Spá hagvaxtarskeiði á árunum 2012-2014 27. september 2012 05:00 Óvissa Í máli Ingólfs Bender, forstöðumanns Greiningar Íslandsbanka, kom fram að neikvæð þróun alþjóðlegra efnahagsmála, tafir eða frestun á stórum atvinnuvegafjárfestingum og óvissa um afnám gjaldeyrishafta gæti haft neikvæð áhrif á spána. fréttablaðið/valli Hagvöxtur mun verða 3,2 prósent í ár, 3,4 prósent á næsta ári og 3,2 prósent árið 2014. Þessi aukning mun verða til þess að slaki í hagkerfinu hverfur. Hagvöxturinn verður ekki einungis drifinn áfram af aukinni einkaneyslu heldur skipta aukin verðmæti sjávarútvegs, aukinn ferðamannastraumur og fjárfesting í orkuframkvæmdum líka miklu máli í vextinum. Þetta eru helstu niðurstöður þjóðhagsspár Greiningar Íslandsbanka sem kynnt var á fjármálaþingi bankans í gær. Spáin nær til loka árs 2014. Í máli Ingólfs Bender, forstöðumanns Greiningar bankans, kom meðal annars fram að vöxtur væri á flestum sviðum íslensks efnahagslífs og að markverður árangur hefði náðst við að vinna á kerfisvandamálum. Í spánni er þó tekið fram að talsverð óvissa ríki um þróun ákveðinna þátta. Neikvæð þróun alþjóðlegra efnahagsmála myndi til að mynda hafa slæm áhrif á hagvöxt hérlendis. Það myndu tafir eða frestun á stórum atvinnuvegafjárfestingum á borð við álver í Helguvík líka hafa. Þá ríkir óvissa um afnám gjaldeyrishafta en Ingólfur sagðist gera ráð fyrir því að þau myndu að minnsta kosti lifa út spátímann, eða til loka árs 2014. Í máli Ingólfs kom fram að aukin einkaneysla sé til merkis um að heimili landsins séu að komast upp úr öldudalnum. Því til stuðnings gerir spáin ráð fyrir að um 25 prósenta vöxtur verði á fjárfestingu í íbúðahúsnæði á næsta ári. Þá er reiknað með að fjárfesting sem hlutfall af vergri landsframleiðslu muni hækka á ný á spátímabilinu. Ingólfur sagði að spáin gerði ráð fyrir um 170 milljarða króna atvinnufjárfestingu á næsta ári og þar af myndu um 50 milljarðar króna verða fjárfestir í orkutengdum verkefnum. Þá myndu fjárfestingar hins opinbera vaxa að nýju á næsta ári. Gert er ráð fyrir að hækkandi ál- og fiskverð og lækkun olíuverðs á tímabilinu muni skila aukinni arðsemi af utanríkisviðskiptum. Ef gömlu bankarnir og Actavis eru undanskilin gerir spáin ráð fyrir því að viðskiptaafgangur verði á bilinu tvö til þrjú prósent á árunum 2012-2014. Allt þetta muni skila allt að 3,4 prósenta hagvexti á tímabilinu. Í alþjóðlegum samanburði er staða Íslands, ef hún er mæld einvörðungu út frá hagvexti, mjög góð. Í síðustu opinberu tölum efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sem eru frá því í maí, kom fram að einungis fimm lönd væru með meiri áætlaðan hagvöxt í ár. Ingólfur sagði að endurskoðuð spá myndi líklega sýna enn betri stöðu Íslands á þeim lista. thordur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Hagvöxtur mun verða 3,2 prósent í ár, 3,4 prósent á næsta ári og 3,2 prósent árið 2014. Þessi aukning mun verða til þess að slaki í hagkerfinu hverfur. Hagvöxturinn verður ekki einungis drifinn áfram af aukinni einkaneyslu heldur skipta aukin verðmæti sjávarútvegs, aukinn ferðamannastraumur og fjárfesting í orkuframkvæmdum líka miklu máli í vextinum. Þetta eru helstu niðurstöður þjóðhagsspár Greiningar Íslandsbanka sem kynnt var á fjármálaþingi bankans í gær. Spáin nær til loka árs 2014. Í máli Ingólfs Bender, forstöðumanns Greiningar bankans, kom meðal annars fram að vöxtur væri á flestum sviðum íslensks efnahagslífs og að markverður árangur hefði náðst við að vinna á kerfisvandamálum. Í spánni er þó tekið fram að talsverð óvissa ríki um þróun ákveðinna þátta. Neikvæð þróun alþjóðlegra efnahagsmála myndi til að mynda hafa slæm áhrif á hagvöxt hérlendis. Það myndu tafir eða frestun á stórum atvinnuvegafjárfestingum á borð við álver í Helguvík líka hafa. Þá ríkir óvissa um afnám gjaldeyrishafta en Ingólfur sagðist gera ráð fyrir því að þau myndu að minnsta kosti lifa út spátímann, eða til loka árs 2014. Í máli Ingólfs kom fram að aukin einkaneysla sé til merkis um að heimili landsins séu að komast upp úr öldudalnum. Því til stuðnings gerir spáin ráð fyrir að um 25 prósenta vöxtur verði á fjárfestingu í íbúðahúsnæði á næsta ári. Þá er reiknað með að fjárfesting sem hlutfall af vergri landsframleiðslu muni hækka á ný á spátímabilinu. Ingólfur sagði að spáin gerði ráð fyrir um 170 milljarða króna atvinnufjárfestingu á næsta ári og þar af myndu um 50 milljarðar króna verða fjárfestir í orkutengdum verkefnum. Þá myndu fjárfestingar hins opinbera vaxa að nýju á næsta ári. Gert er ráð fyrir að hækkandi ál- og fiskverð og lækkun olíuverðs á tímabilinu muni skila aukinni arðsemi af utanríkisviðskiptum. Ef gömlu bankarnir og Actavis eru undanskilin gerir spáin ráð fyrir því að viðskiptaafgangur verði á bilinu tvö til þrjú prósent á árunum 2012-2014. Allt þetta muni skila allt að 3,4 prósenta hagvexti á tímabilinu. Í alþjóðlegum samanburði er staða Íslands, ef hún er mæld einvörðungu út frá hagvexti, mjög góð. Í síðustu opinberu tölum efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sem eru frá því í maí, kom fram að einungis fimm lönd væru með meiri áætlaðan hagvöxt í ár. Ingólfur sagði að endurskoðuð spá myndi líklega sýna enn betri stöðu Íslands á þeim lista. thordur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira