Við borgum líka Ólafur Þ. Stephensen skrifar 30. júní 2012 06:00 Sú mýta er vinsæl, ekki sízt í útlöndum, að íslenzkir skattgreiðendur hafi ekki þurft að punga neinu út til að halda bönkum á floti, eins og almenningur í ótal mörgum öðrum ríkjum þarf að gera. Þetta á víst að vera ein skýringin á nýja, íslenzka efnahagsundrinu. Ýmsir málsmetandi fulltrúar íslenzkrar stjórnmálastéttar hafa ýtt undir mýtuna, sem draga má saman í fleygum orðum: Við borgum ekki skuldir óreiðumanna. Vissulega ábyrgðist íslenzka ríkið ekki skuldir bankanna, enda var það ósköp einfaldlega ómögulegt; þær námu nífaldri landsframleiðslu. Erlendir lánveitendur bankanna voru látnir taka á sig gríðarlegt högg. Hins vegar er það vægast sagt ofmælt að íslenzkir skattgreiðendur hafi ekki þurft að gjalda fyrir vitlausar ákvarðanir í bankakerfinu fyrir hrun. Ríkisendurskoðun gaf í vikunni út skýrslu um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og -stofnanir eftir hrun. Hún er samantekt á upplýsingum um fjárútlát, lán og ábyrgðir skattgreiðenda vegna fjármálafyrirtækja í vandræðum. Ríkisendurskoðun bendir á að þessar skuldbindingar skattgreiðenda séu svo ólíks eðlis að ekki sé hægt að nefna eina samtölu um það hvað sameiginlegur sjóður landsmanna hefur lagt út í þágu fjármálafyrirtækjanna, það myndi gefa villandi mynd af stöðunni. Út úr samantektinni má þó lesa að við borgum dágóðan slatta fyrir óreiðumenn. Eiginfjárframlag skattgreiðenda til nýju bankanna þriggja nemur 138,2 milljörðum og víkjandi lán til þeirra 57,3 milljörðum. Þessum peningum var sennilega skynsamlega varið til að halda bankastarfseminni gangandi og líklegt er að ríkið nái þeim til baka í gegnum arð og sölu á hlut sínum í bönkunum. Aðrar ákvarðanir, sem hafa reynzt skattgreiðendum fokdýrar, eru umdeilanlegri. Seðlabankinn og ríkissjóður töpuðu 267 milljörðum vegna lána til bankanna fyrir hrun (þegar Seðlabankinn vissi, að eigin sögn, að þeir voru á leiðinni á hausinn). Ríkisendurskoðun telur enn ekki unnt að meta hvort eitthvað innheimtist af kröfum á móti þessum töpuðu peningum. Við töpum 25 milljörðum á SpKef og 1,7 milljörðum á minni sparisjóðum. Kröfur á VBS, Aska og Saga Capital, samtals 52 milljarðar, telur Ríkisendurskoðun tapaðar. Þessum fyrirtækjum kom ríkið til aðstoðar með einum eða öðrum hætti eftir hrun en tókst ekki að bjarga neinu þeirra. Er þá margt ótalið úr samantektinni. Önnur vinsæl mýta er að með því að hafna tveimur Icesave-samningum sem forseti Íslands vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu hafi íslenzkir skattgreiðendur komið af sér þeirri áþján að borga fyrir óreiðumennina sem settu Landsbankann á hausinn. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur það rétta skýrt í ljós: Icesave-málinu er ekki lokið. „Þar sem ekki tókst að ljúka málinu með samningum mun niðurstaða þess ráðast fyrir EFTA-dómstólnum. Aðilar munu engu að síður þurfa að semja sín á milli um endurgreiðslu og vexti verði niðurstaða málsins íslenskum stjórnvöldum í óhag," segir Ríkisendurskoðun. Úrslit síðustu atkvæðagreiðslu þýða að Ísland hefur ekki lengur stjórn á niðurstöðunni með samningi, heldur getur nú brugðið til beggja vona. Ísland gæti unnið mikið á dómsniðurstöðunni og líka tapað miklu. Þeir sem réðu því að málið er komið í þessa stöðu eru ekki hetjur heldur fremur fjárhættuspilarar með fé skattgreiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Sú mýta er vinsæl, ekki sízt í útlöndum, að íslenzkir skattgreiðendur hafi ekki þurft að punga neinu út til að halda bönkum á floti, eins og almenningur í ótal mörgum öðrum ríkjum þarf að gera. Þetta á víst að vera ein skýringin á nýja, íslenzka efnahagsundrinu. Ýmsir málsmetandi fulltrúar íslenzkrar stjórnmálastéttar hafa ýtt undir mýtuna, sem draga má saman í fleygum orðum: Við borgum ekki skuldir óreiðumanna. Vissulega ábyrgðist íslenzka ríkið ekki skuldir bankanna, enda var það ósköp einfaldlega ómögulegt; þær námu nífaldri landsframleiðslu. Erlendir lánveitendur bankanna voru látnir taka á sig gríðarlegt högg. Hins vegar er það vægast sagt ofmælt að íslenzkir skattgreiðendur hafi ekki þurft að gjalda fyrir vitlausar ákvarðanir í bankakerfinu fyrir hrun. Ríkisendurskoðun gaf í vikunni út skýrslu um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og -stofnanir eftir hrun. Hún er samantekt á upplýsingum um fjárútlát, lán og ábyrgðir skattgreiðenda vegna fjármálafyrirtækja í vandræðum. Ríkisendurskoðun bendir á að þessar skuldbindingar skattgreiðenda séu svo ólíks eðlis að ekki sé hægt að nefna eina samtölu um það hvað sameiginlegur sjóður landsmanna hefur lagt út í þágu fjármálafyrirtækjanna, það myndi gefa villandi mynd af stöðunni. Út úr samantektinni má þó lesa að við borgum dágóðan slatta fyrir óreiðumenn. Eiginfjárframlag skattgreiðenda til nýju bankanna þriggja nemur 138,2 milljörðum og víkjandi lán til þeirra 57,3 milljörðum. Þessum peningum var sennilega skynsamlega varið til að halda bankastarfseminni gangandi og líklegt er að ríkið nái þeim til baka í gegnum arð og sölu á hlut sínum í bönkunum. Aðrar ákvarðanir, sem hafa reynzt skattgreiðendum fokdýrar, eru umdeilanlegri. Seðlabankinn og ríkissjóður töpuðu 267 milljörðum vegna lána til bankanna fyrir hrun (þegar Seðlabankinn vissi, að eigin sögn, að þeir voru á leiðinni á hausinn). Ríkisendurskoðun telur enn ekki unnt að meta hvort eitthvað innheimtist af kröfum á móti þessum töpuðu peningum. Við töpum 25 milljörðum á SpKef og 1,7 milljörðum á minni sparisjóðum. Kröfur á VBS, Aska og Saga Capital, samtals 52 milljarðar, telur Ríkisendurskoðun tapaðar. Þessum fyrirtækjum kom ríkið til aðstoðar með einum eða öðrum hætti eftir hrun en tókst ekki að bjarga neinu þeirra. Er þá margt ótalið úr samantektinni. Önnur vinsæl mýta er að með því að hafna tveimur Icesave-samningum sem forseti Íslands vísaði til þjóðaratkvæðagreiðslu hafi íslenzkir skattgreiðendur komið af sér þeirri áþján að borga fyrir óreiðumennina sem settu Landsbankann á hausinn. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur það rétta skýrt í ljós: Icesave-málinu er ekki lokið. „Þar sem ekki tókst að ljúka málinu með samningum mun niðurstaða þess ráðast fyrir EFTA-dómstólnum. Aðilar munu engu að síður þurfa að semja sín á milli um endurgreiðslu og vexti verði niðurstaða málsins íslenskum stjórnvöldum í óhag," segir Ríkisendurskoðun. Úrslit síðustu atkvæðagreiðslu þýða að Ísland hefur ekki lengur stjórn á niðurstöðunni með samningi, heldur getur nú brugðið til beggja vona. Ísland gæti unnið mikið á dómsniðurstöðunni og líka tapað miklu. Þeir sem réðu því að málið er komið í þessa stöðu eru ekki hetjur heldur fremur fjárhættuspilarar með fé skattgreiðenda.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun