Ósammála um tilurð "Já sæll!“-frasans í Vöktunum 26. september 2012 10:00 Já sæll! Ólafur Ragnar fór hamförum með frösunum sínum í Vaktaseríunum þremur. Jón Gunnar Geirdal hefur iðulega verið nefndur maðurinn á bak við þá og hlotið viðurnefnið frasakóngurinn. Ragnar Bragason leikstjóri segir flesta frasana hafa orðið til á handritsfundum. „Það er fullgróft að halda því fram að Jón Gunnar eigi alla frasana sem hrjóta af vörum Ólafs Ragnars í Vaktaseríunni. Pétur Jóhann hitti hann á einum fundi og fékk ráðgjöf en stærstur hluti frasanna varð bara til á handritsfundum," segir Ragnar Bragason, leikstjóri og einn handritshöfunda Vaktaseríunnar sívinsælu. Ragnar setti stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sína á mánudag þar sem hann kveðst orðinn þreyttur á þeim misskilningi fjölmiðla að markaðsmaðurinn Jón Gunnar Geirdal eigi heiðurinn af öllum frösum Næturvaktarinnar. Jón Gunnar hefur víða verið nefndur höfundur frasanna frá því þættirnir hófu göngu sína árið 2007 og síðast var minnst á það í frétt á Mbl.is fyrir helgi. Nefnir Ragnar sem dæmi einn þekktasta frasa seríanna, „já sæll!," sem er einkennandi fyrir karakterinn Ólaf Ragnar (sem leikinn er af Pétri Jóhanni Sigfússyni). „Þetta er Garðabæjarfrasi sem ég fékk frá Þóri Snæ Sigurjónssyni [kvikmyndaframleiðanda hjá Zik Zak] vini mínum. Hann og hans vinahópur hafa notað þennan frasa óspart síðustu fimmtán ár og eiga hann skuldlaust," segir Ragnar. Jón Gunnar er ósammála Ragnari um uppruna „Já sæll"-frasans og nefnir einmitt hann sem einn af sínum. „Ég á alls ekkert alla frasana í Vöktunum en ég á vissulega nokkra góða eins og „eigum við að ræða það eitthvað", „já sæll!", „guggur" og fleira," segir Jón Gunnar. „Ég hef djókað með það að ég eigi bara þessa fyndnustu og skemmtilegustu frasa," bætir hann við og hlær. Hann segir þá Pétur Jóhann hafa þekkst í mörg ár og vera góða vini. Þeir hafi því hist á einum fundi og Jón Gunnar komið með tillögur, enda þekktur fyrir frasanotkun í sínu daglega lífi. „Fólk sem þekkir mig sér það alveg að karakterinn er að hluta til byggður á mér og því hvernig ég tala," segir hann. Hann telur viðurnefnið frasakóngur þó ekki endilega tengjast Vaktarseríunum. „Ég hef þótt orðheppinn og tel þetta komið til vegna þess. Ég á í það minnsta engan heiður af þessum stórkostlegu seríum, enda kom ég ekki nálægt neinni handritagerð," útskýrir hann. Jón Gunnar segir þó um níutíu prósent þeirra frasa sem hann bar á borð hafa ratað í handrit þáttanna á einhverjum tímapunkti. „Ef ég væri í Ameríku og hefði átt einkarétt á þessum stærstu frösum væri ég líklega hallandi mér aftur í sólstól með regnhlíf í glasinu mínu um þessar mundir." tinnaros@frettabladid.is Lífið Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
„Það er fullgróft að halda því fram að Jón Gunnar eigi alla frasana sem hrjóta af vörum Ólafs Ragnars í Vaktaseríunni. Pétur Jóhann hitti hann á einum fundi og fékk ráðgjöf en stærstur hluti frasanna varð bara til á handritsfundum," segir Ragnar Bragason, leikstjóri og einn handritshöfunda Vaktaseríunnar sívinsælu. Ragnar setti stöðuuppfærslu á Facebook-síðu sína á mánudag þar sem hann kveðst orðinn þreyttur á þeim misskilningi fjölmiðla að markaðsmaðurinn Jón Gunnar Geirdal eigi heiðurinn af öllum frösum Næturvaktarinnar. Jón Gunnar hefur víða verið nefndur höfundur frasanna frá því þættirnir hófu göngu sína árið 2007 og síðast var minnst á það í frétt á Mbl.is fyrir helgi. Nefnir Ragnar sem dæmi einn þekktasta frasa seríanna, „já sæll!," sem er einkennandi fyrir karakterinn Ólaf Ragnar (sem leikinn er af Pétri Jóhanni Sigfússyni). „Þetta er Garðabæjarfrasi sem ég fékk frá Þóri Snæ Sigurjónssyni [kvikmyndaframleiðanda hjá Zik Zak] vini mínum. Hann og hans vinahópur hafa notað þennan frasa óspart síðustu fimmtán ár og eiga hann skuldlaust," segir Ragnar. Jón Gunnar er ósammála Ragnari um uppruna „Já sæll"-frasans og nefnir einmitt hann sem einn af sínum. „Ég á alls ekkert alla frasana í Vöktunum en ég á vissulega nokkra góða eins og „eigum við að ræða það eitthvað", „já sæll!", „guggur" og fleira," segir Jón Gunnar. „Ég hef djókað með það að ég eigi bara þessa fyndnustu og skemmtilegustu frasa," bætir hann við og hlær. Hann segir þá Pétur Jóhann hafa þekkst í mörg ár og vera góða vini. Þeir hafi því hist á einum fundi og Jón Gunnar komið með tillögur, enda þekktur fyrir frasanotkun í sínu daglega lífi. „Fólk sem þekkir mig sér það alveg að karakterinn er að hluta til byggður á mér og því hvernig ég tala," segir hann. Hann telur viðurnefnið frasakóngur þó ekki endilega tengjast Vaktarseríunum. „Ég hef þótt orðheppinn og tel þetta komið til vegna þess. Ég á í það minnsta engan heiður af þessum stórkostlegu seríum, enda kom ég ekki nálægt neinni handritagerð," útskýrir hann. Jón Gunnar segir þó um níutíu prósent þeirra frasa sem hann bar á borð hafa ratað í handrit þáttanna á einhverjum tímapunkti. „Ef ég væri í Ameríku og hefði átt einkarétt á þessum stærstu frösum væri ég líklega hallandi mér aftur í sólstól með regnhlíf í glasinu mínu um þessar mundir." tinnaros@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira