Handhafarnir og handaböndin Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. ágúst 2012 06:00 Talsvert hefur verið rætt síðustu daga um þá hefð að einn af handhöfum forsetavalds þurfi ævinlega að fylgja forseta Íslands á flugvöllinn þegar hann fer til útlanda í embættiserindum og kveðja hann með handabandi. Ríkisútvarpið sagði frá því að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vildi afnema þetta fyrirkomulag. Síðar kom í ljós að forsetinn vill halda því. Eins og stundum áður mótast afstaða margra til málsins af afstöðu til persóna; hvort þeir eru hrifnari af Jóhönnu eða Ólafi Ragnari forseta. Efnislega er hins vegar ástæða til að velta þessu fyrirkomulagi fyrir sér. Í yfirlýsingu forsetaembættisins segir að fylgdin á flugvöllinn og handabandið snúist um að þannig sé forsetavaldinu afsalað til handhafanna samkvæmt hefð sem sé orðin hluti af stjórnskipuninni. „…ekki hefur fundist annað form sem tryggði jafn vel að enginn vafi væri um stað og stund slíkrar breytingar á forsetavaldinu…" segir í yfirlýsingunni. Hefðir eru hins vegar að sjálfsögðu ekki óumbreytanlegar. Í Fréttablaðinu á laugardag var greint frá því hvernig vald forsætisráðherra færist til staðgengla hans. Það gerist einfaldlega sjálfkrafa þegar ráðherrann fer úr landi, nema hvorugur staðgengillinn sé á landinu, þá þarf að gefa út sérstakan forsetaúrskurð um staðgengil. Fyrst forsætisráðherra getur afsalað sér valdi sínu til staðgengils með þetta skilvirkum hætti og að því er virðist án vandkvæða, hlýtur að vera hægt að finna álíka einfalda lausn í tilviki forsetans og staðgengla hans. Það á ekki sízt við af því að forsætisráðherrann er miklu valdameiri en forsetinn og ætla má að eftir því sem embættið er valdameira skipti meira máli að formsatriði af þessu tagi séu í lagi. Í helgarblaðinu kom reyndar líka fram að stundum hefði enginn handhafanna átt heimangengt þegar forseti brá sér af bæ. Enginn mun hafa tekið eftir því að stjórnskipunin væri í uppnámi á meðan. Handhafar forsetavaldsins eru upptekið fólk á háum launum og alveg fráleit eyðsla á fé skattgreiðenda að þeir þurfi að skutlast til Keflavíkur í hvert sinn sem forsetinn þarf að fara af landi brott, sem er býsna oft í seinni tíð. Hefðin hefur sjálfsagt verið alveg ágæt í árdaga forsetaembættisins, þegar forsetinn fór kannski einu sinni á ári til útlanda, en hún er úrelt, dýr og óskilvirk í nútímasamfélagi. Það sama á reyndar við um handhafafyrirkomulagið sem slíkt. Eins og svo margt annað í stjórnarskránni var það hugsað til bráðabirgða. Á undanförnum árum hafa ýmsir sett fram rökstuddar efasemdir um þetta fyrirkomulag. Í net- og farsímavæddum heimi virðist til dæmis ekki nauðsynlegt að forsetinn þurfi að afhenda handhöfunum vald sitt þótt hann fari til útlanda. Þetta sérstæða afleysingakerfi hefur haft afkáralegar hliðarverkanir, eins og þá að vegna langra fjarvista forsetans hafa handhafarnir hækkað myndarlega í launum, á kostnað skattgreiðenda. Þeir skipta nefnilega með sér einum forsetalaunum á meðan aðal er í burtu. Í drögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er lagt til að staðgengill forsetans verði aðeins einn, forseti Alþingis, og hann taki við forsetavaldinu geti forsetinn ekki gegnt störfum um sinn vegna heilsufars eða af öðrum ástæðum. Það virðist mun meira vit í slíku fyrirkomulagi en því sem við búum við núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Talsvert hefur verið rætt síðustu daga um þá hefð að einn af handhöfum forsetavalds þurfi ævinlega að fylgja forseta Íslands á flugvöllinn þegar hann fer til útlanda í embættiserindum og kveðja hann með handabandi. Ríkisútvarpið sagði frá því að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra vildi afnema þetta fyrirkomulag. Síðar kom í ljós að forsetinn vill halda því. Eins og stundum áður mótast afstaða margra til málsins af afstöðu til persóna; hvort þeir eru hrifnari af Jóhönnu eða Ólafi Ragnari forseta. Efnislega er hins vegar ástæða til að velta þessu fyrirkomulagi fyrir sér. Í yfirlýsingu forsetaembættisins segir að fylgdin á flugvöllinn og handabandið snúist um að þannig sé forsetavaldinu afsalað til handhafanna samkvæmt hefð sem sé orðin hluti af stjórnskipuninni. „…ekki hefur fundist annað form sem tryggði jafn vel að enginn vafi væri um stað og stund slíkrar breytingar á forsetavaldinu…" segir í yfirlýsingunni. Hefðir eru hins vegar að sjálfsögðu ekki óumbreytanlegar. Í Fréttablaðinu á laugardag var greint frá því hvernig vald forsætisráðherra færist til staðgengla hans. Það gerist einfaldlega sjálfkrafa þegar ráðherrann fer úr landi, nema hvorugur staðgengillinn sé á landinu, þá þarf að gefa út sérstakan forsetaúrskurð um staðgengil. Fyrst forsætisráðherra getur afsalað sér valdi sínu til staðgengils með þetta skilvirkum hætti og að því er virðist án vandkvæða, hlýtur að vera hægt að finna álíka einfalda lausn í tilviki forsetans og staðgengla hans. Það á ekki sízt við af því að forsætisráðherrann er miklu valdameiri en forsetinn og ætla má að eftir því sem embættið er valdameira skipti meira máli að formsatriði af þessu tagi séu í lagi. Í helgarblaðinu kom reyndar líka fram að stundum hefði enginn handhafanna átt heimangengt þegar forseti brá sér af bæ. Enginn mun hafa tekið eftir því að stjórnskipunin væri í uppnámi á meðan. Handhafar forsetavaldsins eru upptekið fólk á háum launum og alveg fráleit eyðsla á fé skattgreiðenda að þeir þurfi að skutlast til Keflavíkur í hvert sinn sem forsetinn þarf að fara af landi brott, sem er býsna oft í seinni tíð. Hefðin hefur sjálfsagt verið alveg ágæt í árdaga forsetaembættisins, þegar forsetinn fór kannski einu sinni á ári til útlanda, en hún er úrelt, dýr og óskilvirk í nútímasamfélagi. Það sama á reyndar við um handhafafyrirkomulagið sem slíkt. Eins og svo margt annað í stjórnarskránni var það hugsað til bráðabirgða. Á undanförnum árum hafa ýmsir sett fram rökstuddar efasemdir um þetta fyrirkomulag. Í net- og farsímavæddum heimi virðist til dæmis ekki nauðsynlegt að forsetinn þurfi að afhenda handhöfunum vald sitt þótt hann fari til útlanda. Þetta sérstæða afleysingakerfi hefur haft afkáralegar hliðarverkanir, eins og þá að vegna langra fjarvista forsetans hafa handhafarnir hækkað myndarlega í launum, á kostnað skattgreiðenda. Þeir skipta nefnilega með sér einum forsetalaunum á meðan aðal er í burtu. Í drögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er lagt til að staðgengill forsetans verði aðeins einn, forseti Alþingis, og hann taki við forsetavaldinu geti forsetinn ekki gegnt störfum um sinn vegna heilsufars eða af öðrum ástæðum. Það virðist mun meira vit í slíku fyrirkomulagi en því sem við búum við núna.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun