Skyndiákvörðun að koma heim Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 6. júní 2012 08:00 Helga fær eitt eða tvö tækifæri í viðbót til þess að komast á Ólympíuleikana og hún ætlar að nýta þau tækifæri vel.fréttablaðið/vilhelm „Maður verður bara að horfast í augun við raunveruleikann. Þegar eitthvað gengur ekki upp þá þarf maður að breyta," segir frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni en hún hefur slitið samstarfi sínu við sænska þjálfarann Agne Bergvall. Helga er flutt til Íslands á ný. „Árangurinn og tölurnar hjá mér töluðu sínu máli. Ég bætti mig á einhverjum sviðum en alls ekki eins og vonir stóðu til. Ég var ekki að finna mig í æfingunum. Ég náði ekki að nýta þá eiginleika sem ég hef," sagði Helga en hún mun æfa undir stjórn Guðmundar Hólm Jónssonar. „Þetta var mikill og góður skóli í Svíþjóð sem ég hefði ekki viljað sleppa. Það eru forréttindi að hafa fengið tækifæri til þess að æfa með íþróttafólki á borð við Carolinu Klüft. Þetta átti ekki langan aðdraganda. Meiðsli hjá mér hafa einnig haft mikil áhrif. Í vetur hafði ég hugsað mér að koma til Íslands og fá ráðleggingar hjá gamla þjálfaranum mínum. Hann er sá þjálfari sem mér hefur gengið best hjá. Ég veit hvað í mér býr en núna þarf ég að finna leið til þess að ná því allra besta fram." Helga segir að hún hafi ekki hugsað mikið um fara til Íslands á ný. „Þetta var í raun skyndiákvörðun hjá mér að fara heim til Íslands. Ég vildi grípa tækifærið og reyna að ná Ólympíulágmarkinu á meðan það er enn möguleiki. Ég tel mig vera að gera það besta úr stöðunni úr því sem er komið. Ég hafði ekki lengur trú á því sem ég var að gera á æfingunum í Svíþjóð." Ólympíuleikarnir í London hefjast í lok júlí og Helga Margrét þarf að bæta Íslandsmet sitt um 72 stig til þess að öðlast keppnisrétt á leikunum. „Ég hef tíma fram til 7. júlí að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana. Á þeim tíma næ ég að keppa á einu til tveimur mótum," sagði Helga. „Ég er búin að fara í heilan hring og prófa ýmislegt. Í dag er ég komin aftur í „ræturnar" og mér fannst mjög gaman að fara á æfingu á Selfossvelli í vikunni, sofa á sveitabæ utan við bæinn. Finna sveitalyktina, fara í ísbaðið í læk við bæinn, og heyra fuglasönginn. Ég þrífst best hér – á Íslandi." Innlendar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sjá meira
„Maður verður bara að horfast í augun við raunveruleikann. Þegar eitthvað gengur ekki upp þá þarf maður að breyta," segir frjálsíþróttakonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni en hún hefur slitið samstarfi sínu við sænska þjálfarann Agne Bergvall. Helga er flutt til Íslands á ný. „Árangurinn og tölurnar hjá mér töluðu sínu máli. Ég bætti mig á einhverjum sviðum en alls ekki eins og vonir stóðu til. Ég var ekki að finna mig í æfingunum. Ég náði ekki að nýta þá eiginleika sem ég hef," sagði Helga en hún mun æfa undir stjórn Guðmundar Hólm Jónssonar. „Þetta var mikill og góður skóli í Svíþjóð sem ég hefði ekki viljað sleppa. Það eru forréttindi að hafa fengið tækifæri til þess að æfa með íþróttafólki á borð við Carolinu Klüft. Þetta átti ekki langan aðdraganda. Meiðsli hjá mér hafa einnig haft mikil áhrif. Í vetur hafði ég hugsað mér að koma til Íslands og fá ráðleggingar hjá gamla þjálfaranum mínum. Hann er sá þjálfari sem mér hefur gengið best hjá. Ég veit hvað í mér býr en núna þarf ég að finna leið til þess að ná því allra besta fram." Helga segir að hún hafi ekki hugsað mikið um fara til Íslands á ný. „Þetta var í raun skyndiákvörðun hjá mér að fara heim til Íslands. Ég vildi grípa tækifærið og reyna að ná Ólympíulágmarkinu á meðan það er enn möguleiki. Ég tel mig vera að gera það besta úr stöðunni úr því sem er komið. Ég hafði ekki lengur trú á því sem ég var að gera á æfingunum í Svíþjóð." Ólympíuleikarnir í London hefjast í lok júlí og Helga Margrét þarf að bæta Íslandsmet sitt um 72 stig til þess að öðlast keppnisrétt á leikunum. „Ég hef tíma fram til 7. júlí að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana. Á þeim tíma næ ég að keppa á einu til tveimur mótum," sagði Helga. „Ég er búin að fara í heilan hring og prófa ýmislegt. Í dag er ég komin aftur í „ræturnar" og mér fannst mjög gaman að fara á æfingu á Selfossvelli í vikunni, sofa á sveitabæ utan við bæinn. Finna sveitalyktina, fara í ísbaðið í læk við bæinn, og heyra fuglasönginn. Ég þrífst best hér – á Íslandi."
Innlendar Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sjá meira