Ósammála um tilurð "Já sæll!“-frasans í Vöktunum 26. september 2012 10:00 Já sæll! Ólafur Ragnar fór hamförum með frösunum sínum í Vaktaseríunum þremur. Jón Gunnar Geirdal hefur iðulega verið nefndur maðurinn á bak við þá og hlotið viðurnefnið frasakóngurinn. Ragnar Bragason leikstjóri segir flesta frasana hafa orðið til á handritsfundum. „Það er fullgróft að halda því fram að Jón Gunnar eigi alla frasana sem hrjóta af vörum Ólafs Ragnars í Vaktaseríunni. Pétur Jóhann hitti hann á einum fundi og fékk ráðgjöf en stærstur hluti frasanna varð bara til á handritsfundum," segir Ragnar Bragason, leikstjóri og einn handritshöfunda Vaktaseríunnar sívinsælu. Ragnar setti stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sína á mánudag þar sem hann kveðst orðinn þreyttur á þeim misskilningi fjölmiðla að markaðsmaðurinn Jón Gunnar Geirdal eigi heiðurinn af öllum frösum Næturvaktarinnar. Jón Gunnar hefur víða verið nefndur höfundur frasanna frá því þættirnir hófu göngu sína árið 2007 og síðast var minnst á það í frétt á Mbl.is fyrir helgi. Nefnir Ragnar sem dæmi einn þekktasta frasa seríanna, „já sæll!," sem er einkennandi fyrir karakterinn Ólaf Ragnar (sem leikinn er af Pétri Jóhanni Sigfússyni). „Þetta er Garðabæjarfrasi sem ég fékk frá Þóri Snæ Sigurjónssyni [kvikmyndaframleiðanda hjá Zik Zak] vini mínum. Hann og hans vinahópur hafa notað þennan frasa óspart síðustu fimmtán ár og eiga hann skuldlaust," segir Ragnar. Jón Gunnar er ósammála Ragnari um uppruna „Já sæll"-frasans og nefnir einmitt hann sem einn af sínum. „Ég á alls ekkert alla frasana í Vöktunum en ég á vissulega nokkra góða eins og „eigum við að ræða það eitthvað", „já sæll!", „guggur" og fleira," segir Jón Gunnar. „Ég hef djókað með það að ég eigi bara þessa fyndnustu og skemmtilegustu frasa," bætir hann við og hlær. Hann segir þá Pétur Jóhann hafa þekkst í mörg ár og vera góða vini. Þeir hafi því hist á einum fundi og Jón Gunnar komið með tillögur, enda þekktur fyrir frasanotkun í sínu daglega lífi. „Fólk sem þekkir mig sér það alveg að karakterinn er að hluta til byggður á mér og því hvernig ég tala," segir hann. Hann telur viðurnefnið frasakóngur þó ekki endilega tengjast Vaktarseríunum. „Ég hef þótt orðheppinn og tel þetta komið til vegna þess. Ég á í það minnsta engan heiður af þessum stórkostlegu seríum, enda kom ég ekki nálægt neinni handritagerð," útskýrir hann. Jón Gunnar segir þó um níutíu prósent þeirra frasa sem hann bar á borð hafa ratað í handrit þáttanna á einhverjum tímapunkti. „Ef ég væri í Ameríku og hefði átt einkarétt á þessum stærstu frösum væri ég líklega hallandi mér aftur í sólstól með regnhlíf í glasinu mínu um þessar mundir." tinnaros@frettabladid.is Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Sjá meira
„Það er fullgróft að halda því fram að Jón Gunnar eigi alla frasana sem hrjóta af vörum Ólafs Ragnars í Vaktaseríunni. Pétur Jóhann hitti hann á einum fundi og fékk ráðgjöf en stærstur hluti frasanna varð bara til á handritsfundum," segir Ragnar Bragason, leikstjóri og einn handritshöfunda Vaktaseríunnar sívinsælu. Ragnar setti stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sína á mánudag þar sem hann kveðst orðinn þreyttur á þeim misskilningi fjölmiðla að markaðsmaðurinn Jón Gunnar Geirdal eigi heiðurinn af öllum frösum Næturvaktarinnar. Jón Gunnar hefur víða verið nefndur höfundur frasanna frá því þættirnir hófu göngu sína árið 2007 og síðast var minnst á það í frétt á Mbl.is fyrir helgi. Nefnir Ragnar sem dæmi einn þekktasta frasa seríanna, „já sæll!," sem er einkennandi fyrir karakterinn Ólaf Ragnar (sem leikinn er af Pétri Jóhanni Sigfússyni). „Þetta er Garðabæjarfrasi sem ég fékk frá Þóri Snæ Sigurjónssyni [kvikmyndaframleiðanda hjá Zik Zak] vini mínum. Hann og hans vinahópur hafa notað þennan frasa óspart síðustu fimmtán ár og eiga hann skuldlaust," segir Ragnar. Jón Gunnar er ósammála Ragnari um uppruna „Já sæll"-frasans og nefnir einmitt hann sem einn af sínum. „Ég á alls ekkert alla frasana í Vöktunum en ég á vissulega nokkra góða eins og „eigum við að ræða það eitthvað", „já sæll!", „guggur" og fleira," segir Jón Gunnar. „Ég hef djókað með það að ég eigi bara þessa fyndnustu og skemmtilegustu frasa," bætir hann við og hlær. Hann segir þá Pétur Jóhann hafa þekkst í mörg ár og vera góða vini. Þeir hafi því hist á einum fundi og Jón Gunnar komið með tillögur, enda þekktur fyrir frasanotkun í sínu daglega lífi. „Fólk sem þekkir mig sér það alveg að karakterinn er að hluta til byggður á mér og því hvernig ég tala," segir hann. Hann telur viðurnefnið frasakóngur þó ekki endilega tengjast Vaktarseríunum. „Ég hef þótt orðheppinn og tel þetta komið til vegna þess. Ég á í það minnsta engan heiður af þessum stórkostlegu seríum, enda kom ég ekki nálægt neinni handritagerð," útskýrir hann. Jón Gunnar segir þó um níutíu prósent þeirra frasa sem hann bar á borð hafa ratað í handrit þáttanna á einhverjum tímapunkti. „Ef ég væri í Ameríku og hefði átt einkarétt á þessum stærstu frösum væri ég líklega hallandi mér aftur í sólstól með regnhlíf í glasinu mínu um þessar mundir." tinnaros@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Fleiri fréttir Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Sjá meira