Misskilningur olli leyfisleysi auglýsinga 12. júní 2012 08:00 Lifðu Skiltunum var komið fyrir við fjölfarnar götur af útsendurum Zo-On Iceland. Myndbandi var hlaðið upp á Youtube sem sýndi mennina festa skiltin. Vegagerðin hefur fjarlægt um 100 skilti sem komið var fyrir við fjölfarnar götur í Reykjavík og við þjóðvegi út úr borginni. Skiltin voru hluti af auglýsingaherferð Zo-On Iceland en ekki var sótt um leyfi fyrir þeim. „Það er út frá umferðaröryggissjónarmiðum sem skiltin eru tekin niður," sagði Stefán Erlendsson, lögfræðingur hjá Vegagerðinni. „Þetta er eitthvað sem við viljum ekki hafa inni á vegsvæðinu." Skiltin báru öll skilaboðin „Lifðu" en það er yfirskrift auglýsingaherferðar Zo-On. Herferðin hófst á svokölluðum „teaser" sem birtist í formi skiltanna. Enginn átti að vita hvaðan skiltin voru komin og var myndbandi hlaðið á YouTube sem sýnir menn á tvítugsaldri dreifa skiltunum og festa á staura og brúarhandrið. „Við ætluðum aldrei að stofna öryggi fólks í hættu," segir Halldór Örn Jónsson hjá Zo-On Iceland. „Við viðurkennum þau mistök okkar að fá ekki leyfi fyrir skiltunum." Lögreglan hafði afskipti af skiltamönnum Zo-On og stöðvaði uppsetningu við Kalkofnsveg. „Um leið og við vorum stoppaðir af lögreglunni hættum við þessu algerlega og settum ekki upp neitt meira," bendir Halldór á og segir menn sína hafa tekið niður einhver skilti til viðbótar. Ekki hafi verið hægt að taka þau öll niður. „Klukkan var orðin svo margt að ég gat ekki látið mennina halda áfram að taka niður skiltin." Spurður hvers vegna ekki hafi verið sótt um leyfi segir Halldór að um misskilning hafi verið að ræða. „Það voru smá samskiptaörðugleikar milli okkar og auglýsingastofunnar sem sér um herferðina." Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er mikill brestur á því að sótt sé um leyfi fyrir skiltum við akbrautir. Stefán Erlendsson tekur undir það. „Þetta er dálítið stríð við ýmsa aðila sem eru að setja upp auglýsingar hingað og þangað. Þetta er hugsanlega eitthvað sem við þurfum að athuga hvernig við eigum að bregðast við." Stefán segir auglýsingar við vegi aðeins leyfðar í undantekningartilvikum. „Ástæðan fyrir því að það er amast við þessu er að æskilegast er að hafa sem minnst af skiltum sem trufla athygli ökumanna inni á vegsvæðinu." birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Vegagerðin hefur fjarlægt um 100 skilti sem komið var fyrir við fjölfarnar götur í Reykjavík og við þjóðvegi út úr borginni. Skiltin voru hluti af auglýsingaherferð Zo-On Iceland en ekki var sótt um leyfi fyrir þeim. „Það er út frá umferðaröryggissjónarmiðum sem skiltin eru tekin niður," sagði Stefán Erlendsson, lögfræðingur hjá Vegagerðinni. „Þetta er eitthvað sem við viljum ekki hafa inni á vegsvæðinu." Skiltin báru öll skilaboðin „Lifðu" en það er yfirskrift auglýsingaherferðar Zo-On. Herferðin hófst á svokölluðum „teaser" sem birtist í formi skiltanna. Enginn átti að vita hvaðan skiltin voru komin og var myndbandi hlaðið á YouTube sem sýnir menn á tvítugsaldri dreifa skiltunum og festa á staura og brúarhandrið. „Við ætluðum aldrei að stofna öryggi fólks í hættu," segir Halldór Örn Jónsson hjá Zo-On Iceland. „Við viðurkennum þau mistök okkar að fá ekki leyfi fyrir skiltunum." Lögreglan hafði afskipti af skiltamönnum Zo-On og stöðvaði uppsetningu við Kalkofnsveg. „Um leið og við vorum stoppaðir af lögreglunni hættum við þessu algerlega og settum ekki upp neitt meira," bendir Halldór á og segir menn sína hafa tekið niður einhver skilti til viðbótar. Ekki hafi verið hægt að taka þau öll niður. „Klukkan var orðin svo margt að ég gat ekki látið mennina halda áfram að taka niður skiltin." Spurður hvers vegna ekki hafi verið sótt um leyfi segir Halldór að um misskilning hafi verið að ræða. „Það voru smá samskiptaörðugleikar milli okkar og auglýsingastofunnar sem sér um herferðina." Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er mikill brestur á því að sótt sé um leyfi fyrir skiltum við akbrautir. Stefán Erlendsson tekur undir það. „Þetta er dálítið stríð við ýmsa aðila sem eru að setja upp auglýsingar hingað og þangað. Þetta er hugsanlega eitthvað sem við þurfum að athuga hvernig við eigum að bregðast við." Stefán segir auglýsingar við vegi aðeins leyfðar í undantekningartilvikum. „Ástæðan fyrir því að það er amast við þessu er að æskilegast er að hafa sem minnst af skiltum sem trufla athygli ökumanna inni á vegsvæðinu." birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira