Alvarlegar áhyggjur af ástandi í Sýrlandi 12. júní 2012 00:30 sprengjuregn í homs Þessi mynd er skjáskot úr myndbandi sem var birt á netinu í gær og sýnir mikinn fjölda sprenginga í borginni Homs. fréttablaðið/ap Að minnsta kosti 52 eru sagðir hafa látist í árásum í Sýrlandi í gær. Kofi Annan, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins vegna Sýrlands, segist hafa alvarlegar áhyggjur af nýjustu ofbeldisöldunni í landinu. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa hafið nýjar árásir á borgina Homs og var sprengjum varpað á borgina í gríð og erg í gær. Þá var ráðist á bæinn al-Haffa af miklum krafti úr lofti, en stjórnvöld eru sögð farin að nota þyrlur í auknum mæli eftir að hafa orðið fyrir mannfalli á jörðu niðri. 29 eru sagðir hafa látið lífið í al-Haffa síðustu daga, allir nema þrír voru almennir borgarar. Bæði í al-Haffa og Homs er mikill fjöldi almennra borgara fastur á heimili sínu vegna árásanna. Þá bárust fréttir af árásum í borginni Douma, auk þess sem fjöldi manna var handtekinn þar um helgina. Uppreisnarmenn segja að fólk hafi verið notað sem mannlegir skildir í árásunum. Annan sagði í yfirlýsingu í gær að ofbeldið í landinu færi vaxandi með auknum átökum stjórnvalda og uppreisnarmanna. Báðar fylkingar hafa undanfarnar vikur hunsað friðaráætlun Annans, sem átti að taka gildi þann 12. apríl. Hann krefst þess að gripið verði til allra mögulegra aðgerða til að koma í veg fyrir að almennir borgarar slasist eða látist í átökunum. Þá krafðist hann þess að stjórnvöld hleyptu eftirlitsmönnum SÞ inn í al-Haffa. Uppreisnarmennirnir í þjóðarráði Sýrlands kusu sér nýjan leiðtoga um helgina. Abdul Basit Sieda varð fyrir valinu, en hann er Kúrdi og býr í Svíþjóð. Sieda kallaði eftir því að yfirvöld í Sýrlandi, Rússlandi og Kína hugsuðu vandlega um ástandið vegna þess að stöðugleiki svæðisins og heimins alls væri í húfi. „Við viljum hvetja þau til að styðja sýrlensku þjóðina." Rússar og Kínverjar hafa komið í veg fyrir harðorðar ályktanir frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Um helgina sagði William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, að ekki væri hægt að útiloka hernaðaríhlutun í Sýrlandi. Ástandið þar væri farið að líkjast ástandinu í aðdraganda Bosníustríðsins á tíunda áratug síðustu aldar. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira
Að minnsta kosti 52 eru sagðir hafa látist í árásum í Sýrlandi í gær. Kofi Annan, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna og Arababandalagsins vegna Sýrlands, segist hafa alvarlegar áhyggjur af nýjustu ofbeldisöldunni í landinu. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa hafið nýjar árásir á borgina Homs og var sprengjum varpað á borgina í gríð og erg í gær. Þá var ráðist á bæinn al-Haffa af miklum krafti úr lofti, en stjórnvöld eru sögð farin að nota þyrlur í auknum mæli eftir að hafa orðið fyrir mannfalli á jörðu niðri. 29 eru sagðir hafa látið lífið í al-Haffa síðustu daga, allir nema þrír voru almennir borgarar. Bæði í al-Haffa og Homs er mikill fjöldi almennra borgara fastur á heimili sínu vegna árásanna. Þá bárust fréttir af árásum í borginni Douma, auk þess sem fjöldi manna var handtekinn þar um helgina. Uppreisnarmenn segja að fólk hafi verið notað sem mannlegir skildir í árásunum. Annan sagði í yfirlýsingu í gær að ofbeldið í landinu færi vaxandi með auknum átökum stjórnvalda og uppreisnarmanna. Báðar fylkingar hafa undanfarnar vikur hunsað friðaráætlun Annans, sem átti að taka gildi þann 12. apríl. Hann krefst þess að gripið verði til allra mögulegra aðgerða til að koma í veg fyrir að almennir borgarar slasist eða látist í átökunum. Þá krafðist hann þess að stjórnvöld hleyptu eftirlitsmönnum SÞ inn í al-Haffa. Uppreisnarmennirnir í þjóðarráði Sýrlands kusu sér nýjan leiðtoga um helgina. Abdul Basit Sieda varð fyrir valinu, en hann er Kúrdi og býr í Svíþjóð. Sieda kallaði eftir því að yfirvöld í Sýrlandi, Rússlandi og Kína hugsuðu vandlega um ástandið vegna þess að stöðugleiki svæðisins og heimins alls væri í húfi. „Við viljum hvetja þau til að styðja sýrlensku þjóðina." Rússar og Kínverjar hafa komið í veg fyrir harðorðar ályktanir frá Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Um helgina sagði William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, að ekki væri hægt að útiloka hernaðaríhlutun í Sýrlandi. Ástandið þar væri farið að líkjast ástandinu í aðdraganda Bosníustríðsins á tíunda áratug síðustu aldar. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Sjá meira