Kartöflubændur of fáir fyrir markaðinn 29. ágúst 2012 09:00 Kartöfluuppskera Heildarkartöfluuppskera síðustu ára hefur verið sveiflukennd vegna frosta og þurrka og er allt útlit fyrir lélega uppskeru í haust. Íslenskum kartöflubændum hefur fækkað úr hundrað í þrjátíu á síðustu tíu árum. Næturfrost síðustu daga og þurrkar sumarsins munu hafa slæm áhrif á kartöfluuppskeru þessa árs hjá kartöflubændum, sérstaklega á Norðurlandi. Bergvin Jóhannsson, formaður Sambands kartöflubænda, segir það áhyggjuefni hversu fáir bændur eru eftir. „Á meðan okkur er haldið í gíslingu með verðlag hættir sér enginn út í þetta," segir Bergvin. „Við náum ekki að verðleggja vöruna sjálfir og höfum verið á sama róli árum saman þrátt fyrir að aðföng hafi hækkað gríðarlega í verði." Bergvin bendir á að um 1985 hafi verið skráðir 38 kartöflubændur í Eyjafjarðarsveit einni saman, en nú séu þeir þrír. Þá hafi verið um tvö hundruð á landinu öllu. „Þegar þetta eldist af mönnum kemur enginn í staðinn," segir hann. „En vissulega eru þeir sem eftir eru umfangsmeiri en áður." Allt útlit er fyrir nokkurn uppskerubrest í haust, en þó ekki eins mikinn og í fyrra. Íslenskar kartöflur hættu að fást í verslunum í apríl síðastliðnum og voru ófáanlegar í þrjá mánuði. Helgi Örlygsson, bóndi á Þórustöðum í Eyjafjarðarsveit, segir haustið hafa lofað nokkuð góðu, en næturfrost síðustu daga hafi skemmt uppskeru síðustu daga ágústmánaðar og þá fyrstu í september. „Þetta var ansi lélegt í fyrra út af frostaveðrum í ágúst og ætli þetta verði ekki svipað núna. Jafnvel minna vegna þurrkanna," segir hann. Fjárhagslegt tap segir Helgi hlaupa á milljónum. „En maður getur ekki verið að reikna svoleiðis út fyrir fram. Þetta er happdrætti á hverju ári." Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, segir greinilegt að kartöfluuppskera síðustu ára nái ekki að anna eftirspurn. Draumurinn sé vissulega að ná að metta markaðinn. „Ég mundi vilja hækka verð á kartöflum, en þarna ráða samningar á milli smásölu og framleiðanda," segir hann. „Svo koma hörð ár og uppskera minnkar um tugi prósenta, þá er mjög auðvelt að gefast upp. Að hafa litla afkomu ár eftir ár og fá svo uppskerubrest, það er rosalegt högg." sunna@frettabladid.is Kartöflurækt Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Íslenskum kartöflubændum hefur fækkað úr hundrað í þrjátíu á síðustu tíu árum. Næturfrost síðustu daga og þurrkar sumarsins munu hafa slæm áhrif á kartöfluuppskeru þessa árs hjá kartöflubændum, sérstaklega á Norðurlandi. Bergvin Jóhannsson, formaður Sambands kartöflubænda, segir það áhyggjuefni hversu fáir bændur eru eftir. „Á meðan okkur er haldið í gíslingu með verðlag hættir sér enginn út í þetta," segir Bergvin. „Við náum ekki að verðleggja vöruna sjálfir og höfum verið á sama róli árum saman þrátt fyrir að aðföng hafi hækkað gríðarlega í verði." Bergvin bendir á að um 1985 hafi verið skráðir 38 kartöflubændur í Eyjafjarðarsveit einni saman, en nú séu þeir þrír. Þá hafi verið um tvö hundruð á landinu öllu. „Þegar þetta eldist af mönnum kemur enginn í staðinn," segir hann. „En vissulega eru þeir sem eftir eru umfangsmeiri en áður." Allt útlit er fyrir nokkurn uppskerubrest í haust, en þó ekki eins mikinn og í fyrra. Íslenskar kartöflur hættu að fást í verslunum í apríl síðastliðnum og voru ófáanlegar í þrjá mánuði. Helgi Örlygsson, bóndi á Þórustöðum í Eyjafjarðarsveit, segir haustið hafa lofað nokkuð góðu, en næturfrost síðustu daga hafi skemmt uppskeru síðustu daga ágústmánaðar og þá fyrstu í september. „Þetta var ansi lélegt í fyrra út af frostaveðrum í ágúst og ætli þetta verði ekki svipað núna. Jafnvel minna vegna þurrkanna," segir hann. Fjárhagslegt tap segir Helgi hlaupa á milljónum. „En maður getur ekki verið að reikna svoleiðis út fyrir fram. Þetta er happdrætti á hverju ári." Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, segir greinilegt að kartöfluuppskera síðustu ára nái ekki að anna eftirspurn. Draumurinn sé vissulega að ná að metta markaðinn. „Ég mundi vilja hækka verð á kartöflum, en þarna ráða samningar á milli smásölu og framleiðanda," segir hann. „Svo koma hörð ár og uppskera minnkar um tugi prósenta, þá er mjög auðvelt að gefast upp. Að hafa litla afkomu ár eftir ár og fá svo uppskerubrest, það er rosalegt högg." sunna@frettabladid.is
Kartöflurækt Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira