Þóra heillaðist af krafti Grindavíkur 14. júní 2012 03:00 Þóra Arnórsdóttir heilsaði upp á yngstu kynslóð Grindvíkinga, sem beið í röð eftir að fá að heilsa forsetaframbjóðandanum. Fréttablaðið/Anton Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi hélt framboðsfund á Sjómannastofunni Vör í Grindavík á dögunum. Á framboðsfundinum var Þóru gefið orkerað hálsmen, eftir listakonuna Toggu, en hálsmenið ber nafnið Brynja. „Það er nú einnmitt í svona baráttu sem maður þarf stundum á brynju að halda," sagði Þóra þegar hún tók við gripnum. Þóra sagðist heilluð af Grindavík, en fyrir fundinn höfðu stuðningsmenn Þóru farið með hana í kynningarferð um plássið. „Það er greinilegt að hér er rífandi uppgangur og vonandi eitthvað sem mun smitast víðar um landið, það er að segja þessi jákvæðni og kraftur sem maður finnur fyrir," sagði Þóra. Þóra sagði álíka þankagang þurfa í meiri mæli í íslenskt samfélag. „Við megum ekki gleyma okkur of mikið í því sem hefur verið gert eða ekki gert síðustu árin, því við erum að kjósa forseta fyrir þau fjögur næstu. Við verðum að horfa fram á við." Þóra kynnti einnig hugmyndir sínar um forsetaembættið, en hún sagðist hafa íhaldssamari og hefðbundnari sýn á forsetaembættið en margir. „Mér finnst það vera hans helsta hlutverk að vera sameiningarafl inn á við, að vera ópólitískur og taka ekki þátt í hinum daglegu pólitísku þrætum. Forsetinn á þó að vera í góðum tengslum við stjórnmálamenn og láta þá alla njóta sannmælis, sama hvar í flokki þeir standa." Þóra svaraði einnig gagnrýni sem hún hefur fundið fyrir. „Fólk er mikið að velta fyrir sér þessari litlu þarna í barnabílstólnum, hvort ég ætli að vera í fæðingarorlofi fram að áramótum, eða fram að næstum kosningum en svo er ekki," sagði Þóra og benti á nýfædda dóttur sína sem lá í barnabílstól hjá föður sínum. „Sá sem býður sig fram til embættis forseta Íslands tekur við því á tilsettum tíma eða 1. ágúst." katrin@frettabladid.is Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi hélt framboðsfund á Sjómannastofunni Vör í Grindavík á dögunum. Á framboðsfundinum var Þóru gefið orkerað hálsmen, eftir listakonuna Toggu, en hálsmenið ber nafnið Brynja. „Það er nú einnmitt í svona baráttu sem maður þarf stundum á brynju að halda," sagði Þóra þegar hún tók við gripnum. Þóra sagðist heilluð af Grindavík, en fyrir fundinn höfðu stuðningsmenn Þóru farið með hana í kynningarferð um plássið. „Það er greinilegt að hér er rífandi uppgangur og vonandi eitthvað sem mun smitast víðar um landið, það er að segja þessi jákvæðni og kraftur sem maður finnur fyrir," sagði Þóra. Þóra sagði álíka þankagang þurfa í meiri mæli í íslenskt samfélag. „Við megum ekki gleyma okkur of mikið í því sem hefur verið gert eða ekki gert síðustu árin, því við erum að kjósa forseta fyrir þau fjögur næstu. Við verðum að horfa fram á við." Þóra kynnti einnig hugmyndir sínar um forsetaembættið, en hún sagðist hafa íhaldssamari og hefðbundnari sýn á forsetaembættið en margir. „Mér finnst það vera hans helsta hlutverk að vera sameiningarafl inn á við, að vera ópólitískur og taka ekki þátt í hinum daglegu pólitísku þrætum. Forsetinn á þó að vera í góðum tengslum við stjórnmálamenn og láta þá alla njóta sannmælis, sama hvar í flokki þeir standa." Þóra svaraði einnig gagnrýni sem hún hefur fundið fyrir. „Fólk er mikið að velta fyrir sér þessari litlu þarna í barnabílstólnum, hvort ég ætli að vera í fæðingarorlofi fram að áramótum, eða fram að næstum kosningum en svo er ekki," sagði Þóra og benti á nýfædda dóttur sína sem lá í barnabílstól hjá föður sínum. „Sá sem býður sig fram til embættis forseta Íslands tekur við því á tilsettum tíma eða 1. ágúst." katrin@frettabladid.is
Forsetakosningar 2012 Fréttir Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Sviptir Harris vernd Erlent Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Innlent Fleiri fréttir Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Sjá meira