Daníel Óliver með þriggja ára umboðssamning í Svíþjóð 3. júlí 2012 15:00 „Ég hitti Victoriu fyrst í desember og við vorum að ganga frá samningnum núna, svo þetta er búið að vera langt ferli," segir söngvarinn Daníel Óliver sem skrifaði nýlega undir þriggja ára samning við eina virtustu umboðsskrifstofu Svíþjóðar, Victoria Ekeberg Management. Daníel fluttist til Svíþjóðar fyrir tæpu ári og hefur verið að gera góða hluti þar ytra. „Það fyrsta sem Victoria sagði við mig þegar við hittumst var að ég liti út eins og blanda af James Dean og Elvis Presley og að ef ég hefði sönghæfileika ofan á það þá gæti ég sigrað heiminn," segir Daníel og hlær. Victoria þessi hefur komið mörgum listamönnum á kortið, þar á meðal söngkonunni September sem hefur verið að gera það gott í Bretlandi og Bandaríkjunum. Auk Victoriu sjálfrar mun umboðsmaðurinn Karl Batterbee vinna með Daníel, en hann rekur tónlistarsíðuna og sjónvarpsstöðina Scandipop í Bretlandi. Það er margt í gangi hjá söngvaranum í kjölfar undirritunar samningsins. Ekki nóg með að hann muni koma fram á tónlistarhátíðinni Malmö Beach um næstu helgi og vera á stóra sviðinu á Stockholm Pride í ágúst ásamt Eric Saade og söngkonunni Agnesi, heldur er hann búinn að vera á fullu að taka upp síðustu vikurnar og stefnir á útgáfu stuttskífu fljótlega. „Ég er að taka upp lag með Jonas von der Burg núna og er að fara í stúdíó til Thomas G:son bráðlega," segir hann, en Thomas G:son er maðurinn á bak við Eurovision-smellinn Euphoria með Loreen. - trs Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ég hitti Victoriu fyrst í desember og við vorum að ganga frá samningnum núna, svo þetta er búið að vera langt ferli," segir söngvarinn Daníel Óliver sem skrifaði nýlega undir þriggja ára samning við eina virtustu umboðsskrifstofu Svíþjóðar, Victoria Ekeberg Management. Daníel fluttist til Svíþjóðar fyrir tæpu ári og hefur verið að gera góða hluti þar ytra. „Það fyrsta sem Victoria sagði við mig þegar við hittumst var að ég liti út eins og blanda af James Dean og Elvis Presley og að ef ég hefði sönghæfileika ofan á það þá gæti ég sigrað heiminn," segir Daníel og hlær. Victoria þessi hefur komið mörgum listamönnum á kortið, þar á meðal söngkonunni September sem hefur verið að gera það gott í Bretlandi og Bandaríkjunum. Auk Victoriu sjálfrar mun umboðsmaðurinn Karl Batterbee vinna með Daníel, en hann rekur tónlistarsíðuna og sjónvarpsstöðina Scandipop í Bretlandi. Það er margt í gangi hjá söngvaranum í kjölfar undirritunar samningsins. Ekki nóg með að hann muni koma fram á tónlistarhátíðinni Malmö Beach um næstu helgi og vera á stóra sviðinu á Stockholm Pride í ágúst ásamt Eric Saade og söngkonunni Agnesi, heldur er hann búinn að vera á fullu að taka upp síðustu vikurnar og stefnir á útgáfu stuttskífu fljótlega. „Ég er að taka upp lag með Jonas von der Burg núna og er að fara í stúdíó til Thomas G:son bráðlega," segir hann, en Thomas G:son er maðurinn á bak við Eurovision-smellinn Euphoria með Loreen. - trs
Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“