Kardashian systurnar hafa nú fengið ferskan liðsauka í klanið sitt. Elsta systirin Kourtney Kardashian og kærastinn hennar Scott Disick eignuðust nefnilega stúlkubarn síðastliðinn sunnudag. Stúlkan hlaut nafnið Penelope Scotland Disick og ef marka má bloggfærslu nýbakaðrar frænku hennar, Kim Kardashian, gekk allt eins og í sögu. Fyrir á parið soninn Mason Dash Disick sem fæddist í desember 2009.
Viðbót í klanið
