Einstakt að fá að vinna með Sir Kenneth Branagh 29. ágúst 2012 09:00 Í tökum Magni Ágústsson kvikmyndatökustjóri vann við gerð þáttanna Spy sem sýndir eru í Sjónvarpinu. Mynd/árni Þór jónsson Magni Ágústsson, kvikmyndatökustjóri og meðlimur í Félagi íslenskra kvikmyndatökustjóra, hefur starfað innan kvikmyndabransans í sautján ár. Hann er búsettur í London og vann meðal annars sem tökumaður við gerð sjónvarpsþáttanna Spy sem nú eru sýndir í Ríkisjónvarpinu. „Ég byrjaði í bransanum fyrir sautján árum og vann mig hægt og rólega upp í starf kvikmyndatökustjóra. Þegar ég byrjaði vann ég við hin ýmsu störf á tökustað en þar sem ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun og kvikmyndatöku lá leiðin í þetta starf frekar en eitthvað annað," útskýrir Magni. Spy eru gamanþættir sem voru framleiddir fyrir Sky-sjónvarpsstöðina og fara Darren Boyd og Robert Lindsay með aðalhlutverkin í þáttunum. Alls eru sex þættir í fyrstu þáttaröðinni og tók Magni þá alla upp. „Þetta var mjög skemmtilegt verkefni, en afskaplega krefjandi. Önnur þáttaröð er í bígerð en ég var upptekinn og gat ekki tekið þátt í því verkefni," segir Magni. Magni vann einnig við breska endurgerð sjónvarpsþáttanna um sænska lögreglumanninn Wallander. Sir Kenneth Branagh fer með hlutverk lögreglumannsins snjalla og um samstarfið segir Magni: „Það sem stendur upp úr er að hann er með svo háan gæðastuðul að ég hef sjaldan séð annað eins. Það er í raun stórmerkilegt hversu mikill fagmaður hann er í starfi." Tökur á þáttunum fóru fram í Svíþjóð og dvaldi Magni þar í þrjá mánuði. Hann viðurkennir að mikið flakk fylgi starfinu og segir það bæði kost og galla. „Það getur verið skemmtilegt á köflum en líka dapurlegt, maður er endalaust að „tékka" sig inn á flugvöllum og á hótel. En á sama tíma er gaman að sjá og kynnast stöðum sem maður mundi ef til vill ekki annars heimsækja," segir hann að lokum. sara@frettabladid.is Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Sjá meira
Magni Ágústsson, kvikmyndatökustjóri og meðlimur í Félagi íslenskra kvikmyndatökustjóra, hefur starfað innan kvikmyndabransans í sautján ár. Hann er búsettur í London og vann meðal annars sem tökumaður við gerð sjónvarpsþáttanna Spy sem nú eru sýndir í Ríkisjónvarpinu. „Ég byrjaði í bransanum fyrir sautján árum og vann mig hægt og rólega upp í starf kvikmyndatökustjóra. Þegar ég byrjaði vann ég við hin ýmsu störf á tökustað en þar sem ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun og kvikmyndatöku lá leiðin í þetta starf frekar en eitthvað annað," útskýrir Magni. Spy eru gamanþættir sem voru framleiddir fyrir Sky-sjónvarpsstöðina og fara Darren Boyd og Robert Lindsay með aðalhlutverkin í þáttunum. Alls eru sex þættir í fyrstu þáttaröðinni og tók Magni þá alla upp. „Þetta var mjög skemmtilegt verkefni, en afskaplega krefjandi. Önnur þáttaröð er í bígerð en ég var upptekinn og gat ekki tekið þátt í því verkefni," segir Magni. Magni vann einnig við breska endurgerð sjónvarpsþáttanna um sænska lögreglumanninn Wallander. Sir Kenneth Branagh fer með hlutverk lögreglumannsins snjalla og um samstarfið segir Magni: „Það sem stendur upp úr er að hann er með svo háan gæðastuðul að ég hef sjaldan séð annað eins. Það er í raun stórmerkilegt hversu mikill fagmaður hann er í starfi." Tökur á þáttunum fóru fram í Svíþjóð og dvaldi Magni þar í þrjá mánuði. Hann viðurkennir að mikið flakk fylgi starfinu og segir það bæði kost og galla. „Það getur verið skemmtilegt á köflum en líka dapurlegt, maður er endalaust að „tékka" sig inn á flugvöllum og á hótel. En á sama tíma er gaman að sjá og kynnast stöðum sem maður mundi ef til vill ekki annars heimsækja," segir hann að lokum. sara@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Sjá meira