Yngsti landsliðsfyrirliðinn í 35 ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. júní 2012 08:00 Aron Einar Gunnarsson. Mynd/AFP Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck afhenti Aroni Einari Gunnarssyni fyrirliðabandið fyrir vináttulandsleikinn á móti Frökkum á sunnudaginn og Aron Einar var aftur fyrirliði íslenska liðsins á móti Svíum í fyrrakvöld. Aron Einar er fæddur í apríl 1989 og því nýorðinn 23 ára gamall. Það þarf að fara 35 ár aftur í tímann til þess að finna yngri landsliðsfyrirliða hjá íslenska karlalandsliðinu. Aron Einar er yngsti landsliðsfyrirliðinn síðan Ásgeir Sigurvinsson bar fyrirliðabandið í leikjum á móti Hollandi og Belgíu haustið 1977, þá aðeins 22 ára og fjögurra mánaða. Ásgeir var þarna fyrirliði landsliðsins í annað og þriðja sinn en tveimur árum áður hafði hann sett metið. Ásgeir bar fyrirliðaband íslenska landsliðsins í fyrsta sinn í útileik á móti Belgíu í undankeppni EM 6. september 1975, þá aðeins 20 ára og fjögurra mánaða. Ásgeir var þá leikmaður belgíska liðsins Standard Liege og var fyrirliði á sínum eigin heimavelli. Jóhannes Eðvaldsson var fyrirliði íslenska liðsins á þessum tíma og lék leikinn á móti Frökkum þremur dögum áður en fékk síðan ekki leyfi frá félagi sínu Celtic til að taka þátt í leiknum. „Það er glæsilegt að fá fyrirliðabandið og ég er að deyja úr stolti. Það var besta tilfinning sem ég hef fundið fyrir þegar ég leiddi íslenska landsliðið út á völl. Ég er sáttur og ánægður með það," sagði Aron Einar eftir leikinn á móti Svíum. Þrátt fyrir ungan aldur er Aron Einar gríðarlega reynslumikill enda hefur hann verið atvinnumaður frá 2006 og var í vetur að klára sitt fjórða tímabil í ensku b-deildinni. Aron var langt frá því að vera elsti leikmaður íslenska liðsins í leikjunum við Frakka og Svía en hann var aftur á móti sá leikjahæsti þegar kemur að leikjum með A-landsliðinu.ÁSgeir Sigurvinsson Fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta sinn aðeins 20 ára, 3 mánaða og 29 daga gamall.Aron Einar er nefnilega búinn að spila 28 landsleiki fyrir Ísland frá því hann fékk fyrsta tækifærið hjá Ólafi Jóhannessyni í vináttulandsleik á móti Hvíta-Rússlandi í febrúar 2008. Aron Einar, sem var þá ekki orðinn 19 ára gamall, var í byrjunarliðinu í fyrsta leik og lék alls 25 af 39 leikjum í þjálfara-tíð Ólafs, þar af 12 af 16 leikjum í keppni. Lars Lagerbäck vildi ekki gefa það upp að Aron Einar yrði framtíðarfyrirliði íslenska liðsins en Akureyringurinn hélt fyrirliðabandinu og hefur allt til þess að bera til að halda fyrirliðabandinu áfram. Þrátt fyrir að hafa fengið fyrirliðabandið svona ungur þá var Ásgeir Sigurvinsson aðeins fyrirliði í sjö landsleikjum á landsliðsferlinum og þar á meðal í síðasta landsleik sínum þegar Ísland vann 2-0 sigur á Tyrkjum í Laugardalnum í september 1989. Aðalástæða þess var örugglega sú að Ásgeir lék aðeins 45 af 130 landsleikjum Íslands á landsliðsævi sinni. Í þá daga höfðu félagsliðin öll völdin og Ásgeir átti oft erfitt með að fá sig lausan í landsleiki enda algjör lykilmaður með sínum félagsliðum. Aron Einar hefur alla burði til að bera fyrirliðabandið mörgum sinnum til viðbótar enda líklegur fastamaður á miðju íslenska landsliðsins næstu árin. Það verður aftur á móti að koma í ljós hvort hann nái meti Atla Eðvaldssonar sem bar fyrirliðabandið 31 sinni á sínum landsliðsferli. Íslenski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck afhenti Aroni Einari Gunnarssyni fyrirliðabandið fyrir vináttulandsleikinn á móti Frökkum á sunnudaginn og Aron Einar var aftur fyrirliði íslenska liðsins á móti Svíum í fyrrakvöld. Aron Einar er fæddur í apríl 1989 og því nýorðinn 23 ára gamall. Það þarf að fara 35 ár aftur í tímann til þess að finna yngri landsliðsfyrirliða hjá íslenska karlalandsliðinu. Aron Einar er yngsti landsliðsfyrirliðinn síðan Ásgeir Sigurvinsson bar fyrirliðabandið í leikjum á móti Hollandi og Belgíu haustið 1977, þá aðeins 22 ára og fjögurra mánaða. Ásgeir var þarna fyrirliði landsliðsins í annað og þriðja sinn en tveimur árum áður hafði hann sett metið. Ásgeir bar fyrirliðaband íslenska landsliðsins í fyrsta sinn í útileik á móti Belgíu í undankeppni EM 6. september 1975, þá aðeins 20 ára og fjögurra mánaða. Ásgeir var þá leikmaður belgíska liðsins Standard Liege og var fyrirliði á sínum eigin heimavelli. Jóhannes Eðvaldsson var fyrirliði íslenska liðsins á þessum tíma og lék leikinn á móti Frökkum þremur dögum áður en fékk síðan ekki leyfi frá félagi sínu Celtic til að taka þátt í leiknum. „Það er glæsilegt að fá fyrirliðabandið og ég er að deyja úr stolti. Það var besta tilfinning sem ég hef fundið fyrir þegar ég leiddi íslenska landsliðið út á völl. Ég er sáttur og ánægður með það," sagði Aron Einar eftir leikinn á móti Svíum. Þrátt fyrir ungan aldur er Aron Einar gríðarlega reynslumikill enda hefur hann verið atvinnumaður frá 2006 og var í vetur að klára sitt fjórða tímabil í ensku b-deildinni. Aron var langt frá því að vera elsti leikmaður íslenska liðsins í leikjunum við Frakka og Svía en hann var aftur á móti sá leikjahæsti þegar kemur að leikjum með A-landsliðinu.ÁSgeir Sigurvinsson Fyrirliði íslenska landsliðsins í fyrsta sinn aðeins 20 ára, 3 mánaða og 29 daga gamall.Aron Einar er nefnilega búinn að spila 28 landsleiki fyrir Ísland frá því hann fékk fyrsta tækifærið hjá Ólafi Jóhannessyni í vináttulandsleik á móti Hvíta-Rússlandi í febrúar 2008. Aron Einar, sem var þá ekki orðinn 19 ára gamall, var í byrjunarliðinu í fyrsta leik og lék alls 25 af 39 leikjum í þjálfara-tíð Ólafs, þar af 12 af 16 leikjum í keppni. Lars Lagerbäck vildi ekki gefa það upp að Aron Einar yrði framtíðarfyrirliði íslenska liðsins en Akureyringurinn hélt fyrirliðabandinu og hefur allt til þess að bera til að halda fyrirliðabandinu áfram. Þrátt fyrir að hafa fengið fyrirliðabandið svona ungur þá var Ásgeir Sigurvinsson aðeins fyrirliði í sjö landsleikjum á landsliðsferlinum og þar á meðal í síðasta landsleik sínum þegar Ísland vann 2-0 sigur á Tyrkjum í Laugardalnum í september 1989. Aðalástæða þess var örugglega sú að Ásgeir lék aðeins 45 af 130 landsleikjum Íslands á landsliðsævi sinni. Í þá daga höfðu félagsliðin öll völdin og Ásgeir átti oft erfitt með að fá sig lausan í landsleiki enda algjör lykilmaður með sínum félagsliðum. Aron Einar hefur alla burði til að bera fyrirliðabandið mörgum sinnum til viðbótar enda líklegur fastamaður á miðju íslenska landsliðsins næstu árin. Það verður aftur á móti að koma í ljós hvort hann nái meti Atla Eðvaldssonar sem bar fyrirliðabandið 31 sinni á sínum landsliðsferli.
Íslenski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira