OR einbeiti sér að kjarnastarfsemi 15. júní 2012 05:30 Bjarni Bjarnason Uppstokkun í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) er lokið en glíman við skuldastabba fyrirtækisins heldur áfram. Þetta sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, á opnum ársfundi fyrirtækisins í gær. Á fundinum gerði Bjarni grein fyrir þeim hagræðingaraðgerðum sem fyrirtækið hefur lagst í á síðustu misserum vegna þungrar skuldastöðu fyrirtækisins. Hafa þær aðgerðir verið unnar samkvæmt áætlun sem nefnist „Planið" og hefur það að markmiði að ná fram sparnaði sem nemur rétt rúmum 50 milljörðum króna til ársins 2016. Felst áætlunin meðal annars í hagræðingu í rekstri, sölu eigna og frestun fjárfestinga. Bjarni sagði árið 2011 sennilega mesta breytingaár í sögu OR. Hefði fyrirtækið sett sér það markmið að bæta sjóðflæði um 11,9 milljarða á árinu en tekist hefði að bæta það um 12,7 milljarða þrátt fyrir óhagstæða þróun ytri breyta. Sérstaka athygli vekur að rekstrarkostnaður var lækkaður um tæpar 750 milljónir sem er langt umfram markmið stjórnar sem hljóðaði upp á 300 milljónir. Þá sagði Bjarni mikilvægast fyrir OR að snúa aftur til uppruna fyrirtækisins. Það þurfi að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni sem felist í að sinna hlutverki vatns-, rafmagns-, hita- og fráveita fyrir íbúa eigendasveitarfélaganna. Allt annað sé OR í grunninn óviðkomandi.- mþl Fréttir Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Uppstokkun í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) er lokið en glíman við skuldastabba fyrirtækisins heldur áfram. Þetta sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, á opnum ársfundi fyrirtækisins í gær. Á fundinum gerði Bjarni grein fyrir þeim hagræðingaraðgerðum sem fyrirtækið hefur lagst í á síðustu misserum vegna þungrar skuldastöðu fyrirtækisins. Hafa þær aðgerðir verið unnar samkvæmt áætlun sem nefnist „Planið" og hefur það að markmiði að ná fram sparnaði sem nemur rétt rúmum 50 milljörðum króna til ársins 2016. Felst áætlunin meðal annars í hagræðingu í rekstri, sölu eigna og frestun fjárfestinga. Bjarni sagði árið 2011 sennilega mesta breytingaár í sögu OR. Hefði fyrirtækið sett sér það markmið að bæta sjóðflæði um 11,9 milljarða á árinu en tekist hefði að bæta það um 12,7 milljarða þrátt fyrir óhagstæða þróun ytri breyta. Sérstaka athygli vekur að rekstrarkostnaður var lækkaður um tæpar 750 milljónir sem er langt umfram markmið stjórnar sem hljóðaði upp á 300 milljónir. Þá sagði Bjarni mikilvægast fyrir OR að snúa aftur til uppruna fyrirtækisins. Það þurfi að einbeita sér að kjarnastarfsemi sinni sem felist í að sinna hlutverki vatns-, rafmagns-, hita- og fráveita fyrir íbúa eigendasveitarfélaganna. Allt annað sé OR í grunninn óviðkomandi.- mþl
Fréttir Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira