Meira frá Mumford & Sons 20. september 2012 16:00 Forsprakkinn Marcus Mumford á tónleikum með hljómsveitinni Mumford & Sons. nordicphotos/Getty Önnur plata Mumford & Sons kemur út eftir helgi. Sú síðasta, Sigh No More, náði öðru sæti bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Ensku þjóðlagapoppararnir í Mumford & Sons, sem Of Monsters and Men hefur stundum verið líkt við, senda frá sér sína aðra plötu, Babel, eftir helgi. Eftirvæntingin er mikil því frumburðurinn Sigh No More hitti beint í mark og náði öðru sætinu bæði á breska og bandaríska sölulistanum, sem þýðir að hljómsveitin er mjög vinsæl beggja vegna Atlantshafsins. Mumford & Sons hefur verið á stífu tónleikaferðalagi til að fylgja Sigh No More eftir. Nýja platan var tekin upp á eins og hálfs árs tímabili og notaði sveitin tækifæri þegar hún var ekki að spila til að hittast í hljóðveri og negla nýju lögin niður. Upptökurnar gengu vel og var það Markus Dravs sem sat við takkaborðið, rétt eins og á síðustu plötu. Hann hefur áður unnið með Arcade Fire við gerð Neon Bible og Björk við upptökur á Homogenic. Mumford & Sons var stofnuð árið 2007 af þeim Marcus Mumford, Country Winston, Ben Lovett og Ted Dwane. Þeir sameinuðust í tónlistarsenunni í London yfir áhuga sínum á sveita-, blágresis- og þjóðlagatónlist. Þeir ákváðu að blanda henni saman og flytja af meiri krafti og ákafa en þeir höfðu hingað til verið vanir að heyra. Árið 2008 voru félagarnir duglegir við spilamennsku. Þeir tróðu upp á Glastonbury-hátíðinni og hituðu svo upp fyrir Lauru Marling og Johnny Flynn and the Sussex Wit á sinni fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin. Eftir að hafa gefið út nokkrar EP-plötur sem fengu fínar viðtökur var röðin komin að Sigh No More þar sem lög á borð við Little Lion Man og The Cave nutu mikilla vinsælda. Mumford & Sons var í framhaldinu heiðruð með tvennum Grammy-verðlaunum, eða sem besti nýliðinn og fyrir besta rokklagið (Little Lion Man), og einnig fengu félagarnir Brit-verðlaunin fyrir bestu bresku plötuna. Fram undan hjá hljómsveitinni er tónleikaferð um Ástralíu og Nýja Sjáland og á næsta ári er von á áframhaldandi spilamennsku víða um heim. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Önnur plata Mumford & Sons kemur út eftir helgi. Sú síðasta, Sigh No More, náði öðru sæti bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Ensku þjóðlagapoppararnir í Mumford & Sons, sem Of Monsters and Men hefur stundum verið líkt við, senda frá sér sína aðra plötu, Babel, eftir helgi. Eftirvæntingin er mikil því frumburðurinn Sigh No More hitti beint í mark og náði öðru sætinu bæði á breska og bandaríska sölulistanum, sem þýðir að hljómsveitin er mjög vinsæl beggja vegna Atlantshafsins. Mumford & Sons hefur verið á stífu tónleikaferðalagi til að fylgja Sigh No More eftir. Nýja platan var tekin upp á eins og hálfs árs tímabili og notaði sveitin tækifæri þegar hún var ekki að spila til að hittast í hljóðveri og negla nýju lögin niður. Upptökurnar gengu vel og var það Markus Dravs sem sat við takkaborðið, rétt eins og á síðustu plötu. Hann hefur áður unnið með Arcade Fire við gerð Neon Bible og Björk við upptökur á Homogenic. Mumford & Sons var stofnuð árið 2007 af þeim Marcus Mumford, Country Winston, Ben Lovett og Ted Dwane. Þeir sameinuðust í tónlistarsenunni í London yfir áhuga sínum á sveita-, blágresis- og þjóðlagatónlist. Þeir ákváðu að blanda henni saman og flytja af meiri krafti og ákafa en þeir höfðu hingað til verið vanir að heyra. Árið 2008 voru félagarnir duglegir við spilamennsku. Þeir tróðu upp á Glastonbury-hátíðinni og hituðu svo upp fyrir Lauru Marling og Johnny Flynn and the Sussex Wit á sinni fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin. Eftir að hafa gefið út nokkrar EP-plötur sem fengu fínar viðtökur var röðin komin að Sigh No More þar sem lög á borð við Little Lion Man og The Cave nutu mikilla vinsælda. Mumford & Sons var í framhaldinu heiðruð með tvennum Grammy-verðlaunum, eða sem besti nýliðinn og fyrir besta rokklagið (Little Lion Man), og einnig fengu félagarnir Brit-verðlaunin fyrir bestu bresku plötuna. Fram undan hjá hljómsveitinni er tónleikaferð um Ástralíu og Nýja Sjáland og á næsta ári er von á áframhaldandi spilamennsku víða um heim. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira