Trúverðugleikaklípa Þorsteinn Pálsson skrifar 21. júlí 2012 06:00 Fiskveiðihagsmunir Íslands eru svo mikilvægir að í samningum við aðrar þjóðir um þau efni er aldrei svigrúm til að gefa þumlung eftir vegna annarra víðtækari hagsmuna. Fyrir þá sök er þeim einfaldlega ekki blandað inn í samninga um önnur efni. Makríldeilan við Noreg, Færeyjar og Evrópusambandið er gott dæmi um þessa stöðu. Eðlilega gerðu íslensk stjórnvöld kröfu um að þeirri deilu yrði ekki blandað saman við aðildarviðræðurnar. Framkvæmdastjórnin féllst á það sjónarmið. Samt sem áður er erfitt að greina þessi mál með öllu í sundur. Makrílveiðarnar eru óverulegt mál fyrir Evrópusambandið í heild en stórt fyrir lítil svæði bæði í Skotlandi og á Írlandi. Framganga Evrópusambandsins sýnir að það ver litla hagsmuni af engu minni krafti en stóra. Veiðarnar hafa á hinn bóginn afgerandi þýðingu fyrir þjóðarbúskap Íslendinga. Þær þjóðir sem hlut eiga að máli innan Evrópusambandsins vilja eðlilega blanda þessum tveimur málum saman. Fram hjá því er ekki unnt að horfa. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar hér heima nýta þessa stöðu líka á sinn hátt með því að láta að því liggja að sjávarútvegsráðherrann sé tilbúinn að gefa eftir af ítrustu kröfum í þeim tilgangi að liðka fyrir aðildarsamningum. Þetta er að vísu ekki mjög rökvís aðdróttun með því að sjávarútvegsráðherrann er opinberlega í hópi hörðustu andstæðinga aðildar. Aðildarandstæðingum hefur hins vegar orðið nokkuð ágengt í því að telja fólki trú um að ráðherrann sé undir yfirborðinu svikari við þann málstað og þar af leiðandi sé honum líka trúandi til að svíkja í makrílsamningunum. Ráðherrann sýnist því vera í trúverðugleikaklípu.Ímynd þjóðernishyggju eða umhverfisverndar? Pólitískur vandi Steingríms J. Sigfússonar er þó lítið eitt flóknari en þetta. Sannleikurinn er sá að hann gæti hæglega notað makríldeiluna til að þvo hendur sínar af ásökunum um undirmál og svik í aðildarmálinu. Jafnvel minni pólitískir refir hafa ekki látið tækifæri eins og þetta úr greipum sér ganga þegar mikið hefur legið við. Tvö stærstu pólitísku markmið VG eru þau að finna grundvöll til að halda samstarfinu við Samfylkinguna áfram eftir næstu kosningar og losna undan skuldbindingunni um að verja aðildarviðræðurnar. Verkurinn er sá að þessi markmið samræmast illa. Makríldeilan opnar hins vegar þann möguleika að keyra samningaviðræðurnar í hnút með þá von í huga að espa Íra og Breta til að setja meiri þrýsting á að blanda aðildarviðræðunum saman við hana. Hér á heimavígstöðvunum er síðan tiltölulega auðvelt að vekja öfluga þjóðernisstemningu. Þar býr VG að gamalli reynslu úr Alþýðubandalaginu. Þegar þar er komið loka menn gjarnan augunum fyrir skuldbindingum sem við höfum þegar undirgengist í hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og úthafsveiðisáttmálanum. Með þessu móti gæti formaður VG sameinað flokkinn í öflugri þjóðernisvakningu og husanlega sett gaffal á Samfylkinguna í aðildarmálinu. Vandi hans er hins vegar sá að VG er líka græningjaflokkur. Formaðurinn kynni því að þurfa að taka sveig fram hjá sjónarmiðum um ábyrga nýtingu og blása á þær skuldbindingar sem Ísland hefur samið um í þeim efnum á alþjóðavettvangi. Þar með myndi þessi nýja ímynd flokksins sem átti að aðgreina hann frá gamla Alþýðubandalaginu þynnast út. Sá á kvölina sem á völina.Makríldeiluna á að leysa fyrst Kjarninn í makríldeilunni er sá að allar þjóðirnar sem hlut eiga að máli stunda veiðar umfram vísindalega ráðgjöf. Engin ein þeirra hefur hreinan skjöld. Ábyrg niðurstaða þýðir eftirgjöf allra frá núverandi veiðum og fæst aðeins með samningum eða dómi. Ísland hefur ekki aðeins hagsmuni af því að leysa makríldeiluna óháð aðildarviðræðunum heldur líka að ljúka málinu áður en til hugsanlegrar aðildar kemur. Fyrir þá sök er skynsamlegt fyrir Ísland að flýta sér hægt varðandi upphaf viðræðna um sjávarútvegskaflann meðan botn er ekki fenginn í þetta mál. Evrópusambandið getur því engu hótað með því að skjóta þeim kafla á frest. Loks væri hyggilegt að íslensk stjórnvöld beittu sér fyrir því að fá ákveðnari úrræði í hafréttarsáttmálann þegar deilur af þessu tagi dragast á langinn. Vel mætti til að mynda hugsa sér að þær færu sjálfkrafa fyrir alþjóða hafréttardómstólinn ef veiðar eru stundaðar umfram ráðgjöf og án samninga í þrjú ár í röð. Loks ætti það að vera kostur að Ísland hefði frumkvæði að því að bjóða upp á að setja deiluna fyrir hafréttardómstólinn eða gerðardóm. Viðbrögðin við slíkri tillögu munu væntanlega sýna hverjir það eru sem í raun hafa veikasta lögfræðilega stöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Fiskveiðihagsmunir Íslands eru svo mikilvægir að í samningum við aðrar þjóðir um þau efni er aldrei svigrúm til að gefa þumlung eftir vegna annarra víðtækari hagsmuna. Fyrir þá sök er þeim einfaldlega ekki blandað inn í samninga um önnur efni. Makríldeilan við Noreg, Færeyjar og Evrópusambandið er gott dæmi um þessa stöðu. Eðlilega gerðu íslensk stjórnvöld kröfu um að þeirri deilu yrði ekki blandað saman við aðildarviðræðurnar. Framkvæmdastjórnin féllst á það sjónarmið. Samt sem áður er erfitt að greina þessi mál með öllu í sundur. Makrílveiðarnar eru óverulegt mál fyrir Evrópusambandið í heild en stórt fyrir lítil svæði bæði í Skotlandi og á Írlandi. Framganga Evrópusambandsins sýnir að það ver litla hagsmuni af engu minni krafti en stóra. Veiðarnar hafa á hinn bóginn afgerandi þýðingu fyrir þjóðarbúskap Íslendinga. Þær þjóðir sem hlut eiga að máli innan Evrópusambandsins vilja eðlilega blanda þessum tveimur málum saman. Fram hjá því er ekki unnt að horfa. Andstæðingar Evrópusambandsaðildar hér heima nýta þessa stöðu líka á sinn hátt með því að láta að því liggja að sjávarútvegsráðherrann sé tilbúinn að gefa eftir af ítrustu kröfum í þeim tilgangi að liðka fyrir aðildarsamningum. Þetta er að vísu ekki mjög rökvís aðdróttun með því að sjávarútvegsráðherrann er opinberlega í hópi hörðustu andstæðinga aðildar. Aðildarandstæðingum hefur hins vegar orðið nokkuð ágengt í því að telja fólki trú um að ráðherrann sé undir yfirborðinu svikari við þann málstað og þar af leiðandi sé honum líka trúandi til að svíkja í makrílsamningunum. Ráðherrann sýnist því vera í trúverðugleikaklípu.Ímynd þjóðernishyggju eða umhverfisverndar? Pólitískur vandi Steingríms J. Sigfússonar er þó lítið eitt flóknari en þetta. Sannleikurinn er sá að hann gæti hæglega notað makríldeiluna til að þvo hendur sínar af ásökunum um undirmál og svik í aðildarmálinu. Jafnvel minni pólitískir refir hafa ekki látið tækifæri eins og þetta úr greipum sér ganga þegar mikið hefur legið við. Tvö stærstu pólitísku markmið VG eru þau að finna grundvöll til að halda samstarfinu við Samfylkinguna áfram eftir næstu kosningar og losna undan skuldbindingunni um að verja aðildarviðræðurnar. Verkurinn er sá að þessi markmið samræmast illa. Makríldeilan opnar hins vegar þann möguleika að keyra samningaviðræðurnar í hnút með þá von í huga að espa Íra og Breta til að setja meiri þrýsting á að blanda aðildarviðræðunum saman við hana. Hér á heimavígstöðvunum er síðan tiltölulega auðvelt að vekja öfluga þjóðernisstemningu. Þar býr VG að gamalli reynslu úr Alþýðubandalaginu. Þegar þar er komið loka menn gjarnan augunum fyrir skuldbindingum sem við höfum þegar undirgengist í hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna og úthafsveiðisáttmálanum. Með þessu móti gæti formaður VG sameinað flokkinn í öflugri þjóðernisvakningu og husanlega sett gaffal á Samfylkinguna í aðildarmálinu. Vandi hans er hins vegar sá að VG er líka græningjaflokkur. Formaðurinn kynni því að þurfa að taka sveig fram hjá sjónarmiðum um ábyrga nýtingu og blása á þær skuldbindingar sem Ísland hefur samið um í þeim efnum á alþjóðavettvangi. Þar með myndi þessi nýja ímynd flokksins sem átti að aðgreina hann frá gamla Alþýðubandalaginu þynnast út. Sá á kvölina sem á völina.Makríldeiluna á að leysa fyrst Kjarninn í makríldeilunni er sá að allar þjóðirnar sem hlut eiga að máli stunda veiðar umfram vísindalega ráðgjöf. Engin ein þeirra hefur hreinan skjöld. Ábyrg niðurstaða þýðir eftirgjöf allra frá núverandi veiðum og fæst aðeins með samningum eða dómi. Ísland hefur ekki aðeins hagsmuni af því að leysa makríldeiluna óháð aðildarviðræðunum heldur líka að ljúka málinu áður en til hugsanlegrar aðildar kemur. Fyrir þá sök er skynsamlegt fyrir Ísland að flýta sér hægt varðandi upphaf viðræðna um sjávarútvegskaflann meðan botn er ekki fenginn í þetta mál. Evrópusambandið getur því engu hótað með því að skjóta þeim kafla á frest. Loks væri hyggilegt að íslensk stjórnvöld beittu sér fyrir því að fá ákveðnari úrræði í hafréttarsáttmálann þegar deilur af þessu tagi dragast á langinn. Vel mætti til að mynda hugsa sér að þær færu sjálfkrafa fyrir alþjóða hafréttardómstólinn ef veiðar eru stundaðar umfram ráðgjöf og án samninga í þrjú ár í röð. Loks ætti það að vera kostur að Ísland hefði frumkvæði að því að bjóða upp á að setja deiluna fyrir hafréttardómstólinn eða gerðardóm. Viðbrögðin við slíkri tillögu munu væntanlega sýna hverjir það eru sem í raun hafa veikasta lögfræðilega stöðu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun