Bábiljur í boðhætti Sif Sigmarsdóttir skrifar 16. ágúst 2012 11:30 Gerðu magaæfingar: Tékk. Drekktu spínatsafa: Tékk. Hættu að tuða: Tékk. Settu reiðina til hliðar: Tékk. Ekki gefast upp á ástinni: Tékk. Notaðu kinnalit: Tékk. Hugtakið ráð hefur gengisfallið meira á undanförnum árum en íslenska krónan. Fjölmiðlar keppast við að leggja okkur lífsreglurnar og fóðra okkur á uppskriftum að langri og farsælli ævi: „Tíu ráð til að höndla hamingjuna" – „Níu fegurðarráð" – „Keyrðu upp orkuna" – „Vertu heilbrigð og falleg án aukaefna" – „Hreinsaðu líkamann með safa". Frá örófi alda hefur maðurinn leitað leiða til að stýra örlögum sínum. Rómverjar til forna fórnuðu rauðum hvolpum á altari guðsins Robigus til að tryggja góða uppskeru og böðuðu börn upp úr hlandi svo þau yrðu stór og sterk. Tilraunir forfeðranna til að beisla tilveruna falla nú undir mýtur, bábiljur, sem nútíminn brosir góðlátlega að. Það orkar þó tvímælis hvort slík yfirlætis-glott eigi rétt á sér. Megnið af þeim ráðum sem fjölmiðlar prédika í höstuglegum boðhætti eru flest álíka mikið húmbúkk og mannfórnir Asteka. Maður er ekki fyrr búinn að borða líkamsþyngd sína í ávöxtum en ávextir eru skyndilega ekki lengur málið. Maður belgir sig út af kolvetni en les svo næsta dag að lykillinn að eilífu lífi sé prótín. Mæðrum er brýnd gagnsemi vítamínbættrar stoðmjólkur börnunum til handa þangað til næsta dag þegar brjóstagjöf er orðin ólympísk keppnisíþrótt þar sem sú móðir vinnur sem er enn með son sinn á brjósti þegar hann mætir í fyrsta starfsviðtalið eftir að hafa varið doktorsritgerð sína í lögfræði. Við höldum hina ýmsu daga hátíðlega: bolludaginn, þjóðhátíðardaginn, dag íslenskrar tungu. Við þessa flóru er ástæða til að bæta „ráðlausa-deginum". Hvíld frá ráðleggingum gervi-sérfræðinga og kuklara einn dag á ári er ekki til of mikils mælst; einn dagur á ári þar sem mýtur samtímans þagna og við fáum frí frá fyrirsögnum á borð við „Losnaðu við bumbuna og baugana"; „Nærðu meðvitundina"; „Tíu ráð til að höndla hamingjuna frá Jóni sem var einu sinni endurskoðandi en fór svo í ristilskolun, sá ljósið og ráðleggur nú fólki að borða bara ber og hráka spörfugla þótt hann hafi ekki náð að klára kúrsinn í næringarfræði við bréfaskóla Palla sem var einu sinni ræstitæknir en fór svo í árulesningu og sá ljósið…" Fyrir vikið hefðum við, á þessum eina degi, meiri tíma til að lesa fréttir af því sem skiptir máli; fréttir af krúttlegum gæludýrum og óálitlegum líkamspörtum fræga fólksins á borð við „Kim Kardashian með appelsínuhúð bitin af dansandi hundi um leið og hún verður fyrir loftsteini: Myndband." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Gerðu magaæfingar: Tékk. Drekktu spínatsafa: Tékk. Hættu að tuða: Tékk. Settu reiðina til hliðar: Tékk. Ekki gefast upp á ástinni: Tékk. Notaðu kinnalit: Tékk. Hugtakið ráð hefur gengisfallið meira á undanförnum árum en íslenska krónan. Fjölmiðlar keppast við að leggja okkur lífsreglurnar og fóðra okkur á uppskriftum að langri og farsælli ævi: „Tíu ráð til að höndla hamingjuna" – „Níu fegurðarráð" – „Keyrðu upp orkuna" – „Vertu heilbrigð og falleg án aukaefna" – „Hreinsaðu líkamann með safa". Frá örófi alda hefur maðurinn leitað leiða til að stýra örlögum sínum. Rómverjar til forna fórnuðu rauðum hvolpum á altari guðsins Robigus til að tryggja góða uppskeru og böðuðu börn upp úr hlandi svo þau yrðu stór og sterk. Tilraunir forfeðranna til að beisla tilveruna falla nú undir mýtur, bábiljur, sem nútíminn brosir góðlátlega að. Það orkar þó tvímælis hvort slík yfirlætis-glott eigi rétt á sér. Megnið af þeim ráðum sem fjölmiðlar prédika í höstuglegum boðhætti eru flest álíka mikið húmbúkk og mannfórnir Asteka. Maður er ekki fyrr búinn að borða líkamsþyngd sína í ávöxtum en ávextir eru skyndilega ekki lengur málið. Maður belgir sig út af kolvetni en les svo næsta dag að lykillinn að eilífu lífi sé prótín. Mæðrum er brýnd gagnsemi vítamínbættrar stoðmjólkur börnunum til handa þangað til næsta dag þegar brjóstagjöf er orðin ólympísk keppnisíþrótt þar sem sú móðir vinnur sem er enn með son sinn á brjósti þegar hann mætir í fyrsta starfsviðtalið eftir að hafa varið doktorsritgerð sína í lögfræði. Við höldum hina ýmsu daga hátíðlega: bolludaginn, þjóðhátíðardaginn, dag íslenskrar tungu. Við þessa flóru er ástæða til að bæta „ráðlausa-deginum". Hvíld frá ráðleggingum gervi-sérfræðinga og kuklara einn dag á ári er ekki til of mikils mælst; einn dagur á ári þar sem mýtur samtímans þagna og við fáum frí frá fyrirsögnum á borð við „Losnaðu við bumbuna og baugana"; „Nærðu meðvitundina"; „Tíu ráð til að höndla hamingjuna frá Jóni sem var einu sinni endurskoðandi en fór svo í ristilskolun, sá ljósið og ráðleggur nú fólki að borða bara ber og hráka spörfugla þótt hann hafi ekki náð að klára kúrsinn í næringarfræði við bréfaskóla Palla sem var einu sinni ræstitæknir en fór svo í árulesningu og sá ljósið…" Fyrir vikið hefðum við, á þessum eina degi, meiri tíma til að lesa fréttir af því sem skiptir máli; fréttir af krúttlegum gæludýrum og óálitlegum líkamspörtum fræga fólksins á borð við „Kim Kardashian með appelsínuhúð bitin af dansandi hundi um leið og hún verður fyrir loftsteini: Myndband."
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun