Veigar Páll: Finnst ég eigi að spila hvern einasta leik hérna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. júní 2012 10:00 Veigar Páll er ekki enn kominn á blað í norska boltanum á þessari leiktíð. Mynd/Anton Veigar Páll Gunnarsson hefur átt erfitt uppdráttar hjá liðinu sínu, Vålerenga, á tímabilinu. Hann hefur aðeins tekið þátt í sex af þrettán leikjum liðsins og er ekki enn kominn á blað. „Ég hef lítið fengið að spila en er að vinna í því að breyta þeim hlutum," sagði Veigar Páll en hann meiddist á undirbúningstímabilinu og var ekki í leikformi í upphafi leiktíðar. „Ég og þjálfarinn ákváðum að gefa mér tíma til þess að komast í leikform. Ég gerði það á mánuði og komst í hörkuform. Ég sat samt enn á bekknum eftir það. Það er engin sérstök ástæða fyrir því." Veigar segir að samstarf sitt og þjálfarans sé engu að síður gott og að þjálfarinn hafi ekki misst traust á honum. „Hann segir það að minnsta kosti. Við erum með stóran hóp en mér finnst persónulega að ég eigi að spila hvern einasta leik hérna. Það er samt allt gott á milli okkar þjálfarans. Hann velur menn á undan mér en ég hef verið í liðinu í síðustu tveimur leikjum þannig að þetta er að koma." Sóknarmaðurinn segir það aldrei hafa komið til greina að kasta inn hvíta handklæðinu og koma heim. „Ég er sáttur hérna þrátt fyrir allt. Ég stefni á að vera í Noregi í tvö til þrjú ár í viðbót. Svo kem ég heim og spila fótbolta þar áður en ég hætti," sagði Veigar Páll en er alveg klárt að hann fari þá í Stjörnuna er hann kemur heim? „Það verður gaman að koma heim og spila fótbolta þar. Ég vil ekki missa af því. Það er líklegast að ég fari í Stjörnuna en ég þori ekki að staðfesta það. Ég er líka mikill KR-ingur þannig að ég spila líklegast með öðru hvoru liðinu þegar ég kem heim." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson hefur átt erfitt uppdráttar hjá liðinu sínu, Vålerenga, á tímabilinu. Hann hefur aðeins tekið þátt í sex af þrettán leikjum liðsins og er ekki enn kominn á blað. „Ég hef lítið fengið að spila en er að vinna í því að breyta þeim hlutum," sagði Veigar Páll en hann meiddist á undirbúningstímabilinu og var ekki í leikformi í upphafi leiktíðar. „Ég og þjálfarinn ákváðum að gefa mér tíma til þess að komast í leikform. Ég gerði það á mánuði og komst í hörkuform. Ég sat samt enn á bekknum eftir það. Það er engin sérstök ástæða fyrir því." Veigar segir að samstarf sitt og þjálfarans sé engu að síður gott og að þjálfarinn hafi ekki misst traust á honum. „Hann segir það að minnsta kosti. Við erum með stóran hóp en mér finnst persónulega að ég eigi að spila hvern einasta leik hérna. Það er samt allt gott á milli okkar þjálfarans. Hann velur menn á undan mér en ég hef verið í liðinu í síðustu tveimur leikjum þannig að þetta er að koma." Sóknarmaðurinn segir það aldrei hafa komið til greina að kasta inn hvíta handklæðinu og koma heim. „Ég er sáttur hérna þrátt fyrir allt. Ég stefni á að vera í Noregi í tvö til þrjú ár í viðbót. Svo kem ég heim og spila fótbolta þar áður en ég hætti," sagði Veigar Páll en er alveg klárt að hann fari þá í Stjörnuna er hann kemur heim? „Það verður gaman að koma heim og spila fótbolta þar. Ég vil ekki missa af því. Það er líklegast að ég fari í Stjörnuna en ég þori ekki að staðfesta það. Ég er líka mikill KR-ingur þannig að ég spila líklegast með öðru hvoru liðinu þegar ég kem heim."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira