Hófsöm hirting Þorsteinn Pálsson skrifar 4. ágúst 2012 11:00 Ræða forseta Íslands við embættistökuna nú í vikunni var ekki gallalaus. Sjálfsupphafningin var til að mynda á sínum stað þótt hún hafi að þessu sinni fremur verið ívaf en uppistaða. Kjarninn í ræðunni var hins vegar hófsöm hirting vegna ráðleysis og sundurlyndis við meðferð stjórnarskrármálsins á Alþingi. Forsetinn hefur talið sjálfum sér trú um að kjör hans hafi verið sérstakur og óvenjulegur sigur lýðræðisins. Vandséð er þó að það hafi verið annað en staðfesting á rótgrónum lýðræðishefðum sem einkenna hverjar kosningar í landinu og einstakir stjórnmálamenn geta ekki slegið eign sinni á. Efnislega getur forsetinn á hinn bóginn verið ánægður með að meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði veitti honum traust fyrir þá sök helst að snúast gegn ríkisstjórninni og síðar þremur stærstu flokkunum með því að setja Icesave-málið tvisvar í þjóðaratkvæðagreiðslu. En það er upphafning að kalla það lýðræðisbyltingu, enda ekki kominn botn í málið. Eins má segja að í ræðuna hafi vantað menningarlega kjölfestu. Einmitt á sundurleysistímum þarf forsetinn að færa rök fyrir því hvers vegna við erum íslensk þjóð og hvað það merkir að vera Íslendingur. En það er ástæða til að horfa fram hjá þessum ágöllum vegna þess í ræðunni var boðskapur sem á brýnt erindi. Forsetinn benti með sterkum og afgerandi hætti á þann háska sem í því er fólgin þegar landsmálaforystan vill ekki breiða sátt um undirstöður stjórnskipunarinnar. Verkurinn er sá að forsetinn hefur svo oft hrópað hátt án þess að efni stæðu til að ekki er víst að þeir leggi við hlustir nú sem helst ættu að gera það. Í samræmi við þjóðhöfðingjahlutverkið Að öllu jöfnu á forseti Íslands ekki að blanda sér í einstök pólitísk viðfangsefni sem eru til umfjöllunar á Alþingi. Það er ekki hlutverk hans að leiðrétta mistök ríkisstjórna. Þær hafa lýðræðislegt umboð og bera pólitíska ábyrgð, þar á meðal á forsetanum. En þegar við flestum blasir að í óefni er komið með sjálfa stjórnarskrána er eðlilegt að forsetinn flytji leiðbeinandi ræðu eins og hann gerði nú. Forsetinn benti réttilega á að margar breytingar hafa verið gerðar á stjórnarskránni á lýðveldistímanum og nær allar í góðri sátt. Að jafnaði hefur henni verið breytt einu sinni á áratug. Víða myndi það teljast til örra breytinga. Sú heildarendurskoðun sem áformuð var við lýðveldisstofnun er því vel á veg komin. Forsetinn benti einnig réttilega á að stjórnarskráin stóðst þá áraun sem fylgdi hruni krónunnar og falli bankanna. Vel mátti hins vegar skilja forsetann á þann veg að í raun réttri sé óþarft að ljúka endurskoðun stjórnarskrárinnar. Á það sjónarmið verður ekki fallist. Á hinn bóginn er ekkert að því að ljúka verkinu í áföngum. Kjarninn í boðskap forsetans er þó fyrst og fremst sá að stjórnarskrá sem sett er í fullkomnu stríði er ekki traustari en hús sem reist er á sandi. Það eru gömul sannindi og ný. Um enga löggjöf gildir það fremur en stjórnarskrána að hana skuli byggja á bjargi. Hvernig á að bregðast við hirtingunni? Stóra spurningin er hvernig skynsamlegast er að bregðast við hirtingu forsetans. Það væri óskynsamlegt af ríkisstjórninni að gefa henni langt nef og halda áfram með málið eins og ekkert hafi í skorist. Umvöndunin á hljómgrunn í samfélaginu. Eins væri óráðlegt að stöðva framgang málsins. Hvort tveggja er að gildar efnislegar ástæður eru fyrir breytingum þó að þær séu misbrýnar og að stöðvun væri of mikil niðurlæging fyrir ríkisstjórnina. Niðurlæging er aldrei grundvöllur varanlegs friðar. Forystumenn ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðuflokkanna beggja þurfa að horfa á málið í þessu ljósi. Þeir þurfa allir að sýna þjóðinni að þeir séu tilbúnir til að koma upp úr skotgröfunum og finna eðlilegan og sameiginlegan farveg fyrir framhaldið. Nýkjörinn biskup vék einnig með skýrum rökum að stjórnarskrármálinu af predikunarstóli dómkirkjunnar fyrir embættistökuna. Biskupinn benti réttilega á að þjóðkirkjan nýtur sérstakrar stjórnarskrárverndar vegna þess að hún hefur verið hluti af innviðum samfélagsins. Hvernig styrkir það samfélagið að rífa þá innviði niður? Bætir það andann í þjóðfélaginu? Segja má að biskup hafi leitt að því rök að þjóðkirkjan sé í stjórnarskránni fyrir samfélagið en ekki vegna sjálfrar sín. Þessi rök kalla á viðbrögð í ljósi þeirra gilda sem þjóðkirkjan stendur vörð um og eru hluti af því sem kallast íslenskt samfélag. Bæði forsetinn og biskupinn hafa kastað bolta í fangið á forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Nú er að sjá hvernig þeir spila úr þeirri stöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Ræða forseta Íslands við embættistökuna nú í vikunni var ekki gallalaus. Sjálfsupphafningin var til að mynda á sínum stað þótt hún hafi að þessu sinni fremur verið ívaf en uppistaða. Kjarninn í ræðunni var hins vegar hófsöm hirting vegna ráðleysis og sundurlyndis við meðferð stjórnarskrármálsins á Alþingi. Forsetinn hefur talið sjálfum sér trú um að kjör hans hafi verið sérstakur og óvenjulegur sigur lýðræðisins. Vandséð er þó að það hafi verið annað en staðfesting á rótgrónum lýðræðishefðum sem einkenna hverjar kosningar í landinu og einstakir stjórnmálamenn geta ekki slegið eign sinni á. Efnislega getur forsetinn á hinn bóginn verið ánægður með að meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði veitti honum traust fyrir þá sök helst að snúast gegn ríkisstjórninni og síðar þremur stærstu flokkunum með því að setja Icesave-málið tvisvar í þjóðaratkvæðagreiðslu. En það er upphafning að kalla það lýðræðisbyltingu, enda ekki kominn botn í málið. Eins má segja að í ræðuna hafi vantað menningarlega kjölfestu. Einmitt á sundurleysistímum þarf forsetinn að færa rök fyrir því hvers vegna við erum íslensk þjóð og hvað það merkir að vera Íslendingur. En það er ástæða til að horfa fram hjá þessum ágöllum vegna þess í ræðunni var boðskapur sem á brýnt erindi. Forsetinn benti með sterkum og afgerandi hætti á þann háska sem í því er fólgin þegar landsmálaforystan vill ekki breiða sátt um undirstöður stjórnskipunarinnar. Verkurinn er sá að forsetinn hefur svo oft hrópað hátt án þess að efni stæðu til að ekki er víst að þeir leggi við hlustir nú sem helst ættu að gera það. Í samræmi við þjóðhöfðingjahlutverkið Að öllu jöfnu á forseti Íslands ekki að blanda sér í einstök pólitísk viðfangsefni sem eru til umfjöllunar á Alþingi. Það er ekki hlutverk hans að leiðrétta mistök ríkisstjórna. Þær hafa lýðræðislegt umboð og bera pólitíska ábyrgð, þar á meðal á forsetanum. En þegar við flestum blasir að í óefni er komið með sjálfa stjórnarskrána er eðlilegt að forsetinn flytji leiðbeinandi ræðu eins og hann gerði nú. Forsetinn benti réttilega á að margar breytingar hafa verið gerðar á stjórnarskránni á lýðveldistímanum og nær allar í góðri sátt. Að jafnaði hefur henni verið breytt einu sinni á áratug. Víða myndi það teljast til örra breytinga. Sú heildarendurskoðun sem áformuð var við lýðveldisstofnun er því vel á veg komin. Forsetinn benti einnig réttilega á að stjórnarskráin stóðst þá áraun sem fylgdi hruni krónunnar og falli bankanna. Vel mátti hins vegar skilja forsetann á þann veg að í raun réttri sé óþarft að ljúka endurskoðun stjórnarskrárinnar. Á það sjónarmið verður ekki fallist. Á hinn bóginn er ekkert að því að ljúka verkinu í áföngum. Kjarninn í boðskap forsetans er þó fyrst og fremst sá að stjórnarskrá sem sett er í fullkomnu stríði er ekki traustari en hús sem reist er á sandi. Það eru gömul sannindi og ný. Um enga löggjöf gildir það fremur en stjórnarskrána að hana skuli byggja á bjargi. Hvernig á að bregðast við hirtingunni? Stóra spurningin er hvernig skynsamlegast er að bregðast við hirtingu forsetans. Það væri óskynsamlegt af ríkisstjórninni að gefa henni langt nef og halda áfram með málið eins og ekkert hafi í skorist. Umvöndunin á hljómgrunn í samfélaginu. Eins væri óráðlegt að stöðva framgang málsins. Hvort tveggja er að gildar efnislegar ástæður eru fyrir breytingum þó að þær séu misbrýnar og að stöðvun væri of mikil niðurlæging fyrir ríkisstjórnina. Niðurlæging er aldrei grundvöllur varanlegs friðar. Forystumenn ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðuflokkanna beggja þurfa að horfa á málið í þessu ljósi. Þeir þurfa allir að sýna þjóðinni að þeir séu tilbúnir til að koma upp úr skotgröfunum og finna eðlilegan og sameiginlegan farveg fyrir framhaldið. Nýkjörinn biskup vék einnig með skýrum rökum að stjórnarskrármálinu af predikunarstóli dómkirkjunnar fyrir embættistökuna. Biskupinn benti réttilega á að þjóðkirkjan nýtur sérstakrar stjórnarskrárverndar vegna þess að hún hefur verið hluti af innviðum samfélagsins. Hvernig styrkir það samfélagið að rífa þá innviði niður? Bætir það andann í þjóðfélaginu? Segja má að biskup hafi leitt að því rök að þjóðkirkjan sé í stjórnarskránni fyrir samfélagið en ekki vegna sjálfrar sín. Þessi rök kalla á viðbrögð í ljósi þeirra gilda sem þjóðkirkjan stendur vörð um og eru hluti af því sem kallast íslenskt samfélag. Bæði forsetinn og biskupinn hafa kastað bolta í fangið á forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Nú er að sjá hvernig þeir spila úr þeirri stöðu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun