Munur á valdi og viðhorfi Þorsteinn Pálsson skrifar 13. október 2012 06:00 Alþingi hefur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um nýja stjórnarskrá eftir viku. Sumir segja að það verði dagur mesta lýðræðissigurs þjóðarinnar frá upphafi vega. Aðrir halda því fram að Alþingi hafi ákveðið að efna til dýrustu skoðanakönnunar sem sögur fara af. Hvor fullyrðingin er rétt? Eða skiptir það engu máli? Hvað sem öðru líður er á þessu tvennu skýr munur sem hefur verulega þýðingu. Með atkvæðagreiðslu er átt við að tilteknu máli sé ráðið til lykta. Hún felur í sér úrslit máls. Þjóðaratkvæðagreiðsla merkir að allir atkvæðisbærir menn hafa rétt til að beita því valdi sem atkvæðið er og ráða með því hvort mál er samþykkt eða því synjað. Alþingi hefur ekki kallað kjósendur til kjörfunda víðs vegar um landið nú til að taka ákvörðun í stjórnarskrármálinu. Þeim er hins vegar ætlað að svara spurningum sem geta lýst viðhorfi þeirra til ákveðinna atriða sem stjórnarskrármálinu tengjast. Allar spurningarnar eru þannig orðaðar að bæði já og nei má túlka á ýmsan veg eins og umræðan ber með sér. Kjósendur hafa með öðrum orðum ekki fengið neitt vald. Þeim er ætlað á láta viðhorf í ljós sem þeir, sem fara með valdið, geta túlkað nokkuð eftir sínu pólitíska nefi. Sumum kann að virðast það mikill lýðræðissigur. Það ræðst svolítið af því hvaða merking er lögð í hugtakið lýðræði. Hitt er vel skiljanlegt að aðrir líti á þessa athöfn sem viðhorfskönnun. Frá þeirri bæjarhellu horft er ljóst að hana hefði mátt gera með minni kostnaði og markvissari hætti.Þjóðarsamstaða Áformin í stjórnarskrármálinu snúast um að leysa lýðveldisstjórnarskrána af hólmi með nýrri. Lýðveldisstjórnarskráin var sett með þeim hætti að Alþingi samþykkti hana í upphafi en gildistakan var háð samþykki meirihluta allra kosningabærra manna í landinu. Kjósendur fengu með öðrum orðum raunverulegt vald til að ráða lyktum málsins. Að auki var gerð afar rík krafa um kosningaþátttöku. Til þess að einfaldur meirihluti gæti ráðið niðurstöðu málsins þurftu allir kosningabærir menn að taka þátt. Eftir því sem kosningaþátttakan yrði minni þurfti aukinn meirihluta. Nærri lét að níutíu og níu prósent atkvæðisbærra manna mættu á kjörstað. Lýðveldisstjórnarskráin fékk síðan níutíu og fimm prósenta stuðning. Ólíklegt er að þjóðin verði nokkru sinni svo samhent á ný. En þessar tölur sýna að æði vandasamt er að breyta ákvörðun sem þannig var tekin. Það er ekki unnt að gera í kæruleysi. Sex sinnum hafa verið gerðar veigamiklar breytingar á stjórnarskránni. Nærri lætur að það sé einu sinni á áratug. Fimm sinnum var algjör samstaða á Alþingi. Einu sinni var samstaða þriggja flokka af fjórum. Ríkisstjórnarmeirihluta hefur aldrei verið beitt til að knýja fram breytingar. Því hefur ráðið virðing fyrir þeirri sterku lýðræðislegu ákvörðun sem í upphafi var tekin. Núna er kjósendum stefnt til kjörfundar án þess að fá úrslitavald um það sem ákveða skal. Menn eru ekki á einu máli um hvort það er atkvæðagreiðsla eða skoðanakönnun. Engar kröfur eru gerðar um lágmarksstuðning atkvæðisbærra manna. Í þessu ljósi er eðlilegt að menn velti alvarlega fyrir sér hvort réttilega er staðið að svo veigamiklu úrlausnarefni þótt engum detti í hug að gera jafn ríkar kröfur og 1944. Lausung getur stundum átt við en tæpast þegar sjálf stjórnarskráin á í hlut.Happadrætti Ekki er að efa að þeir eru til sem þaulhugsað hafa hverja grein í þeim hugmyndum sem fyrir liggja. En lítil umræða hefur farið fram á Alþingi um þau fjölmörgu efnislegu atriði sem taka þarf afstöðu til. Í almennri umræðu hefur farið enn minna fyrir slíkri skoðun. Að baki þeim samhljóða tillögum sem stjórnlagaráð sendi frá sér lágu afar mismunandi viðhorf til einstakra álitaefna. Það kemur fram í atkvæðagreiðslum um þau. Þessar ólíku hugmyndir hefði þurft að kynna á Alþingi og skýra fyrir kjósendum svo að menn ættu auðveldara með að glöggva sig á þeim breytingum sem um er rætt og mismunandi kostum í hverju tilviki. Þeir sem eru einhuga um að fjölga beri þjóðaratkvæðagreiðslum geta haft ólíkar skoðanir á því hvort gera á kröfur um lágmarksþátttöku í þeim. Þeir sem vilja ákvæði um þjóðareign á auðlindum geta haft mismunandi afstöðu til þess hvort auka eigi félagslegan rekstur í sjávarútvegi eða gera kröfur um aukna þjóðhagslega arðsemi. Álitaefni af þessu tagi hefði þurft að brjóta til mergjar. Venjulega vita menn þegar gengið er til atkvæða hvað gerist ef meirihlutinn segir já. Þó að það sé ljóst í augum sumra í þessu tilviki er það happadrætti í augum flestra. Finnst mönnum það ásættanlegt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Alþingi hefur ákveðið að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um nýja stjórnarskrá eftir viku. Sumir segja að það verði dagur mesta lýðræðissigurs þjóðarinnar frá upphafi vega. Aðrir halda því fram að Alþingi hafi ákveðið að efna til dýrustu skoðanakönnunar sem sögur fara af. Hvor fullyrðingin er rétt? Eða skiptir það engu máli? Hvað sem öðru líður er á þessu tvennu skýr munur sem hefur verulega þýðingu. Með atkvæðagreiðslu er átt við að tilteknu máli sé ráðið til lykta. Hún felur í sér úrslit máls. Þjóðaratkvæðagreiðsla merkir að allir atkvæðisbærir menn hafa rétt til að beita því valdi sem atkvæðið er og ráða með því hvort mál er samþykkt eða því synjað. Alþingi hefur ekki kallað kjósendur til kjörfunda víðs vegar um landið nú til að taka ákvörðun í stjórnarskrármálinu. Þeim er hins vegar ætlað að svara spurningum sem geta lýst viðhorfi þeirra til ákveðinna atriða sem stjórnarskrármálinu tengjast. Allar spurningarnar eru þannig orðaðar að bæði já og nei má túlka á ýmsan veg eins og umræðan ber með sér. Kjósendur hafa með öðrum orðum ekki fengið neitt vald. Þeim er ætlað á láta viðhorf í ljós sem þeir, sem fara með valdið, geta túlkað nokkuð eftir sínu pólitíska nefi. Sumum kann að virðast það mikill lýðræðissigur. Það ræðst svolítið af því hvaða merking er lögð í hugtakið lýðræði. Hitt er vel skiljanlegt að aðrir líti á þessa athöfn sem viðhorfskönnun. Frá þeirri bæjarhellu horft er ljóst að hana hefði mátt gera með minni kostnaði og markvissari hætti.Þjóðarsamstaða Áformin í stjórnarskrármálinu snúast um að leysa lýðveldisstjórnarskrána af hólmi með nýrri. Lýðveldisstjórnarskráin var sett með þeim hætti að Alþingi samþykkti hana í upphafi en gildistakan var háð samþykki meirihluta allra kosningabærra manna í landinu. Kjósendur fengu með öðrum orðum raunverulegt vald til að ráða lyktum málsins. Að auki var gerð afar rík krafa um kosningaþátttöku. Til þess að einfaldur meirihluti gæti ráðið niðurstöðu málsins þurftu allir kosningabærir menn að taka þátt. Eftir því sem kosningaþátttakan yrði minni þurfti aukinn meirihluta. Nærri lét að níutíu og níu prósent atkvæðisbærra manna mættu á kjörstað. Lýðveldisstjórnarskráin fékk síðan níutíu og fimm prósenta stuðning. Ólíklegt er að þjóðin verði nokkru sinni svo samhent á ný. En þessar tölur sýna að æði vandasamt er að breyta ákvörðun sem þannig var tekin. Það er ekki unnt að gera í kæruleysi. Sex sinnum hafa verið gerðar veigamiklar breytingar á stjórnarskránni. Nærri lætur að það sé einu sinni á áratug. Fimm sinnum var algjör samstaða á Alþingi. Einu sinni var samstaða þriggja flokka af fjórum. Ríkisstjórnarmeirihluta hefur aldrei verið beitt til að knýja fram breytingar. Því hefur ráðið virðing fyrir þeirri sterku lýðræðislegu ákvörðun sem í upphafi var tekin. Núna er kjósendum stefnt til kjörfundar án þess að fá úrslitavald um það sem ákveða skal. Menn eru ekki á einu máli um hvort það er atkvæðagreiðsla eða skoðanakönnun. Engar kröfur eru gerðar um lágmarksstuðning atkvæðisbærra manna. Í þessu ljósi er eðlilegt að menn velti alvarlega fyrir sér hvort réttilega er staðið að svo veigamiklu úrlausnarefni þótt engum detti í hug að gera jafn ríkar kröfur og 1944. Lausung getur stundum átt við en tæpast þegar sjálf stjórnarskráin á í hlut.Happadrætti Ekki er að efa að þeir eru til sem þaulhugsað hafa hverja grein í þeim hugmyndum sem fyrir liggja. En lítil umræða hefur farið fram á Alþingi um þau fjölmörgu efnislegu atriði sem taka þarf afstöðu til. Í almennri umræðu hefur farið enn minna fyrir slíkri skoðun. Að baki þeim samhljóða tillögum sem stjórnlagaráð sendi frá sér lágu afar mismunandi viðhorf til einstakra álitaefna. Það kemur fram í atkvæðagreiðslum um þau. Þessar ólíku hugmyndir hefði þurft að kynna á Alþingi og skýra fyrir kjósendum svo að menn ættu auðveldara með að glöggva sig á þeim breytingum sem um er rætt og mismunandi kostum í hverju tilviki. Þeir sem eru einhuga um að fjölga beri þjóðaratkvæðagreiðslum geta haft ólíkar skoðanir á því hvort gera á kröfur um lágmarksþátttöku í þeim. Þeir sem vilja ákvæði um þjóðareign á auðlindum geta haft mismunandi afstöðu til þess hvort auka eigi félagslegan rekstur í sjávarútvegi eða gera kröfur um aukna þjóðhagslega arðsemi. Álitaefni af þessu tagi hefði þurft að brjóta til mergjar. Venjulega vita menn þegar gengið er til atkvæða hvað gerist ef meirihlutinn segir já. Þó að það sé ljóst í augum sumra í þessu tilviki er það happadrætti í augum flestra. Finnst mönnum það ásættanlegt?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun