bara góðan tíma í þetta og vorum síðust niður. Við fengum þó gott veður og það var gaman að njóta útsýnisins. Það er alltaf flottast í fyrsta sinn." Viktor lét hreyfihömlun sína ekki aftra sér þegar hann gekk á 643 metra hátt fjallið og hélt ótrauður áfram alla leið upp á topp. Samnemendur hans hvöttu hann vel í göngunni. Viktor segir þetta hafa verið skemmtilegasta skóladag ævi sinnar. „Þetta var besti skóladagur sem hefur verið til. Það var gaman að fara með öllum skólafélögunum." Hann segist stefna á fleiri fjöll í framtíðinni og ætlar jafnvel að reyna að ganga á fjöll í ferð fjölskyldunnar um helgina. birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira