Fjölbreytt fullorðinspopp Trausti Júlíusson skrifar 28. júní 2012 10:00 Matur fyrir tvo með Melchior. Tónlist. Melchior. Matur fyrir tvo. Hljómsveitin Melchior starfaði upphaflega á áttunda áratugnum, en kom saman fyrir nokkrum árum og tók upp plötuna Melchior sem kom út fyrir þremur árum. Nú er sveitin búin að gera plötu númer tvö á þessu seinna skeiði og það er auðheyrt á laga- og textasmíðunum á Matur fyrir tvo að meðlimir hennar þjást ekki af skrifteppu. Það eru fjórtán lög á plötunni og þau standa öll vel fyrir sínu. Eins og fyrr á Hilmar Oddsson mest grípandi lögin, til dæmis Ugluna og Svona eru útlönd, en styrkur Melchiors, og plötunnar, er að þeir Hilmar, Karl Roth og Hróðmar I. Sigurbjörnsson semja ólík lög og þó að lög hinna tveggja síðarnefndu séu ekki jafn melódísk og grípandi, þá eru þau engu síðri. Lagið Gaman eftir Karl er til að mynda frábært og það sama má segja um Spriklandi vor, Sveitin svífur hjá og Þetta kvöld Hróðmars. Tónlist Melchiors er dannað fullorðinspopp. Hún einkennist meðal annars af hljóðfæraskipaninni og útsetningunum. Melchior notar rafmagnshljóðfærin sparlega, en auk píanós, bassa (oft kontrabassa), gítara og slagverks, eru strengir í nokkrum lögum og básúnuleikur í upphafslaginu. Þá radda meðlimirnir oft skemmtilega. Útsetningarnar eru nettar og snyrtilegar, tónlistin fær að anda og það heyrist vel í öllum hljóðfærunum. Lögin eru líka flest frekar hæg. Einhver kallaði þetta kammerpopp og það er ágæt nafngift. Á heildina litið er Matur fyrir tvo fín fullorðinspoppplata. Hún er heilsteyptari og betri heldur en síðasta plata. Niðurstaða: Fjölbreytt og fáguð fullorðinspoppplata frá þessari gömlu MR-sveit. Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Tónlist. Melchior. Matur fyrir tvo. Hljómsveitin Melchior starfaði upphaflega á áttunda áratugnum, en kom saman fyrir nokkrum árum og tók upp plötuna Melchior sem kom út fyrir þremur árum. Nú er sveitin búin að gera plötu númer tvö á þessu seinna skeiði og það er auðheyrt á laga- og textasmíðunum á Matur fyrir tvo að meðlimir hennar þjást ekki af skrifteppu. Það eru fjórtán lög á plötunni og þau standa öll vel fyrir sínu. Eins og fyrr á Hilmar Oddsson mest grípandi lögin, til dæmis Ugluna og Svona eru útlönd, en styrkur Melchiors, og plötunnar, er að þeir Hilmar, Karl Roth og Hróðmar I. Sigurbjörnsson semja ólík lög og þó að lög hinna tveggja síðarnefndu séu ekki jafn melódísk og grípandi, þá eru þau engu síðri. Lagið Gaman eftir Karl er til að mynda frábært og það sama má segja um Spriklandi vor, Sveitin svífur hjá og Þetta kvöld Hróðmars. Tónlist Melchiors er dannað fullorðinspopp. Hún einkennist meðal annars af hljóðfæraskipaninni og útsetningunum. Melchior notar rafmagnshljóðfærin sparlega, en auk píanós, bassa (oft kontrabassa), gítara og slagverks, eru strengir í nokkrum lögum og básúnuleikur í upphafslaginu. Þá radda meðlimirnir oft skemmtilega. Útsetningarnar eru nettar og snyrtilegar, tónlistin fær að anda og það heyrist vel í öllum hljóðfærunum. Lögin eru líka flest frekar hæg. Einhver kallaði þetta kammerpopp og það er ágæt nafngift. Á heildina litið er Matur fyrir tvo fín fullorðinspoppplata. Hún er heilsteyptari og betri heldur en síðasta plata. Niðurstaða: Fjölbreytt og fáguð fullorðinspoppplata frá þessari gömlu MR-sveit.
Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fleiri fréttir Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira