Gullhafi helgarinnar gerir mynsturforrit fyrir iPad 12. júní 2012 09:00 Siggi er þekktur fyrir einstakar teikningar sínar og í næsta mánuði kemur út forrit með 150 slíkum myndum, þar á meðal eftirfarandi mynd, sem notendur geta búið til nýtt mynstur úr. „Þetta er fyrir almenning sem leiðist í ipad-num eða iphone-inum sínum," segir grafíski hönnuðurinn Siggi Eggertsson sem vinnur að fyrsta forritinu sínu ásamt forritaranum og æskuvini sínum Hjalta Jakobssyni. Von er á forritinu um miðjan næsta mánuðinn. „Það má segja að notendur skapi myndir eða mynstur eftir mig sem ég hef ekki búið til," segir Siggi en forritið hefur að geyma 150 myndir eftir hann og blanda handhafar forritsins þeim saman svo úr verður ný mynd. "Þetta er svona mynsturmaskína". Siggi er með mörg járn í eldinum þessa dagana því ásamt þróun forritsins er hann að teikna tíu myndir af áhrifamiklu fólki í tækniiðnaðinum fyrir virta tímaritið Newsweek. „Þetta er fyrir grein um hundrað áhrifamesta fólkið í tækniiðnaðinum og ég er að teikna topp tíu," segir Siggi og bætir við: "Þetta var bara óvænt verkefni. Ég teikna mikið fyrir tímarit og hef sem dæmi unnið fyrir Wallpaper og gerði forsíðuna á Village Voice í byrjun febrúar." Á sama tíma er hann með kynningarefni fyrir Playstation í vinnslu og plötuumslag fyrir þýska raftónlistar plötuútgáfufyrirtækið Bplitch Control. Þessi alþjóðlegu verkefni eru engin nýlunda hjá hönnuðinum sem hefur starfað sjálfstætt í Berlín frá árinu 2008 og unnið fyrir þekkt fyrirtæki á borð við Coca Cola, Nike, Nokia og Mulberry.Síðasta laugardag varð Siggi fyrstur Íslendinga til að vinna gullverðlaun á ADC*E, einni stærstu hönnunarkeppni heims. Verðlaunin voru í flokki myndskreytinga og ljósmynda og veitt fyrir herferð hans sem unnin var í sameiningu við Jónsson & Le'macks fyrir fyrirtækjasvið Landsbankans. Alls var valið úr 971 verkum frá 23 Evrópulöndum og 29 þeirra hlutu gullverðlaun. Tvenn silfurverðlaun féllu í skaut Íslendinga. Það voru meðlimir LetterPress, þær Hildur Sigurðardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir, sem hlutu viðurkenningu í flokki grafískrar hönnunar fyrir kynningarefnið Bland í búnti. Að sama skapi var hópurinn RVK Design Lab verðlaunaður í flokki annars konar hönnunar fyrir herferð sína Filmnd fyrir Reykjavík Film Festival. Verkin fá með þessu þátttökurétt í stærri hönnunarkeppni sem heitir The Cup en þátttaka fæst með viðurkenningu á einni af fjórum álfu-keppnum í hönnun. Áhugsamir geta skoðað verkefni Sigga á vefsíðu hans siggieggertsson.com. hallfridur@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
„Þetta er fyrir almenning sem leiðist í ipad-num eða iphone-inum sínum," segir grafíski hönnuðurinn Siggi Eggertsson sem vinnur að fyrsta forritinu sínu ásamt forritaranum og æskuvini sínum Hjalta Jakobssyni. Von er á forritinu um miðjan næsta mánuðinn. „Það má segja að notendur skapi myndir eða mynstur eftir mig sem ég hef ekki búið til," segir Siggi en forritið hefur að geyma 150 myndir eftir hann og blanda handhafar forritsins þeim saman svo úr verður ný mynd. "Þetta er svona mynsturmaskína". Siggi er með mörg járn í eldinum þessa dagana því ásamt þróun forritsins er hann að teikna tíu myndir af áhrifamiklu fólki í tækniiðnaðinum fyrir virta tímaritið Newsweek. „Þetta er fyrir grein um hundrað áhrifamesta fólkið í tækniiðnaðinum og ég er að teikna topp tíu," segir Siggi og bætir við: "Þetta var bara óvænt verkefni. Ég teikna mikið fyrir tímarit og hef sem dæmi unnið fyrir Wallpaper og gerði forsíðuna á Village Voice í byrjun febrúar." Á sama tíma er hann með kynningarefni fyrir Playstation í vinnslu og plötuumslag fyrir þýska raftónlistar plötuútgáfufyrirtækið Bplitch Control. Þessi alþjóðlegu verkefni eru engin nýlunda hjá hönnuðinum sem hefur starfað sjálfstætt í Berlín frá árinu 2008 og unnið fyrir þekkt fyrirtæki á borð við Coca Cola, Nike, Nokia og Mulberry.Síðasta laugardag varð Siggi fyrstur Íslendinga til að vinna gullverðlaun á ADC*E, einni stærstu hönnunarkeppni heims. Verðlaunin voru í flokki myndskreytinga og ljósmynda og veitt fyrir herferð hans sem unnin var í sameiningu við Jónsson & Le'macks fyrir fyrirtækjasvið Landsbankans. Alls var valið úr 971 verkum frá 23 Evrópulöndum og 29 þeirra hlutu gullverðlaun. Tvenn silfurverðlaun féllu í skaut Íslendinga. Það voru meðlimir LetterPress, þær Hildur Sigurðardóttir og Ólöf Birna Garðarsdóttir, sem hlutu viðurkenningu í flokki grafískrar hönnunar fyrir kynningarefnið Bland í búnti. Að sama skapi var hópurinn RVK Design Lab verðlaunaður í flokki annars konar hönnunar fyrir herferð sína Filmnd fyrir Reykjavík Film Festival. Verkin fá með þessu þátttökurétt í stærri hönnunarkeppni sem heitir The Cup en þátttaka fæst með viðurkenningu á einni af fjórum álfu-keppnum í hönnun. Áhugsamir geta skoðað verkefni Sigga á vefsíðu hans siggieggertsson.com. hallfridur@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira