Pétur Jóhann og Þorsteinn saman í nýjum þáttum 15. júní 2012 10:00 Gott teymi Pétur Jóhann Sigfússon og Þorsteinn Guðmundsson leiða saman hesta sína í nýjum gamanþáttum en landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson verður þeim innan handar í skrifunum og leikstýrir. Þættirnir eiga að vera í líkingu við Seinfeld og Klovn. „Við erum bara mjög spenntir og setjum markið hátt," segir leikarinn Þorsteinn Guðmundsson en hann og grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon vinna nú að gerð nýrra gamanþátta. Þættirnir eru gamanþættir með söguþræði í anda sjónvarpsþáttanna vinsælu Seinfeld og Klovn. Aðalhlutverkin eru í höndunum á Pétri Jóhanni og Þorsteini en þættirnir hafa verið í bígerð í dágóðan tíma. Þorsteinn segir að ekkert vinnuheiti sé ennþá komið en búið er að taka upp einn prufuþátt, eða svokallaðan „pilot", sem mældist vel fyrir. „Þetta gekk vel en ég hef aldrei gert prufuþátt nánast í fullri lengd. Prufuþátturinn var gerður til að sjá hvernig karakterarnir og aðstæður unnu saman. Það var gott því þá gátum við séð hvað var að virka og hvað ekki og mér sýndist flestir hafa gaman af," segir Þorsteinn en hann og Pétur Jóhann hefjast handa við skriftir í haust ásamt markverðinum knáa Hannesi Þór Halldórssyni sem leikstýrir þáttunum. „Hann verður okkur innan handar í skrifunum og svo stefnum við á að fara í tökur næsta vor." Þættirnir hafa verið í þróun af Saga Film í samvinnu við Stöð 2 en Þorsteinn vill ekki gefa of mikið uppi varðandi söguþráðinn sjálfan. Hann segir karakterana þó að miklum hluta byggða á þeim sjálfum. „Söguþráðurinn er ennþá í þróun. Við Pétur verðum að nota sumarið til að fara ofan í okkar sálarfylgsni og göngum aðeins lengra en venjulega. Við ætlum að kanna okkar svörtustu sálarhliðar og draga fram atburði og það sem við höfum lent í í lífinu," segir Þorsteinn en hann og Pétur eru góðir vinir og þeir hafa verið með uppistand í Gamla Bíói undanfarna mánuði. „Ég er ekki viss um að við höfum leikið saman áður en við höfum grínað mikið saman og haldið ágætis sambandi. Við eigum vel saman og hlökkum mikið til samstarfsins næsta haust." alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„Við erum bara mjög spenntir og setjum markið hátt," segir leikarinn Þorsteinn Guðmundsson en hann og grínistinn Pétur Jóhann Sigfússon vinna nú að gerð nýrra gamanþátta. Þættirnir eru gamanþættir með söguþræði í anda sjónvarpsþáttanna vinsælu Seinfeld og Klovn. Aðalhlutverkin eru í höndunum á Pétri Jóhanni og Þorsteini en þættirnir hafa verið í bígerð í dágóðan tíma. Þorsteinn segir að ekkert vinnuheiti sé ennþá komið en búið er að taka upp einn prufuþátt, eða svokallaðan „pilot", sem mældist vel fyrir. „Þetta gekk vel en ég hef aldrei gert prufuþátt nánast í fullri lengd. Prufuþátturinn var gerður til að sjá hvernig karakterarnir og aðstæður unnu saman. Það var gott því þá gátum við séð hvað var að virka og hvað ekki og mér sýndist flestir hafa gaman af," segir Þorsteinn en hann og Pétur Jóhann hefjast handa við skriftir í haust ásamt markverðinum knáa Hannesi Þór Halldórssyni sem leikstýrir þáttunum. „Hann verður okkur innan handar í skrifunum og svo stefnum við á að fara í tökur næsta vor." Þættirnir hafa verið í þróun af Saga Film í samvinnu við Stöð 2 en Þorsteinn vill ekki gefa of mikið uppi varðandi söguþráðinn sjálfan. Hann segir karakterana þó að miklum hluta byggða á þeim sjálfum. „Söguþráðurinn er ennþá í þróun. Við Pétur verðum að nota sumarið til að fara ofan í okkar sálarfylgsni og göngum aðeins lengra en venjulega. Við ætlum að kanna okkar svörtustu sálarhliðar og draga fram atburði og það sem við höfum lent í í lífinu," segir Þorsteinn en hann og Pétur eru góðir vinir og þeir hafa verið með uppistand í Gamla Bíói undanfarna mánuði. „Ég er ekki viss um að við höfum leikið saman áður en við höfum grínað mikið saman og haldið ágætis sambandi. Við eigum vel saman og hlökkum mikið til samstarfsins næsta haust." alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira