Innlent

Vinni reglubundið samræmda húsnæðisáætlun

Vinnuhópurinn Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra var afhent skýrsla hópsins í gær.
Vinnuhópurinn Guðbjarti Hannessyni velferðarráðherra var afhent skýrsla hópsins í gær.
Velferðarráðuneytið ætti að gera samræmda húsnæðisáætlun fyrir Ísland á fjögurra ára fresti hið minnsta. Í slíkri áætlun þyrfti að meta framboð íbúðarhúsnæðis samkvæmt skipulagsáætlunum sveitarfélaga. Þá þurfi áætlanir fyrir einstaka landshluta að vera í samræmi við líklega fólksfjöldaþróun, áætlaða atvinnuuppbyggingu og fleira sem líklegt er til að hafa áhrif á húsnæðisuppbyggingu.

Þetta er meðal tillagna vinnuhóps um gerð húsnæðisáætlunar sem hefur skilað velferðarráðherra skýrslu með tillögum.

Hópurinn var skipaður í september en hann er einn fimm vinnuhópa sem unnið hafa með tillögur starfshóps um húsnæðisstefnu sem kynntar voru í apríl 2011.

Verkefni vinnuhópanna fimm miðar að því að móta heildstæða húsnæðisstefnu á Íslandi. Markmiðið með gerð slíkrar stefnu er að tryggja landsmönnum fjölbreytta og örugga valkosti í húsnæðismálum.

Sérstök áhersla hefur verið lögð á að efla varanlega leigu- og búseturéttarkosti og stuðla að jöfnuði milli búsetaforma.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×