Fleiri eiga erindi til Lundúna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. maí 2012 08:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur þegar náð Ólympíulágmarkinu og er eini íslenski sundmaðurinn sem er kominn inn á ÓL í London. Mynd/Anton Í dag hefst Evrópumeistaramótið í 50 m laug en það fer fram í Debrecen í Ungverjalandi. Ísland sendir tólf sundmenn og -konur til þátttöku en langt er síðan að svo fjölmennt sundlandslið fer frá Íslandi á svo stórt mót. Hópurinn var kynntur á blaðamannafundi fyrir helgi og þar var einnig samið við þjálfarann Jacky Pellerin um að gegna stöðu landsliðsþjálfara í fjögur ár í viðbót eða fram yfir Ólympíuleikana í Ríó árið 2016. Pellerin, sem er franskur, hefur einnig starfað sem þjálfari hjá Sundfélaginu Ægi og mun gera áfram samhliða landsliðsþjálfarastarfinu. Hann hefur sinnt þeim störfum í nokkur ár og átt stóran þátt í því, ásamt Klaus Jürgen-Ohk, að marka skýra stefnu fyrir afreksfólk í sundi sem hefur borið góðan árangur. „Ég hef frábæra tilfinningu fyrir þessu móti. Sérstaklega þar sem svo margir náðu EM-lágmörkum," sagði hann við Fréttablaðið. „Það gerir hverjum einstaklingi gott að vera í fjölmennum hópi. Hvatinn verður meiri og viljinn til að ná árangri sterkari." Margir nálægt lágmarkinuAðeins Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur náð OQT-lágmarki (gamla A-lágmarkið) fyrir Ólympíuleikana en aðeins besta sundfólk í heimi nær því. En sjö aðrir hafa náð OST-lágmarki (gamla B-lágmarkið) sem dugir þó ekki til að gulltryggja þeim keppnisrétt á leikunum. „Ég á von á því að fjórir sundmenn muni ná OQT-lágmarki eða komast verulega nálægt því. Sarah Blake Bateman, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Jakob Jóhann Sveinsson og Anton Sveinn McKee eru líkleg til þess en 1-2 til viðbótar gætu gert góða atlögu að lágmarkinu – eða þá synt nægilega vel til að komast í hóp 24 bestu sundmanna heims," segir Pellerin. Þeir sem ekki ná OQT-lágmarki á EM fá annað tækifæri til þess á mótum á Spáni og í Frakklandi í byrjun júní. Takist það ekki heldur þá þurfa þeir sundmenn sem hafa aðeins náð OST-lágmarki að bíða þar til um miðjan mánuðinn er FINA, Alþjóðasundsambandið, birtir nöfn þeirra OST-sundmanna sem fá boð um þátttöku á leikunum í Lundúnum. Fyrirfram er mjög erfitt að spá um hvaða sundmenn muni fá boð. Eygló gæti komist í úrslitSem fyrr segir er hin sautján ára Eygló Ósk sú eina sem hefur náð OQT-lágmarki en það gerði hún í 200 m baksundi. Pellerin, sem þjálfar hana einnig daglega hjá Ægi, segir að hún sé einfaldlega að uppskera árangur erfiðisins. „Þetta kom ekki á óvart og hún getur leyft sér að stefna á að komast í undanúrslit og jafnvel úrslit í London," segir Pellerin. „Ef hún kemst í úrslit þá eru hennir allir vegir færir því þá getur allt gerst. Ég fór fyrst sem þjálfari á Ólympíuleika árið 1992 og þá sá ég sundmann sem var í 21. sæti heimslistans (Eygló er í 24. sæti) komast á verðlaunapall. Það er allt hægt." EM-hópurinnAnton Sveinn McKee, Ægi (19 ára) 400, 800, 1500 m skriðsundÁrni Már Árnason, ÍRB (25 ára) 50, 100 m skriðs., 100 m bringus.Erla Dögg Haraldsdóttir, ÍRB (24 ára) 100, 200 m bringusundEva Hannesdóttir, KR (25 ára) 50, 100, 200, 4x100, 4x200 m skriðs.Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi (17 ára) 100, 200 m baks., 200, 4x200 m skriðs., 4x100 m fjórs.Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH (21 árs) 100, 200 m bringus., 4x100 m fjórs.Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH (19 ára) 50, 100 m skriðs., 50 m baks., 100 m skriðs.Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi (30 ára) 100, 200 m bringusundJóhanna Gerða Gústafsdóttir, Ægi (22 ára) 50, 100 m baks., 200, 4x200 m skriðs., 200, 400 m fjórs.Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR (28 ára) 50, 100, 4x100 m skriðs., 4x100 m fjórs.Sarah Blake Bateman, Ægi (22 ára) 50, 100, 4x100, 4x200 skriðs., 50 m flugs., 4x100 m fjórs.Sigrún Brá Sverrisdóttir, Ægi (22 ára) 400, 800 m skriðsund Sund Mest lesið Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira
Í dag hefst Evrópumeistaramótið í 50 m laug en það fer fram í Debrecen í Ungverjalandi. Ísland sendir tólf sundmenn og -konur til þátttöku en langt er síðan að svo fjölmennt sundlandslið fer frá Íslandi á svo stórt mót. Hópurinn var kynntur á blaðamannafundi fyrir helgi og þar var einnig samið við þjálfarann Jacky Pellerin um að gegna stöðu landsliðsþjálfara í fjögur ár í viðbót eða fram yfir Ólympíuleikana í Ríó árið 2016. Pellerin, sem er franskur, hefur einnig starfað sem þjálfari hjá Sundfélaginu Ægi og mun gera áfram samhliða landsliðsþjálfarastarfinu. Hann hefur sinnt þeim störfum í nokkur ár og átt stóran þátt í því, ásamt Klaus Jürgen-Ohk, að marka skýra stefnu fyrir afreksfólk í sundi sem hefur borið góðan árangur. „Ég hef frábæra tilfinningu fyrir þessu móti. Sérstaklega þar sem svo margir náðu EM-lágmörkum," sagði hann við Fréttablaðið. „Það gerir hverjum einstaklingi gott að vera í fjölmennum hópi. Hvatinn verður meiri og viljinn til að ná árangri sterkari." Margir nálægt lágmarkinuAðeins Eygló Ósk Gústafsdóttir hefur náð OQT-lágmarki (gamla A-lágmarkið) fyrir Ólympíuleikana en aðeins besta sundfólk í heimi nær því. En sjö aðrir hafa náð OST-lágmarki (gamla B-lágmarkið) sem dugir þó ekki til að gulltryggja þeim keppnisrétt á leikunum. „Ég á von á því að fjórir sundmenn muni ná OQT-lágmarki eða komast verulega nálægt því. Sarah Blake Bateman, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Jakob Jóhann Sveinsson og Anton Sveinn McKee eru líkleg til þess en 1-2 til viðbótar gætu gert góða atlögu að lágmarkinu – eða þá synt nægilega vel til að komast í hóp 24 bestu sundmanna heims," segir Pellerin. Þeir sem ekki ná OQT-lágmarki á EM fá annað tækifæri til þess á mótum á Spáni og í Frakklandi í byrjun júní. Takist það ekki heldur þá þurfa þeir sundmenn sem hafa aðeins náð OST-lágmarki að bíða þar til um miðjan mánuðinn er FINA, Alþjóðasundsambandið, birtir nöfn þeirra OST-sundmanna sem fá boð um þátttöku á leikunum í Lundúnum. Fyrirfram er mjög erfitt að spá um hvaða sundmenn muni fá boð. Eygló gæti komist í úrslitSem fyrr segir er hin sautján ára Eygló Ósk sú eina sem hefur náð OQT-lágmarki en það gerði hún í 200 m baksundi. Pellerin, sem þjálfar hana einnig daglega hjá Ægi, segir að hún sé einfaldlega að uppskera árangur erfiðisins. „Þetta kom ekki á óvart og hún getur leyft sér að stefna á að komast í undanúrslit og jafnvel úrslit í London," segir Pellerin. „Ef hún kemst í úrslit þá eru hennir allir vegir færir því þá getur allt gerst. Ég fór fyrst sem þjálfari á Ólympíuleika árið 1992 og þá sá ég sundmann sem var í 21. sæti heimslistans (Eygló er í 24. sæti) komast á verðlaunapall. Það er allt hægt." EM-hópurinnAnton Sveinn McKee, Ægi (19 ára) 400, 800, 1500 m skriðsundÁrni Már Árnason, ÍRB (25 ára) 50, 100 m skriðs., 100 m bringus.Erla Dögg Haraldsdóttir, ÍRB (24 ára) 100, 200 m bringusundEva Hannesdóttir, KR (25 ára) 50, 100, 200, 4x100, 4x200 m skriðs.Eygló Ósk Gústafsdóttir, Ægi (17 ára) 100, 200 m baks., 200, 4x200 m skriðs., 4x100 m fjórs.Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH (21 árs) 100, 200 m bringus., 4x100 m fjórs.Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, SH (19 ára) 50, 100 m skriðs., 50 m baks., 100 m skriðs.Jakob Jóhann Sveinsson, Ægi (30 ára) 100, 200 m bringusundJóhanna Gerða Gústafsdóttir, Ægi (22 ára) 50, 100 m baks., 200, 4x200 m skriðs., 200, 400 m fjórs.Ragnheiður Ragnarsdóttir, KR (28 ára) 50, 100, 4x100 m skriðs., 4x100 m fjórs.Sarah Blake Bateman, Ægi (22 ára) 50, 100, 4x100, 4x200 skriðs., 50 m flugs., 4x100 m fjórs.Sigrún Brá Sverrisdóttir, Ægi (22 ára) 400, 800 m skriðsund
Sund Mest lesið Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Háloftafugl og fjölhæf stór stelpa til Keflavíkur - myndband Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Sjá meira