Kartöflubændur of fáir fyrir markaðinn 29. ágúst 2012 09:00 Kartöfluuppskera Heildarkartöfluuppskera síðustu ára hefur verið sveiflukennd vegna frosta og þurrka og er allt útlit fyrir lélega uppskeru í haust. Íslenskum kartöflubændum hefur fækkað úr hundrað í þrjátíu á síðustu tíu árum. Næturfrost síðustu daga og þurrkar sumarsins munu hafa slæm áhrif á kartöfluuppskeru þessa árs hjá kartöflubændum, sérstaklega á Norðurlandi. Bergvin Jóhannsson, formaður Sambands kartöflubænda, segir það áhyggjuefni hversu fáir bændur eru eftir. „Á meðan okkur er haldið í gíslingu með verðlag hættir sér enginn út í þetta," segir Bergvin. „Við náum ekki að verðleggja vöruna sjálfir og höfum verið á sama róli árum saman þrátt fyrir að aðföng hafi hækkað gríðarlega í verði." Bergvin bendir á að um 1985 hafi verið skráðir 38 kartöflubændur í Eyjafjarðarsveit einni saman, en nú séu þeir þrír. Þá hafi verið um tvö hundruð á landinu öllu. „Þegar þetta eldist af mönnum kemur enginn í staðinn," segir hann. „En vissulega eru þeir sem eftir eru umfangsmeiri en áður." Allt útlit er fyrir nokkurn uppskerubrest í haust, en þó ekki eins mikinn og í fyrra. Íslenskar kartöflur hættu að fást í verslunum í apríl síðastliðnum og voru ófáanlegar í þrjá mánuði. Helgi Örlygsson, bóndi á Þórustöðum í Eyjafjarðarsveit, segir haustið hafa lofað nokkuð góðu, en næturfrost síðustu daga hafi skemmt uppskeru síðustu daga ágústmánaðar og þá fyrstu í september. „Þetta var ansi lélegt í fyrra út af frostaveðrum í ágúst og ætli þetta verði ekki svipað núna. Jafnvel minna vegna þurrkanna," segir hann. Fjárhagslegt tap segir Helgi hlaupa á milljónum. „En maður getur ekki verið að reikna svoleiðis út fyrir fram. Þetta er happdrætti á hverju ári." Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, segir greinilegt að kartöfluuppskera síðustu ára nái ekki að anna eftirspurn. Draumurinn sé vissulega að ná að metta markaðinn. „Ég mundi vilja hækka verð á kartöflum, en þarna ráða samningar á milli smásölu og framleiðanda," segir hann. „Svo koma hörð ár og uppskera minnkar um tugi prósenta, þá er mjög auðvelt að gefast upp. Að hafa litla afkomu ár eftir ár og fá svo uppskerubrest, það er rosalegt högg." sunna@frettabladid.is Kartöflurækt Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Sjá meira
Íslenskum kartöflubændum hefur fækkað úr hundrað í þrjátíu á síðustu tíu árum. Næturfrost síðustu daga og þurrkar sumarsins munu hafa slæm áhrif á kartöfluuppskeru þessa árs hjá kartöflubændum, sérstaklega á Norðurlandi. Bergvin Jóhannsson, formaður Sambands kartöflubænda, segir það áhyggjuefni hversu fáir bændur eru eftir. „Á meðan okkur er haldið í gíslingu með verðlag hættir sér enginn út í þetta," segir Bergvin. „Við náum ekki að verðleggja vöruna sjálfir og höfum verið á sama róli árum saman þrátt fyrir að aðföng hafi hækkað gríðarlega í verði." Bergvin bendir á að um 1985 hafi verið skráðir 38 kartöflubændur í Eyjafjarðarsveit einni saman, en nú séu þeir þrír. Þá hafi verið um tvö hundruð á landinu öllu. „Þegar þetta eldist af mönnum kemur enginn í staðinn," segir hann. „En vissulega eru þeir sem eftir eru umfangsmeiri en áður." Allt útlit er fyrir nokkurn uppskerubrest í haust, en þó ekki eins mikinn og í fyrra. Íslenskar kartöflur hættu að fást í verslunum í apríl síðastliðnum og voru ófáanlegar í þrjá mánuði. Helgi Örlygsson, bóndi á Þórustöðum í Eyjafjarðarsveit, segir haustið hafa lofað nokkuð góðu, en næturfrost síðustu daga hafi skemmt uppskeru síðustu daga ágústmánaðar og þá fyrstu í september. „Þetta var ansi lélegt í fyrra út af frostaveðrum í ágúst og ætli þetta verði ekki svipað núna. Jafnvel minna vegna þurrkanna," segir hann. Fjárhagslegt tap segir Helgi hlaupa á milljónum. „En maður getur ekki verið að reikna svoleiðis út fyrir fram. Þetta er happdrætti á hverju ári." Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, segir greinilegt að kartöfluuppskera síðustu ára nái ekki að anna eftirspurn. Draumurinn sé vissulega að ná að metta markaðinn. „Ég mundi vilja hækka verð á kartöflum, en þarna ráða samningar á milli smásölu og framleiðanda," segir hann. „Svo koma hörð ár og uppskera minnkar um tugi prósenta, þá er mjög auðvelt að gefast upp. Að hafa litla afkomu ár eftir ár og fá svo uppskerubrest, það er rosalegt högg." sunna@frettabladid.is
Kartöflurækt Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Sjá meira