Knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen var staddur uppi á Akranesi um helgina þar sem Norðurálsmót 7. flokks í fótbolta fór fram. Eiður Smári stóð á hliðarlínunni og hvatti yngsta son sinn, Daníel, áfram en hann keppti fyrir hönd HK.
Eiður Smári er búsettur ásamt fjölskyldu sinni í Aþenu þar sem hann spilar fyrir AEK Aþenu en nýtti einnig tímann á Íslandi til að sletta úr klaufunum. Til hans sást á skemmtistaðnum B5 á föstudagskvöldið ásamt útvarpsmanninum Auðuni Blöndal, Agli Einarssyni og yngri félögum sínum í íslenska landsliðinu þeim Jóhanni Berg Guðmundssyni og Kolbeini Sigþórssyni.
Eiður Smári á hliðarlínunni upp á Skaga
