Hrunið í hægri endursýningu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 18. júní 2012 06:00 Líklega telur alvaldið mig tiltölulega tregan nemanda í lífsins skóla því eftir að hafa upplifað hrunið heima á Íslandi árið 2008 sit ég nú sama kúrs hér á Spáni fjórum árum síðar. Reyndar var farið gríðarlega hratt yfir námsefnið á Íslandi, þetta var spíttbraut frekar en hraðbraut, en það gerir ekkert til því nú fæ ég tækifæri til að fara yfir allt aftur í hægri endursýningu. Ég er ekki kominn langt, nú er spánska útgáfan af Sigurjóni líklegast að stinga upp í sig snúði. Ég vona bara að einhver skáldmæltur maður, á við hann Össur, sé viðstaddur svo þessu verði nú gerð góð skil í rannsóknarskýrslunni sem eflaust verður á kennsluskránni. Það sem veldur mér mestum áhyggjum er að ég er ekki að skilja þetta, eins og unglingarnir myndu segja. Þetta byrjar alltaf á því að þjóð er að upplifa mestu hagsældartíma sögu sinnar en svo, rétt eins og annarlegri hönd sé veifað, verður sjóðurinn að skuldum. Það sem gerist þarna í millitíðinni er ofar mínum skilningi. Allt í einu er eins og bankarnir verði illkynja og allt sem nálægt þeim er breytist í skratta og skömm. Allar auðlindirnar, sem skópu auðinn, eru enn á sínum stað en sjóðurinn hverfur í svo djúpan vasa að enginn sér hvar hann endar. Annað sem ég á bágt með að skilja er kokhreysti bankamanna. Í síðasta tíma, til dæmis, sagði Rodrigo Rato, bankastjóri Bankia, af sér. Við það tækifæri sagðist hann vart vita banka sem stæði traustari fótum. Fyrsta verk nýs bankastjóra, José Ignacio Goirigolzarri, var að biðja ríkið um tuttugu og fjögurra billjóna evra endurfjármögnun, eins og það er kallað. Það var sjálfsagt mál þó búið sé að skera spænska alþýðu inn að beini í heiftarlegum niðurskurði og þótt rúmar fimm milljónir manna og kvenna arki strætin. Mér sýnist ég vera nauðbeygður til að snúa Kalla við í gröfinni og álykta sem svo að auðurinn lendi hjá stétt fólks sem kunni ekki með hann að fara. En frekar en að horfast í augu við þá staðreynd þá einblínir þetta fólk á leiðir til að viðhalda stöðu sinni í hægindunum á toppnum og við höfum séð að þar eru þeim hæg heimatökin. Ég vona þó að einhverjir komu vitinu fyrir gullkeðjuliðið því ég er ekki að nenna að sitja þennan kúrs einn ganginn enn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Líklega telur alvaldið mig tiltölulega tregan nemanda í lífsins skóla því eftir að hafa upplifað hrunið heima á Íslandi árið 2008 sit ég nú sama kúrs hér á Spáni fjórum árum síðar. Reyndar var farið gríðarlega hratt yfir námsefnið á Íslandi, þetta var spíttbraut frekar en hraðbraut, en það gerir ekkert til því nú fæ ég tækifæri til að fara yfir allt aftur í hægri endursýningu. Ég er ekki kominn langt, nú er spánska útgáfan af Sigurjóni líklegast að stinga upp í sig snúði. Ég vona bara að einhver skáldmæltur maður, á við hann Össur, sé viðstaddur svo þessu verði nú gerð góð skil í rannsóknarskýrslunni sem eflaust verður á kennsluskránni. Það sem veldur mér mestum áhyggjum er að ég er ekki að skilja þetta, eins og unglingarnir myndu segja. Þetta byrjar alltaf á því að þjóð er að upplifa mestu hagsældartíma sögu sinnar en svo, rétt eins og annarlegri hönd sé veifað, verður sjóðurinn að skuldum. Það sem gerist þarna í millitíðinni er ofar mínum skilningi. Allt í einu er eins og bankarnir verði illkynja og allt sem nálægt þeim er breytist í skratta og skömm. Allar auðlindirnar, sem skópu auðinn, eru enn á sínum stað en sjóðurinn hverfur í svo djúpan vasa að enginn sér hvar hann endar. Annað sem ég á bágt með að skilja er kokhreysti bankamanna. Í síðasta tíma, til dæmis, sagði Rodrigo Rato, bankastjóri Bankia, af sér. Við það tækifæri sagðist hann vart vita banka sem stæði traustari fótum. Fyrsta verk nýs bankastjóra, José Ignacio Goirigolzarri, var að biðja ríkið um tuttugu og fjögurra billjóna evra endurfjármögnun, eins og það er kallað. Það var sjálfsagt mál þó búið sé að skera spænska alþýðu inn að beini í heiftarlegum niðurskurði og þótt rúmar fimm milljónir manna og kvenna arki strætin. Mér sýnist ég vera nauðbeygður til að snúa Kalla við í gröfinni og álykta sem svo að auðurinn lendi hjá stétt fólks sem kunni ekki með hann að fara. En frekar en að horfast í augu við þá staðreynd þá einblínir þetta fólk á leiðir til að viðhalda stöðu sinni í hægindunum á toppnum og við höfum séð að þar eru þeim hæg heimatökin. Ég vona þó að einhverjir komu vitinu fyrir gullkeðjuliðið því ég er ekki að nenna að sitja þennan kúrs einn ganginn enn.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun