Skolp rennur úr yfirfalli fyrir regnvatn 11. júlí 2012 05:30 Yfirfallsrörið Úr þessu röri rennur skolp með regnvatni beint í Arnarneslækinn. Nokkrum metrum ofar er göngubrú yfir lækinn og börn oft að leik í eða við lækinn.fréttablaðið/valli Úr yfirfallsröri fyrir regnvatn fellur skolp í Arnarneslæk í Garðabæ. Íbúi í nágrenninu segir lyktina vera eins og á útikamri. Rörið kemur frá einu af elstu hverfunum í Garðabæ, úr Mýrahverfi og Túnahverfi. Í læknum fljóta pappírstægjur og límast við steina og hvít slikja liggur á vatninu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur þetta verið viðvarandi vandamál í um tuttugu ár. Foreldrar hafa kvartað þar sem börn þeirra hafa verið að leik í læknum rétt við yfirfallið. Garðabær dælir öllu sínu skolpi til Reykjavíkur þaðan sem því er veitt lengst út á Faxaflóa. Rétt fyrir neðan lækinn er skolpfráveitustöð sem á að sjá til þess að skolpið rati rétta leið. Sigurður Hafliðason, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Garðabæjar, segir að hverfið þarna fyrir ofan hafi byggst upp um 1980. Þar sé tvöfalt lagnakerfi, annað undir regnvatn og hitt undir skolp. Í byggingaferli hafa eigendur tengt skolplögn frá húsi sínu að næstu lögn. Sú lögn hafi hins vegar reynst vera regnvatnslögn en ekki skolplögn. „Þetta eru gamlar syndir sem verið er að vinna í að verði lagað," segir Sigurður. „Við höfum verið að gera heilmikið af því að laga vitlausar tengingar. Það er hins vegar bæði tímafrekt og mjög dýrt. Eitthvað hefur klikkað í eftirliti þegar hverfið var að byggjast upp. Um leið og við heyrum um eitthvað svona þá er farið að skoða." Sigurður segir að önnur skýring á skolpinu í læknum sé að það renni á milli hólfa í brunnum. „Það var þannig á vissu tímabili, örugglega í kringum 1980, að einn brunnur var notaður fyrir skolp og regnvatn. Þar er regnvatnið ofar en klóakið. Ef það kemur stífla í klóak þá getur runnið á milli." Garðabær veit af þessum brunnum og hefur eftirlit með þeim. „Við förum hvert einasta haust og kíkjum á þá brunna sem við vitum að eru gjarnir á að stíflast," segir Sigurður. „Þetta á ekki að gerast en það gerist alltaf eitthvað. Þetta er bara vandamál og vandamál eru til að leysa þau." birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Úr yfirfallsröri fyrir regnvatn fellur skolp í Arnarneslæk í Garðabæ. Íbúi í nágrenninu segir lyktina vera eins og á útikamri. Rörið kemur frá einu af elstu hverfunum í Garðabæ, úr Mýrahverfi og Túnahverfi. Í læknum fljóta pappírstægjur og límast við steina og hvít slikja liggur á vatninu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur þetta verið viðvarandi vandamál í um tuttugu ár. Foreldrar hafa kvartað þar sem börn þeirra hafa verið að leik í læknum rétt við yfirfallið. Garðabær dælir öllu sínu skolpi til Reykjavíkur þaðan sem því er veitt lengst út á Faxaflóa. Rétt fyrir neðan lækinn er skolpfráveitustöð sem á að sjá til þess að skolpið rati rétta leið. Sigurður Hafliðason, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Garðabæjar, segir að hverfið þarna fyrir ofan hafi byggst upp um 1980. Þar sé tvöfalt lagnakerfi, annað undir regnvatn og hitt undir skolp. Í byggingaferli hafa eigendur tengt skolplögn frá húsi sínu að næstu lögn. Sú lögn hafi hins vegar reynst vera regnvatnslögn en ekki skolplögn. „Þetta eru gamlar syndir sem verið er að vinna í að verði lagað," segir Sigurður. „Við höfum verið að gera heilmikið af því að laga vitlausar tengingar. Það er hins vegar bæði tímafrekt og mjög dýrt. Eitthvað hefur klikkað í eftirliti þegar hverfið var að byggjast upp. Um leið og við heyrum um eitthvað svona þá er farið að skoða." Sigurður segir að önnur skýring á skolpinu í læknum sé að það renni á milli hólfa í brunnum. „Það var þannig á vissu tímabili, örugglega í kringum 1980, að einn brunnur var notaður fyrir skolp og regnvatn. Þar er regnvatnið ofar en klóakið. Ef það kemur stífla í klóak þá getur runnið á milli." Garðabær veit af þessum brunnum og hefur eftirlit með þeim. „Við förum hvert einasta haust og kíkjum á þá brunna sem við vitum að eru gjarnir á að stíflast," segir Sigurður. „Þetta á ekki að gerast en það gerist alltaf eitthvað. Þetta er bara vandamál og vandamál eru til að leysa þau." birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira