Ekki bugast af vanmetakennd Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. júní 2012 09:15 Margt hefur verið talað og ritað um áform kínverska kaupsýslumannsins Huangs Nubo um rekstur ferðaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum, ekki allt skynsamlegt og margt býsna langsótt. Af málflutningi margra mætti ætla að leggja ætti stóran hluta landsins undir kínversk yfirráð, að Huang ætli sér að einoka vatnsréttindi og fleiri hlunnindi á landareigninni, að fyrirhugaðar hótelbyggingar hans séu herbúðir í dulargervi og verkefnið undirbúningur fyrir valdatöku hins austræna stórveldis á Íslandi. Huang er kaupsýslumaður, einn hundraða þúsunda Kínverja sem hafa efnazt vegna aukins frjálsræðis í efnahagsmálum í Kína. Þótt full ástæða sé til að íslenzk stjórnvöld hafi varann á sér hvað varðar langtímaáform stjórnvalda í Kína á norðurslóðum, hlýtur að eiga að umgangast fjárfestinn Huang Nubo rétt eins og aðra fjárfesta, sem hafa góðar hugmyndir um hvernig megi efla viðskipti og atvinnulíf á Íslandi. Ari Teitsson, bóndi á Hrísum í Þingeyjarsýslu, skrifaði skynsamlega grein um uppbyggingaráformin á Grímsstöðum í helgarblað Fréttablaðsins. Þar segir hann meðal annars: „Er veruleg áhætta fólgin í því að Kínverjar nái yfirráðum yfir stóru landssvæði á hálendinu, jafnvel þótt um langtímaleigu, en ekki eignarhald, sé að ræða? Yfirráðaréttur yfir landi á að vera takmarkaður, landið á að nýtast þjóðfélagsþegnum þess á komandi öldum, því er í gildi fjölþætt löggjöf sem ætlað er að tryggja sjálfbæra nýtingu landsins í þágu þjóðarinnar. Ef löggjöfin nær ekki þessu markmiði er áhætta samfara einkayfirráðum yfir landi ekki bundin við yfirráð erlendra aðila, jafnvel Íslendingar gætu misnotað stöðu sína. Sú spurning hefur vaknað hvort Grímsstaðaverkefnið sé aðeins eitt skref erlends viðskiptajöfurs til að auðvelda aðgengi að öðrum og stærri viðskiptatækifærum, s.s. olíuleit og -vinnslu á Drekasvæðinu eða viðskiptum tengdum flutningum á Norður-Íshafinu. Þjóðin verður að treysta því að við munum sem fyrr ráða för innan okkar lögsögu. Líta ætti á það sem fagnaðarefni að aðilar sem starfa utan íslenskrar lögsögu séu tilbúnir að lúta henni, hafa hér bækistöðvar og beina hingað fjármunum." Þetta er allt rétt hjá Ara. Eins og í öðrum ríkjum setur löggjafinn á Íslandi eigendum eða leigjendum lands reglur um það hvernig þeir geta nýtt eignirnar, hvað megi byggja og hvernig, hvaða kröfur séu gerðar um umgengni við umhverfið, hver réttur almennings sé gagnvart för um landið, nýtingu auðlinda og þar fram eftir götum. Við hljótum að verða að treysta hinu innlenda regluverki. Ef við teljum að gloppur séu í því, þarf að stoppa í þær með breytingum á löggjöf. En við hljótum jafnframt að gera ráð fyrir að erlendir fjárfestar fari að innlendum lögum og séu góðir þjóðfélagsþegnar, rétt eins og íslenzkir fjárfestar í Kína, Evrópuríkjunum eða hvar annars staðar sem þeir sjá tækifæri. Vantrú á því að okkar eigið regluverk dugi er til marks um minnimáttar- og vanmetakennd. Hana eigum við allra sízt að láta buga okkur á öld alþjóðavæðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun
Margt hefur verið talað og ritað um áform kínverska kaupsýslumannsins Huangs Nubo um rekstur ferðaþjónustu á Grímsstöðum á Fjöllum, ekki allt skynsamlegt og margt býsna langsótt. Af málflutningi margra mætti ætla að leggja ætti stóran hluta landsins undir kínversk yfirráð, að Huang ætli sér að einoka vatnsréttindi og fleiri hlunnindi á landareigninni, að fyrirhugaðar hótelbyggingar hans séu herbúðir í dulargervi og verkefnið undirbúningur fyrir valdatöku hins austræna stórveldis á Íslandi. Huang er kaupsýslumaður, einn hundraða þúsunda Kínverja sem hafa efnazt vegna aukins frjálsræðis í efnahagsmálum í Kína. Þótt full ástæða sé til að íslenzk stjórnvöld hafi varann á sér hvað varðar langtímaáform stjórnvalda í Kína á norðurslóðum, hlýtur að eiga að umgangast fjárfestinn Huang Nubo rétt eins og aðra fjárfesta, sem hafa góðar hugmyndir um hvernig megi efla viðskipti og atvinnulíf á Íslandi. Ari Teitsson, bóndi á Hrísum í Þingeyjarsýslu, skrifaði skynsamlega grein um uppbyggingaráformin á Grímsstöðum í helgarblað Fréttablaðsins. Þar segir hann meðal annars: „Er veruleg áhætta fólgin í því að Kínverjar nái yfirráðum yfir stóru landssvæði á hálendinu, jafnvel þótt um langtímaleigu, en ekki eignarhald, sé að ræða? Yfirráðaréttur yfir landi á að vera takmarkaður, landið á að nýtast þjóðfélagsþegnum þess á komandi öldum, því er í gildi fjölþætt löggjöf sem ætlað er að tryggja sjálfbæra nýtingu landsins í þágu þjóðarinnar. Ef löggjöfin nær ekki þessu markmiði er áhætta samfara einkayfirráðum yfir landi ekki bundin við yfirráð erlendra aðila, jafnvel Íslendingar gætu misnotað stöðu sína. Sú spurning hefur vaknað hvort Grímsstaðaverkefnið sé aðeins eitt skref erlends viðskiptajöfurs til að auðvelda aðgengi að öðrum og stærri viðskiptatækifærum, s.s. olíuleit og -vinnslu á Drekasvæðinu eða viðskiptum tengdum flutningum á Norður-Íshafinu. Þjóðin verður að treysta því að við munum sem fyrr ráða för innan okkar lögsögu. Líta ætti á það sem fagnaðarefni að aðilar sem starfa utan íslenskrar lögsögu séu tilbúnir að lúta henni, hafa hér bækistöðvar og beina hingað fjármunum." Þetta er allt rétt hjá Ara. Eins og í öðrum ríkjum setur löggjafinn á Íslandi eigendum eða leigjendum lands reglur um það hvernig þeir geta nýtt eignirnar, hvað megi byggja og hvernig, hvaða kröfur séu gerðar um umgengni við umhverfið, hver réttur almennings sé gagnvart för um landið, nýtingu auðlinda og þar fram eftir götum. Við hljótum að verða að treysta hinu innlenda regluverki. Ef við teljum að gloppur séu í því, þarf að stoppa í þær með breytingum á löggjöf. En við hljótum jafnframt að gera ráð fyrir að erlendir fjárfestar fari að innlendum lögum og séu góðir þjóðfélagsþegnar, rétt eins og íslenzkir fjárfestar í Kína, Evrópuríkjunum eða hvar annars staðar sem þeir sjá tækifæri. Vantrú á því að okkar eigið regluverk dugi er til marks um minnimáttar- og vanmetakennd. Hana eigum við allra sízt að láta buga okkur á öld alþjóðavæðingar.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun