Fundarsköp bæjarstjórnar í Garði kærð til ráðuneytis 19. maí 2012 09:00 Hitafundur í Garði Bæjarstjórnarfundurinn var opinn öllum þar til fundargerð skólanefndar var til umræðu. Forseti bæjarstjórnar lokaði þá fundinum fyrir almenningi þar til málið hafði verið rætt.mynd/víkurfréttir Nýkjörinn forseti bæjarstjórnarinnar í Garði, Jónína Holm, lokaði bæjarstjórnarfundi þegar umræða um fundargerð skólanefndar bæjarins var til umræðu á aukafundi á miðvikudag. Reynir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður skólanefndar í bænum, segir nýjan meirihluta vanhæfan til að fjalla um skólamál í Garði vegna tengsla sinna við skólann. Hann hefur kært fundarsköp á aukafundi bæjarstjórnar til innanríkisráðuneytisins. Reynir segir forsendur bæjarstjórnarinnar fyrir lokun fundarins fyrir almenningi ekki eiga rétt á sér. „Sveitarstjórn getur bara lokað fundum ef umfjöllunarefnið er viðkvæms eðlis. Þetta er ekki viðkvæms eðlis því búið var að birta öll gögn fyrir löngu," segir Reynir og vísar til skýrslunnar „Úttekt á starfsemi Gerðaskóla" sem unnin var af fagaðilum og kynnt í mars. Þar er lagt til að stjórnunarteymi skólans verði sagt upp. Skýrslan leggur einnig til að staða sérkennslufulltrúa við skólann, sem Jónína Holm hefur gegnt, verði auglýst laus til umsóknar. „Ég á rétt á því að heyra afstöðu bæjarstjórnarinnar til skýrslunnar. Þessi skýrsla varðar stærsta hagsmunamál þessa bæjarfélags," segir Reynir. Nýr meirihluti N-lista og L-lista var myndaður á aukafundi bæjarstjórnar á miðvikudag þegar Kolfinna S. Magnúsdóttir gekk úr meirihluta D-lista og til liðs við gamla minnihlutann. Reynir Þorsteinsson var settur af sem formaður skólanefndar í kjölfar stjórnarskiptanna og Eiríkur Hermannsson kosinn nýr formaður. Jónína Holm, forseti bæjarstjórnarinnar, vísar öllum ásökunum um meint vanhæfi fulltrúa meirihlutans á bug. „Það að meina fólki sem býr í sveitarfélaginu, og hefur áhuga á skólamálum, að móta skólastefnu bæjarins og taka þátt í bæjarmálum er óskynsamlegt," segir Jónína. „Kennarar eru sérfræðingar og því alls ekki vanhæfir í málefnalegri umræðu um skólamál." Hvað varðar hina tvo fulltrúa meirihlutans sem kvæntir eru kennurum við skólann, „þá eiga þeir ekki að gjalda þess að eiginkonur þeirra séu kennarar við skólann". Hún segir bæjarstjórnina munu fylgja tilmælum í skýrslunni. „Eins og bókað var á bæjarstjórnarfundinum á miðvikudag mun núverandi meirihluti fylgja aðgerðaráætluninni." Um það hvers vegna fundurinn var lokaður segir hún að Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi bæjarstjóri, hafi farið langt út fyrir efni fundarins í erindi sínu. „Þegar forseti bað hann um að víkja úr ræðustól lét hann ekki segjast og hélt uppteknum hætti. Þá brugðust áhangendur hans við og létu illa. Forseti sá ekki annað í stöðunni en að vísa fólki út og loka fundi." birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Nýkjörinn forseti bæjarstjórnarinnar í Garði, Jónína Holm, lokaði bæjarstjórnarfundi þegar umræða um fundargerð skólanefndar bæjarins var til umræðu á aukafundi á miðvikudag. Reynir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður skólanefndar í bænum, segir nýjan meirihluta vanhæfan til að fjalla um skólamál í Garði vegna tengsla sinna við skólann. Hann hefur kært fundarsköp á aukafundi bæjarstjórnar til innanríkisráðuneytisins. Reynir segir forsendur bæjarstjórnarinnar fyrir lokun fundarins fyrir almenningi ekki eiga rétt á sér. „Sveitarstjórn getur bara lokað fundum ef umfjöllunarefnið er viðkvæms eðlis. Þetta er ekki viðkvæms eðlis því búið var að birta öll gögn fyrir löngu," segir Reynir og vísar til skýrslunnar „Úttekt á starfsemi Gerðaskóla" sem unnin var af fagaðilum og kynnt í mars. Þar er lagt til að stjórnunarteymi skólans verði sagt upp. Skýrslan leggur einnig til að staða sérkennslufulltrúa við skólann, sem Jónína Holm hefur gegnt, verði auglýst laus til umsóknar. „Ég á rétt á því að heyra afstöðu bæjarstjórnarinnar til skýrslunnar. Þessi skýrsla varðar stærsta hagsmunamál þessa bæjarfélags," segir Reynir. Nýr meirihluti N-lista og L-lista var myndaður á aukafundi bæjarstjórnar á miðvikudag þegar Kolfinna S. Magnúsdóttir gekk úr meirihluta D-lista og til liðs við gamla minnihlutann. Reynir Þorsteinsson var settur af sem formaður skólanefndar í kjölfar stjórnarskiptanna og Eiríkur Hermannsson kosinn nýr formaður. Jónína Holm, forseti bæjarstjórnarinnar, vísar öllum ásökunum um meint vanhæfi fulltrúa meirihlutans á bug. „Það að meina fólki sem býr í sveitarfélaginu, og hefur áhuga á skólamálum, að móta skólastefnu bæjarins og taka þátt í bæjarmálum er óskynsamlegt," segir Jónína. „Kennarar eru sérfræðingar og því alls ekki vanhæfir í málefnalegri umræðu um skólamál." Hvað varðar hina tvo fulltrúa meirihlutans sem kvæntir eru kennurum við skólann, „þá eiga þeir ekki að gjalda þess að eiginkonur þeirra séu kennarar við skólann". Hún segir bæjarstjórnina munu fylgja tilmælum í skýrslunni. „Eins og bókað var á bæjarstjórnarfundinum á miðvikudag mun núverandi meirihluti fylgja aðgerðaráætluninni." Um það hvers vegna fundurinn var lokaður segir hún að Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi bæjarstjóri, hafi farið langt út fyrir efni fundarins í erindi sínu. „Þegar forseti bað hann um að víkja úr ræðustól lét hann ekki segjast og hélt uppteknum hætti. Þá brugðust áhangendur hans við og létu illa. Forseti sá ekki annað í stöðunni en að vísa fólki út og loka fundi." birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira