Í stjörnuþokunni Bergsteinn Sigurðsson skrifar 20. júlí 2012 06:00 Hvenær mun hér á Íslandi rísa stjörnusambandsstöð?" spurði trúbadorinn Insól í frægu lagi um árið. Og nú er einmitt lag því á Íslandi er sægur af stjörnum – Hollywoodstjörnum það er að segja, í slíkri þyrpingu að stappar nærri íbúafjölda á Þingeyri. Stjörnurnar vekja eftirtekt, við lesum fréttir um að þær hafi sést í miðbænum, séu almennilegar við veitingafólk og gefi eiginhandaráritanir. Fyrir þann sem þrífst á athygli og hefur lagt á sig mikið erfiði til að öðlast heimsfrægð hefði ég ímyndað mér að þetta þætti ekki tiltökumál. Því er Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri True North, ósammála. Hún viðraði áhyggjur sínar í Morgunútvarpinu í gær og sagði Íslendinga farna að hegða sér öðruvísi við frægðarmenni sem hingað koma og tækju myndir af grunlausum stjörnum að drekka kaffi eða fá sér í gogginn. „Menn átta sig kannski ekki alveg á því að þetta er fólk sem þarf líka að fá að hvíla sig," sagði Margrét. „Því miður virðist þetta vera að leggjast af, að fólki fái frið og ég held að það sé til að mynda auðveldara fyrir þessa aðila að hverfa inni í fjöldann í London." London já, bækistöðvar aðgangshörðustu slúðurpressu í heimi sem hlerar viðfangsefni sín. Eina stjarnan sem er látin í friði í London er Amy Winehouse. Það má margt segja um frægðarmenninguna sem tröllriðið hefur heiminum með sinni yfirborðsmennsku og prjáli. En Ísland er ekkert undanskilið. Að ætla að við séum svo svöl og veraldarvön að kippa okkur ekkert upp við nærveru manneskju sem hálf heimsbyggðin kann deili á er kjánalegt. Nú er ég ekki að mæla því bót að taka myndir af óafvitandi fólki að borða mat. Mamma hefur þann ósið að alltaf þegar stórfjölskyldan er samankomin við matarborðið nær hún í myndavél. Þetta eru óþægilegar aðstæður til að láta mynda sig í, enginn lítur vel út með fullan munninn af kartöflusalati. En ef þetta er allt áreitið sem stjörnurnar þurfa að þola á Íslandi prísa þær sig væntanlega sælar. Þetta er minna bögg en íslensk „frægðarmenni" þurfa að þola: Ásgeir Kolbeins gat ekki farið út úr húsi án þess að það birtist af því mynd á Flick My Life; Ari Eldjárn getur líklega ekki farið á barinn án þess að vera beðinn að segja eitthvað fyndið og ég þori að veðja að Sveppi sé truflaður meira á einum klukkutíma í sundi en Russel Crowe á einni viku í Reykjavík. Ef við ætlum að slá skjaldborg um stjörnurnar legg ég til að við byrjum á þessum íslensku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Hvenær mun hér á Íslandi rísa stjörnusambandsstöð?" spurði trúbadorinn Insól í frægu lagi um árið. Og nú er einmitt lag því á Íslandi er sægur af stjörnum – Hollywoodstjörnum það er að segja, í slíkri þyrpingu að stappar nærri íbúafjölda á Þingeyri. Stjörnurnar vekja eftirtekt, við lesum fréttir um að þær hafi sést í miðbænum, séu almennilegar við veitingafólk og gefi eiginhandaráritanir. Fyrir þann sem þrífst á athygli og hefur lagt á sig mikið erfiði til að öðlast heimsfrægð hefði ég ímyndað mér að þetta þætti ekki tiltökumál. Því er Helga Margrét Reykdal, framkvæmdastjóri True North, ósammála. Hún viðraði áhyggjur sínar í Morgunútvarpinu í gær og sagði Íslendinga farna að hegða sér öðruvísi við frægðarmenni sem hingað koma og tækju myndir af grunlausum stjörnum að drekka kaffi eða fá sér í gogginn. „Menn átta sig kannski ekki alveg á því að þetta er fólk sem þarf líka að fá að hvíla sig," sagði Margrét. „Því miður virðist þetta vera að leggjast af, að fólki fái frið og ég held að það sé til að mynda auðveldara fyrir þessa aðila að hverfa inni í fjöldann í London." London já, bækistöðvar aðgangshörðustu slúðurpressu í heimi sem hlerar viðfangsefni sín. Eina stjarnan sem er látin í friði í London er Amy Winehouse. Það má margt segja um frægðarmenninguna sem tröllriðið hefur heiminum með sinni yfirborðsmennsku og prjáli. En Ísland er ekkert undanskilið. Að ætla að við séum svo svöl og veraldarvön að kippa okkur ekkert upp við nærveru manneskju sem hálf heimsbyggðin kann deili á er kjánalegt. Nú er ég ekki að mæla því bót að taka myndir af óafvitandi fólki að borða mat. Mamma hefur þann ósið að alltaf þegar stórfjölskyldan er samankomin við matarborðið nær hún í myndavél. Þetta eru óþægilegar aðstæður til að láta mynda sig í, enginn lítur vel út með fullan munninn af kartöflusalati. En ef þetta er allt áreitið sem stjörnurnar þurfa að þola á Íslandi prísa þær sig væntanlega sælar. Þetta er minna bögg en íslensk „frægðarmenni" þurfa að þola: Ásgeir Kolbeins gat ekki farið út úr húsi án þess að það birtist af því mynd á Flick My Life; Ari Eldjárn getur líklega ekki farið á barinn án þess að vera beðinn að segja eitthvað fyndið og ég þori að veðja að Sveppi sé truflaður meira á einum klukkutíma í sundi en Russel Crowe á einni viku í Reykjavík. Ef við ætlum að slá skjaldborg um stjörnurnar legg ég til að við byrjum á þessum íslensku.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun