Kaupfélag malar áfram gull 29. ágúst 2012 12:00 Stjórnendur Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri og Sigurjón R. Rafnsson aðstoðarkaupfélagsstjóri stýra Kaupfélagi Skagfirðinga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Tæplega 2,5 milljarða króna hagnaður var af rekstri Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og dótturfélaga þess á árinu 2011. Samtals hefur félagið hagnast um sjö milljarða króna á síðustu þremur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi KS sem skilað var inn til ársreikningaskrár fyrr í þessum mánuði. Eiginfjárstaða KS er gríðarlega góð, en eigið fé þess er 17,8 milljarðar króna. Þar af nemur handbært fé um 5,3 milljörðum króna. Skuldir KS lækkuðu í fyrra um 1,2 milljarða króna og stóðu í 11,6 milljörðum króna um síðustu áramót. Eignir félagsins voru metnar á 29,4 milljarða króna á sama tíma. Dótturfélög KS reka útgerð og fiskvinnslu á Sauðárkróki, Skagaströnd og í Grundarfirði. Auk þess reka þau eignarhalds- og vöruflutningastarfsemi og fóður- og áburðarsölu. Eitt dótturfélaganna, FISK Seafood, komst í fréttir fyrr á þessu ári þegar það ákvað, ásamt útgerðarrisanum Samherja, að leggja Olís til nýtt hlutafé. Fréttablaðið greindi frá því í apríl síðastliðnum að hlutafé í Olís hefði verið lækkað um 75 prósent í febrúar 2012 en síðan hækkað samstundis aftur um sama magn. Í fréttinni var haft eftir Einari Benediktssyni, forstjóra Olís, að hið nýja hlutafé, sem FISK Seafood og Samherji greiddu inn að mestu, yrði ekki greitt fyrr en Samkeppniseftirlitið hefði lagt blessun sína yfir aðkomu hinna nýju hluthafa. Sú ákvörðun liggur enn ekki fyrir en forsvarsmenn Olís bjuggust upphaflega við henni um miðbik júní síðastliðins. Í ársreikningi KS-samstæðunnar kemur fram að bundnar bankainnstæður hennar nemi einum milljarði króna og að þær séu „innstæður inni á vörslureikningi í Landsbankanum vegna skuldbindingar FISK Seafood hf. vegna fyrirhugaðrar hlutafjárkaupa í Olís hf.". Kaupfélagsstjóri KS er Þórólfur Gíslason. - þsj Fréttir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Tæplega 2,5 milljarða króna hagnaður var af rekstri Kaupfélags Skagfirðinga (KS) og dótturfélaga þess á árinu 2011. Samtals hefur félagið hagnast um sjö milljarða króna á síðustu þremur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi KS sem skilað var inn til ársreikningaskrár fyrr í þessum mánuði. Eiginfjárstaða KS er gríðarlega góð, en eigið fé þess er 17,8 milljarðar króna. Þar af nemur handbært fé um 5,3 milljörðum króna. Skuldir KS lækkuðu í fyrra um 1,2 milljarða króna og stóðu í 11,6 milljörðum króna um síðustu áramót. Eignir félagsins voru metnar á 29,4 milljarða króna á sama tíma. Dótturfélög KS reka útgerð og fiskvinnslu á Sauðárkróki, Skagaströnd og í Grundarfirði. Auk þess reka þau eignarhalds- og vöruflutningastarfsemi og fóður- og áburðarsölu. Eitt dótturfélaganna, FISK Seafood, komst í fréttir fyrr á þessu ári þegar það ákvað, ásamt útgerðarrisanum Samherja, að leggja Olís til nýtt hlutafé. Fréttablaðið greindi frá því í apríl síðastliðnum að hlutafé í Olís hefði verið lækkað um 75 prósent í febrúar 2012 en síðan hækkað samstundis aftur um sama magn. Í fréttinni var haft eftir Einari Benediktssyni, forstjóra Olís, að hið nýja hlutafé, sem FISK Seafood og Samherji greiddu inn að mestu, yrði ekki greitt fyrr en Samkeppniseftirlitið hefði lagt blessun sína yfir aðkomu hinna nýju hluthafa. Sú ákvörðun liggur enn ekki fyrir en forsvarsmenn Olís bjuggust upphaflega við henni um miðbik júní síðastliðins. Í ársreikningi KS-samstæðunnar kemur fram að bundnar bankainnstæður hennar nemi einum milljarði króna og að þær séu „innstæður inni á vörslureikningi í Landsbankanum vegna skuldbindingar FISK Seafood hf. vegna fyrirhugaðrar hlutafjárkaupa í Olís hf.". Kaupfélagsstjóri KS er Þórólfur Gíslason. - þsj
Fréttir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira