Bauðst starf eftir danskeppni 30. ágúst 2012 09:45 Á leið út Lindu Ósk Valdimarsdóttur bauðst starf yfirkennara við Dansakademíuna í Malmö eftir frammistöðu sína í Rampljuset.fréttablaðið/gva Linda Ósk Valdimarsdóttir dansari kom fram í hæfileikakeppninni Rampljuset sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu í maí. Þættirnir njóta mikilla vinsælda og í kjölfar þeirra var Lindu Ósk boðið starf yfirkennara hjá Dansakademíunni í Malmö. „Þetta er enginn smá heiður fyrir mig, aðeins tvítuga stelpuna," segir Linda Ósk og bætir við: „Ég hef gengið frá öllum samningum við skólann og flyt út á morgun [í gær]. Fyrsta verkefnið mitt er strax á sunnudag en þá verð ég einn af þremur dómurum í áheyrnarprufum fyrir sýningarhóp skólans." Að sögn Lindu bar flutningana skjótt að og hefur hún til að mynda aldrei hitt skólastjóra skólans. Hún kveðst þó spennt fyrir vinnunni og segir þetta ævintýri líkast. „Ég er búin að selja allt dótið mitt og fer út með aðeins eina 20 kílóa ferðatösku. Það er engin eftirsjá eftir dótinu mínu, mér finnst þetta allt bara ótrúlega spennandi og ég hlakka til að upplifa ný ævintýri, nýtt land og nýtt tungumál." Linda Ósk gerði samning til sex mánaða við skólann en telur líklegt að hún dvelji í það minnsta í tvö ár í Svíþjóð. Hún segir jafnframt að óalgengt sé að yfirkennarar séu ráðnir á þennan hátt. „Bæði hefur skólastjórinn ekki hitt mig og það er líka óalgengt að yfirkennarar séu svona ungir." Linda Ósk er eigandi dansskólans Rebel Dance Studio og dansar að auki með Rebel-dansflokknum. Hún segir dansskólann vera í góðum höndum í hennar fjarveru því meðeigandi hennar, Helga Ásta Ólafsdóttir, tekur við rekstrinum. - sm Lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
Linda Ósk Valdimarsdóttir dansari kom fram í hæfileikakeppninni Rampljuset sem sýnd var í sænska ríkissjónvarpinu í maí. Þættirnir njóta mikilla vinsælda og í kjölfar þeirra var Lindu Ósk boðið starf yfirkennara hjá Dansakademíunni í Malmö. „Þetta er enginn smá heiður fyrir mig, aðeins tvítuga stelpuna," segir Linda Ósk og bætir við: „Ég hef gengið frá öllum samningum við skólann og flyt út á morgun [í gær]. Fyrsta verkefnið mitt er strax á sunnudag en þá verð ég einn af þremur dómurum í áheyrnarprufum fyrir sýningarhóp skólans." Að sögn Lindu bar flutningana skjótt að og hefur hún til að mynda aldrei hitt skólastjóra skólans. Hún kveðst þó spennt fyrir vinnunni og segir þetta ævintýri líkast. „Ég er búin að selja allt dótið mitt og fer út með aðeins eina 20 kílóa ferðatösku. Það er engin eftirsjá eftir dótinu mínu, mér finnst þetta allt bara ótrúlega spennandi og ég hlakka til að upplifa ný ævintýri, nýtt land og nýtt tungumál." Linda Ósk gerði samning til sex mánaða við skólann en telur líklegt að hún dvelji í það minnsta í tvö ár í Svíþjóð. Hún segir jafnframt að óalgengt sé að yfirkennarar séu ráðnir á þennan hátt. „Bæði hefur skólastjórinn ekki hitt mig og það er líka óalgengt að yfirkennarar séu svona ungir." Linda Ósk er eigandi dansskólans Rebel Dance Studio og dansar að auki með Rebel-dansflokknum. Hún segir dansskólann vera í góðum höndum í hennar fjarveru því meðeigandi hennar, Helga Ásta Ólafsdóttir, tekur við rekstrinum. - sm
Lífið Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira