Kristján Finnbogason er konungur vítakeppna á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2012 08:00 Kristján Finnbogason varði þrjú síðustu víti FH-inga. Mynd/Vilhelm Kristján Finnbogason varð 41 árs í síðasta mánuði en tók sig samt til og bætti enn við metaskrá sína í bikarleik Fylkis og FH í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. Kristján varði þrjár síðustu spyrnur FH-inga í vítakeppninni og tryggði Fylki sæti í sextán liða úrslitum keppninnar aðeins sex dögum eftir að liðið tapaði 8-0 fyrir FH á sama stað í deildinni. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Kristján sýnir snilli sína í vítakeppnum og það er orðið óhætt að kalla hann konung vítaspyrnukeppna á Íslandi. Kristján hefur nefnilega unnið allar fjórar vítakeppnir sínar í aðalkeppni bikarsins og þetta var í þriðja sinn sem hann ver tvö víti eða fleiri í vítakeppni. Kristján vann einnig vítakeppni í 8 liða úrslitum 2006, 16 liða úrslitum 2005 og í 8 liða úrslitum 1995 en í öll þau skipti var hann markvörður KR-liðsins. Kristján hefur gert gott betur en að stoppa vítaspyrnur andstæðinganna því hann hefur einnig skorað sjálfur í tveimur vítakeppnum. Kristján hefur samtals varið 8 af 19 vítaspyrnum sem hann hefur reynt við í vítakeppnum í aðalkeppni bikarsins en það gerir magnaða 42 prósent markvörslu. Kristján komst í hóp með fjórum öðrum markvörðum sem hafa náð að verja þrjú víti í einni vítaspyrnukeppni en það eru þeir Gunnleifur Gunnleifsson (FH-Breiðablik 3-1, 2010), Amir Mehica (Haukar-Fram 4-3, 2007), Sandor Matus (KA-ÍBV 3-0, 2004) og Þorsteinn Bjarnason (Keflavík-Selfoss 2-1, 1990). Kristján setti einnig nýtt met með því að verða fyrsti markvörðurinn til að verja tvo víti eða fleiri í þremur vítakeppnum. Hann átti áður metið með þeim Bjarna Sigurðssyni (1984 og 1990) og Hauki Bragasyni (1994). KR-ingar hafa sem dæmi farið í eina vítakeppni eftir að Kristján missti sæti sitt í aðalliðinu og sú vítakeppni tapaðist 0-3 á móti Val árið 2007. Vítakeppnir Krisjáns Finnbogasonar í aðalkeppni bikarsins:2012 með Fylki á móti FH Varði 3 af 5 spyrnur, Fylkir vann 3-22006 með KR á móti ÍBV Varði 1 af 4 spyrnum, KR vann 4-22005 með KR á móti Víkingi Varði 2 af 7 spyrnum, KR vann 6-51995 með KR á móti Þór Ak. Varði 2 af 3 spyrnum, KR vann 3-1 Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Kristján Finnbogason varð 41 árs í síðasta mánuði en tók sig samt til og bætti enn við metaskrá sína í bikarleik Fylkis og FH í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. Kristján varði þrjár síðustu spyrnur FH-inga í vítakeppninni og tryggði Fylki sæti í sextán liða úrslitum keppninnar aðeins sex dögum eftir að liðið tapaði 8-0 fyrir FH á sama stað í deildinni. Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem Kristján sýnir snilli sína í vítakeppnum og það er orðið óhætt að kalla hann konung vítaspyrnukeppna á Íslandi. Kristján hefur nefnilega unnið allar fjórar vítakeppnir sínar í aðalkeppni bikarsins og þetta var í þriðja sinn sem hann ver tvö víti eða fleiri í vítakeppni. Kristján vann einnig vítakeppni í 8 liða úrslitum 2006, 16 liða úrslitum 2005 og í 8 liða úrslitum 1995 en í öll þau skipti var hann markvörður KR-liðsins. Kristján hefur gert gott betur en að stoppa vítaspyrnur andstæðinganna því hann hefur einnig skorað sjálfur í tveimur vítakeppnum. Kristján hefur samtals varið 8 af 19 vítaspyrnum sem hann hefur reynt við í vítakeppnum í aðalkeppni bikarsins en það gerir magnaða 42 prósent markvörslu. Kristján komst í hóp með fjórum öðrum markvörðum sem hafa náð að verja þrjú víti í einni vítaspyrnukeppni en það eru þeir Gunnleifur Gunnleifsson (FH-Breiðablik 3-1, 2010), Amir Mehica (Haukar-Fram 4-3, 2007), Sandor Matus (KA-ÍBV 3-0, 2004) og Þorsteinn Bjarnason (Keflavík-Selfoss 2-1, 1990). Kristján setti einnig nýtt met með því að verða fyrsti markvörðurinn til að verja tvo víti eða fleiri í þremur vítakeppnum. Hann átti áður metið með þeim Bjarna Sigurðssyni (1984 og 1990) og Hauki Bragasyni (1994). KR-ingar hafa sem dæmi farið í eina vítakeppni eftir að Kristján missti sæti sitt í aðalliðinu og sú vítakeppni tapaðist 0-3 á móti Val árið 2007. Vítakeppnir Krisjáns Finnbogasonar í aðalkeppni bikarsins:2012 með Fylki á móti FH Varði 3 af 5 spyrnur, Fylkir vann 3-22006 með KR á móti ÍBV Varði 1 af 4 spyrnum, KR vann 4-22005 með KR á móti Víkingi Varði 2 af 7 spyrnum, KR vann 6-51995 með KR á móti Þór Ak. Varði 2 af 3 spyrnum, KR vann 3-1
Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira