Gítar Skálmaldar boðinn upp 29. júní 2012 15:00 „Við þungarokkararnir getum líka látið gott af okkur leiða," segir Þráinn Árni Baldvinsson úr rokksveitinni Skálmöld. Handsmíðaður gítar af tegundinni Fender sem Þráinn ætlar að spila á í sumar, meðal annars í Þýskalandi og á hátíðinni Eistnaflugi, verður seldur á uppboði í á tónleikunum Rokkjötnar í Kaplakrika í september. Allur ágóðinn rennur til samtakanna Blátt áfram. Listakonan Ýrr Baldursdóttir tók að sér að skreyta gítarinn endurgjaldslaust. „Hún fílar Skálmöld og hún var mjög ánægð með að fá að skreyta gítarinn í tengslum við það sem við erum að gera," segir Þráinn. Á gítarnum verða tilvísanir í plötuna Baldur og væntanlega plötu Skálmaldar sem fjallar um börn Loka. Hljóðfærahúsið og Fender gefa gítarinn en verkefnið er unnið í samstarfi við Tuborg. „Mér finnst þetta ótrúlegur heiður. Það er svolítið sérstök tilfinning að einhver vilji græja fyrir mann gítar og síðan bjóða hann upp," segir Þráinn. „Við ætlum að safna fyrir gott málefni og ef einhvern virkilega vantar gítar þá er algjörlega málið að bjóða í þennan sérhannaða gítar. Við létum græja hann í Bandaríkjunum og eftir að ég prófaði hann vildi ég ekki sleppa honum. Ætli ég verði ekki að bjóða sjálfur í hann." - fb Tónlist Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við þungarokkararnir getum líka látið gott af okkur leiða," segir Þráinn Árni Baldvinsson úr rokksveitinni Skálmöld. Handsmíðaður gítar af tegundinni Fender sem Þráinn ætlar að spila á í sumar, meðal annars í Þýskalandi og á hátíðinni Eistnaflugi, verður seldur á uppboði í á tónleikunum Rokkjötnar í Kaplakrika í september. Allur ágóðinn rennur til samtakanna Blátt áfram. Listakonan Ýrr Baldursdóttir tók að sér að skreyta gítarinn endurgjaldslaust. „Hún fílar Skálmöld og hún var mjög ánægð með að fá að skreyta gítarinn í tengslum við það sem við erum að gera," segir Þráinn. Á gítarnum verða tilvísanir í plötuna Baldur og væntanlega plötu Skálmaldar sem fjallar um börn Loka. Hljóðfærahúsið og Fender gefa gítarinn en verkefnið er unnið í samstarfi við Tuborg. „Mér finnst þetta ótrúlegur heiður. Það er svolítið sérstök tilfinning að einhver vilji græja fyrir mann gítar og síðan bjóða hann upp," segir Þráinn. „Við ætlum að safna fyrir gott málefni og ef einhvern virkilega vantar gítar þá er algjörlega málið að bjóða í þennan sérhannaða gítar. Við létum græja hann í Bandaríkjunum og eftir að ég prófaði hann vildi ég ekki sleppa honum. Ætli ég verði ekki að bjóða sjálfur í hann." - fb
Tónlist Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning