Ein stoð fer undan stjórnarsáttmálanum Þorsteinn Pálsson skrifar 2. júní 2012 06:00 Ólafur Ragnar Grímsson hét því á dögunum að tryggja að þjóðin fengi úrslitavald um aðildarsamning að Evrópusambandinu því ekki yrði unað við það ráðgefandi þjóðaratkvæði sem ríkisstjórnin hefur ákveðið. Þetta getur aðeins gerst með því að synjunarvaldinu verði beitt eftir að Alþingi hefur samþykkt lög um aðildarsamninginn. Yfirlýsing Þóru Arnórsdóttur um að þjóðin fái lokaorðið gæti þýtt það sama þó að hún hafi ekki talað jafn tæpitungulaust. Ekki verður betur séð en að með þessu sé verið að kippa einni af stoðunum undan grundvelli samkomulags Samfylkingar og VG um aðildarviðræðurnar og aðkomu þjóðarinnar að lokaniðurstöðunni. Meðhaldsmenn aðildar jafnt sem móthaldsmenn ættu að taka því vel ef með þessu móti verður unnt að leiða þetta mál til lykta með stjórnskipulega vandaðri hætti en ríkisstjórnin áformar. Stjórnskipulegi veikleikinn í sáttmála stjórnarflokkanna fólst í því að ætla að VG gæti setið í ríkisstjórn án þess að bera efnislega ábyrgð eftir þingræðisreglunni á stærsta viðfangsefni hennar. Pólitíski veikleikinn birtist í því tvöfalda siðgæði að aðhafast eitt innan veggja þinghússins en tala á annan veg utan þeirra. Samkomulag stjórnarflokkanna um leiðbeinandi þjóðaratkvæðagreiðslu á rætur í þeirri staðreynd að þeir eru á öndverðum meiði í málinu. Þeir geta því ekki staðið sameiginlega á Alþingi að samþykkt löggjafar um aðild sem síðan væri háð úrslitavaldi þjóðarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu eins og eðlilegast væri. Ábyrgðinni haldið að VG Til þess að losa um þennan hnút sömdu flokkarnir um að fara fyrst með aðildarsamninginn fram hjá Alþingi í leiðbeinandi þjóðaratkvæði. Segi þjóðin nei er hann úr sögunni. Segi hún já leggur utanríkisráðherra samninginn fyrir Alþingi því hann verður samkvæmt stjórnarskrá undirritaður með fyrirvara um samþykki þess. Leiðbeinandi þjóðaratkvæði snýst því í raun um það eitt hvort leggja eigi samninginn fyrir Alþingi. Kenningin er sú að þingmenn verði siðferðilega bundnir af þjóðaratkvæðagreiðslunni. Vandinn er hins vegar sá að þetta stangast á við stjórnarskrána sem tryggir að þingmenn eru ekki bundnir af öðru en samvisku sinni. Hættan við þessa hjáleið er sú að málið lendi í sjálfheldu milli þings og þjóðar. Eftir útspil forsetaframbjóðendanna tveggja, þar sem annar talar mjög skýrt, er vandséð að ríkisstjórnin komist hjá því að leggja samninginn fyrst fyrir þingið. Verði hann samþykktur þar fær þjóðin úrslitavaldið með því að staðfesta þá niðurstöðu eða hafna henni. Þetta er eina leiðin til að gefa þjóðinni lokaorðið. Ekki verður séð hvaða tilgangi það þjónar að efna til leiðbeinandi þjóðaratkvæðis um að leggja málið fyrir Alþingi þegar ljóst er að bindandi þjóðaratkvæði eftir samþykkt þess þar verður ekki umflúið. Aðildarsamningurinn verður til smám saman. Samkvæmt þingræðisreglunni getur utanríkisráðherra ekki gengið frá lokun einstakra kafla nema að baki sérhverri slíkri ákvörðun sé vís meirihlutastuðningur á Alþingi. Þingmenn VG bera efnislega ábyrgð á því sem þegar hefur gerst í þeim efnum með því að verja ráðherrann vantrausti. En nú virðast forsetaframbjóðendurnir ætla að knýja þá til að gangast við þeirri ábyrgð í atkvæðagreiðslu á Alþingi sem þeir sömdu við Samfylkinguna um að sleppa við. Umboð fyrir næsta kjörtímabil Alþingi felldi nýlega tillögu um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu í þeim tilgangi að draga umsóknina til baka á þessu kjörtímabili. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsóknarflokkurinn hafa umboð landsfunda til að taka slíkar ákvarðanir á Alþingi. Hins vegar er enn óljóst hvort nýtt þing fær umboð til að halda viðræðunum áfram. Það getur ráðist í kjöri þingmanna hvernig þeirri spurningu verður svarað. Gallinn við þá hefðbundnu leið er sá að kjósendur flestra flokka skiptast í tvo hópa gagnvart þeirri spurningu þótt þeir fylgi flokkum sínum að málum að öðru leyti. Hugmynd Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða þingkosningunum gæti leyst þennan vanda. Þannig fá kjósendur að ráða hvort halda eigi viðræðunum áfram á næsta kjörtímabili. Þetta er málsmeðferð sem bæði fylgjendur og andstæðingar aðildar ættu að geta sætt sig við. Það væri ábyrgðarlaust að hætta viðræðum í miðjum klíðum. Hitt er augljóst að margvísleg rök hníga í þá veru að taka lengri tíma til að ljúka þeim en áformað var. Í því ljósi er eðlilegt að kanna hug kjósenda til þessara sjónarmiða samhliða þingkosningunum. Þjóðin fengi svo lokaorðið þegar líður á næsta kjörtímabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Ólafur Ragnar Grímsson hét því á dögunum að tryggja að þjóðin fengi úrslitavald um aðildarsamning að Evrópusambandinu því ekki yrði unað við það ráðgefandi þjóðaratkvæði sem ríkisstjórnin hefur ákveðið. Þetta getur aðeins gerst með því að synjunarvaldinu verði beitt eftir að Alþingi hefur samþykkt lög um aðildarsamninginn. Yfirlýsing Þóru Arnórsdóttur um að þjóðin fái lokaorðið gæti þýtt það sama þó að hún hafi ekki talað jafn tæpitungulaust. Ekki verður betur séð en að með þessu sé verið að kippa einni af stoðunum undan grundvelli samkomulags Samfylkingar og VG um aðildarviðræðurnar og aðkomu þjóðarinnar að lokaniðurstöðunni. Meðhaldsmenn aðildar jafnt sem móthaldsmenn ættu að taka því vel ef með þessu móti verður unnt að leiða þetta mál til lykta með stjórnskipulega vandaðri hætti en ríkisstjórnin áformar. Stjórnskipulegi veikleikinn í sáttmála stjórnarflokkanna fólst í því að ætla að VG gæti setið í ríkisstjórn án þess að bera efnislega ábyrgð eftir þingræðisreglunni á stærsta viðfangsefni hennar. Pólitíski veikleikinn birtist í því tvöfalda siðgæði að aðhafast eitt innan veggja þinghússins en tala á annan veg utan þeirra. Samkomulag stjórnarflokkanna um leiðbeinandi þjóðaratkvæðagreiðslu á rætur í þeirri staðreynd að þeir eru á öndverðum meiði í málinu. Þeir geta því ekki staðið sameiginlega á Alþingi að samþykkt löggjafar um aðild sem síðan væri háð úrslitavaldi þjóðarinnar í allsherjaratkvæðagreiðslu eins og eðlilegast væri. Ábyrgðinni haldið að VG Til þess að losa um þennan hnút sömdu flokkarnir um að fara fyrst með aðildarsamninginn fram hjá Alþingi í leiðbeinandi þjóðaratkvæði. Segi þjóðin nei er hann úr sögunni. Segi hún já leggur utanríkisráðherra samninginn fyrir Alþingi því hann verður samkvæmt stjórnarskrá undirritaður með fyrirvara um samþykki þess. Leiðbeinandi þjóðaratkvæði snýst því í raun um það eitt hvort leggja eigi samninginn fyrir Alþingi. Kenningin er sú að þingmenn verði siðferðilega bundnir af þjóðaratkvæðagreiðslunni. Vandinn er hins vegar sá að þetta stangast á við stjórnarskrána sem tryggir að þingmenn eru ekki bundnir af öðru en samvisku sinni. Hættan við þessa hjáleið er sú að málið lendi í sjálfheldu milli þings og þjóðar. Eftir útspil forsetaframbjóðendanna tveggja, þar sem annar talar mjög skýrt, er vandséð að ríkisstjórnin komist hjá því að leggja samninginn fyrst fyrir þingið. Verði hann samþykktur þar fær þjóðin úrslitavaldið með því að staðfesta þá niðurstöðu eða hafna henni. Þetta er eina leiðin til að gefa þjóðinni lokaorðið. Ekki verður séð hvaða tilgangi það þjónar að efna til leiðbeinandi þjóðaratkvæðis um að leggja málið fyrir Alþingi þegar ljóst er að bindandi þjóðaratkvæði eftir samþykkt þess þar verður ekki umflúið. Aðildarsamningurinn verður til smám saman. Samkvæmt þingræðisreglunni getur utanríkisráðherra ekki gengið frá lokun einstakra kafla nema að baki sérhverri slíkri ákvörðun sé vís meirihlutastuðningur á Alþingi. Þingmenn VG bera efnislega ábyrgð á því sem þegar hefur gerst í þeim efnum með því að verja ráðherrann vantrausti. En nú virðast forsetaframbjóðendurnir ætla að knýja þá til að gangast við þeirri ábyrgð í atkvæðagreiðslu á Alþingi sem þeir sömdu við Samfylkinguna um að sleppa við. Umboð fyrir næsta kjörtímabil Alþingi felldi nýlega tillögu um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu í þeim tilgangi að draga umsóknina til baka á þessu kjörtímabili. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Framsóknarflokkurinn hafa umboð landsfunda til að taka slíkar ákvarðanir á Alþingi. Hins vegar er enn óljóst hvort nýtt þing fær umboð til að halda viðræðunum áfram. Það getur ráðist í kjöri þingmanna hvernig þeirri spurningu verður svarað. Gallinn við þá hefðbundnu leið er sá að kjósendur flestra flokka skiptast í tvo hópa gagnvart þeirri spurningu þótt þeir fylgi flokkum sínum að málum að öðru leyti. Hugmynd Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða þingkosningunum gæti leyst þennan vanda. Þannig fá kjósendur að ráða hvort halda eigi viðræðunum áfram á næsta kjörtímabili. Þetta er málsmeðferð sem bæði fylgjendur og andstæðingar aðildar ættu að geta sætt sig við. Það væri ábyrgðarlaust að hætta viðræðum í miðjum klíðum. Hitt er augljóst að margvísleg rök hníga í þá veru að taka lengri tíma til að ljúka þeim en áformað var. Í því ljósi er eðlilegt að kanna hug kjósenda til þessara sjónarmiða samhliða þingkosningunum. Þjóðin fengi svo lokaorðið þegar líður á næsta kjörtímabil.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun