Það er ekki kalt á okkar toppi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2012 08:00 Íris Mist Magnúsdóttir og félagar hennar í íslenska landsliðinu í hópfimleikum eru búin að undirbúa sig vel fyrir Evrópumótið sem hefst á miðvikudaginn. Mynd/Anton Þær slógu í gegn fyrir tveimur árum þegar þær urðu Evrópumeistarar í Svíþjóð og hafa síðan verið duglegar að kynna sportið fyrir landsmönnum. Í dag vita örugglega allir landsmenn hverjar gullstelpurnar úr Gerplu eru en um komandi helgi kemur í ljós hvort þær geta komið aftur með gullið til Íslands. Fram undan er Evrópumótið sem fer fram í Árósum í Danmörku. Það hefst á miðvikudaginn og lýkur síðan með úrslitum á sunnudaginn. Íris Mist Magnúsdóttir er sem fyrr í lykilhlutverki í íslenska liðinu en hún er að koma til baka eftir að hafa slitið hásin skömmu fyrir Norðurlandamótið í fyrra. Stelpurnar urðu Norðurlandameistarar án hennar og Íris er ekki í vafa um að liðið sé tilbúið í titilvörnina enda að hennar mati með betra lið en fyrir tveimur árum. „Liðið er miklu betra núna," sagði Íris Mist og ítrekar orð sín. „Það er yfirburða mikið betra núna. Við erum komnar með fullt af yngri stelpum sem eru ógeðslega góðar. Það eru líka komnar nýjar stelpur inn í liðið og svo eru allar með sem voru fyrir tveimur árum. Það eru allar í liðinu búnar að ná ótrúlegum framförum og við erum allar búnar að vera duglegar að æfa," segir Íris Mist en hún segir það mikilvægt að liðið sé að fara í rétta átt og stefni alltaf hærra. Vandamálið hafi aðallega legið hjá þjálfurunum sem þurftu að skera niður hópinn. „Við vorum 23 að æfa og það þurfti að skera okkur niður í 16. Það er örugglega erfiðasta verkefnið sem þjálfararnir hafa fengið á ævinni," segir Íris en síðan fara aðeins tólf inn á gólfið í einu. „Það er mjög mikil framför hjá öllum og liðið hefur aldrei verið svona sterkt. Ég hef aldrei haft eins mikla trú á okkur," segir Íris. En er ekki kalt á toppnum? „Það er ekki kalt á okkar toppi. Það er alltaf sagt að það sé kalt á toppnum en er ekki bara enn þá kaldara í 2. og 3. sætinu?" segir Íris létt og hún segir stelpurnar ætla að nýta pressuna á réttan hátt. „Það var líka pressa á okkur á Norðurlandamótinu í fyrra þegar við mættum þangað sem Evrópumeistarar. Það þýðir ekkert að vera að pæla í því en auðvitað er maður alltaf með þetta á bak við eyrað. Það er bara góð pressa ef maður ákveður það að nýta hana á réttan hátt," segir Íris. Stelpurnar fara langt á stemningu og samheldni en þær geta ekki útlokað þá staðreynd að allt verður að ganga upp ætli þær að ná í gullið. „Það má ekkert klikka en við erum búnar að æfa þannig að við ætlum ekki að láta neitt klikka," segir Íris og hún telur að liðið græði mikið á því að vera búnar að vera svona mikið saman. „Þær sænsku hittast kannski einu sinni í mánuði en við fáum möguleika á að æfa saman sex sinnum í viku og vera saman eftir æfingu og fyrir æfingu. Við fórum saman til Ítalíu í æfingabúðir í sumar og æfðum þar saman allan daginn. Við fórum líka saman hringinn og þetta hefur styrkt hópinn svakalega mikið," segir Íris og metnaður hennar og stelpnanna leynir sér ekki. „Það er ógeðslega gaman að æfa og undirbúa sig fyrir það að verða Evrópumeistari og það er miklu skemmtilegra en að vera bara að stefna að því að fara á Evrópumót. Það er líka skemmtilegra þegar allir eru með hausinn á sama stað og eru að stefna að sama markmiði," segir Íris. Íslenska liðið endaði í öðru sæti á Evrópumótinu í Belgíu fyrir fjórum árum og tók síðan gullið fyrir tveimur árum. Þær eiga möguleika á því að endurskrifa söguna með því að taka tvö EM-gull í röð. Eftir samtalið við Írisi er ég ekki frá því að það sé í lagi að vera bjartsýnn á að gullið sé aftur á leiðinni til Íslands á sunnudaginn. Íþróttir Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira
Þær slógu í gegn fyrir tveimur árum þegar þær urðu Evrópumeistarar í Svíþjóð og hafa síðan verið duglegar að kynna sportið fyrir landsmönnum. Í dag vita örugglega allir landsmenn hverjar gullstelpurnar úr Gerplu eru en um komandi helgi kemur í ljós hvort þær geta komið aftur með gullið til Íslands. Fram undan er Evrópumótið sem fer fram í Árósum í Danmörku. Það hefst á miðvikudaginn og lýkur síðan með úrslitum á sunnudaginn. Íris Mist Magnúsdóttir er sem fyrr í lykilhlutverki í íslenska liðinu en hún er að koma til baka eftir að hafa slitið hásin skömmu fyrir Norðurlandamótið í fyrra. Stelpurnar urðu Norðurlandameistarar án hennar og Íris er ekki í vafa um að liðið sé tilbúið í titilvörnina enda að hennar mati með betra lið en fyrir tveimur árum. „Liðið er miklu betra núna," sagði Íris Mist og ítrekar orð sín. „Það er yfirburða mikið betra núna. Við erum komnar með fullt af yngri stelpum sem eru ógeðslega góðar. Það eru líka komnar nýjar stelpur inn í liðið og svo eru allar með sem voru fyrir tveimur árum. Það eru allar í liðinu búnar að ná ótrúlegum framförum og við erum allar búnar að vera duglegar að æfa," segir Íris Mist en hún segir það mikilvægt að liðið sé að fara í rétta átt og stefni alltaf hærra. Vandamálið hafi aðallega legið hjá þjálfurunum sem þurftu að skera niður hópinn. „Við vorum 23 að æfa og það þurfti að skera okkur niður í 16. Það er örugglega erfiðasta verkefnið sem þjálfararnir hafa fengið á ævinni," segir Íris en síðan fara aðeins tólf inn á gólfið í einu. „Það er mjög mikil framför hjá öllum og liðið hefur aldrei verið svona sterkt. Ég hef aldrei haft eins mikla trú á okkur," segir Íris. En er ekki kalt á toppnum? „Það er ekki kalt á okkar toppi. Það er alltaf sagt að það sé kalt á toppnum en er ekki bara enn þá kaldara í 2. og 3. sætinu?" segir Íris létt og hún segir stelpurnar ætla að nýta pressuna á réttan hátt. „Það var líka pressa á okkur á Norðurlandamótinu í fyrra þegar við mættum þangað sem Evrópumeistarar. Það þýðir ekkert að vera að pæla í því en auðvitað er maður alltaf með þetta á bak við eyrað. Það er bara góð pressa ef maður ákveður það að nýta hana á réttan hátt," segir Íris. Stelpurnar fara langt á stemningu og samheldni en þær geta ekki útlokað þá staðreynd að allt verður að ganga upp ætli þær að ná í gullið. „Það má ekkert klikka en við erum búnar að æfa þannig að við ætlum ekki að láta neitt klikka," segir Íris og hún telur að liðið græði mikið á því að vera búnar að vera svona mikið saman. „Þær sænsku hittast kannski einu sinni í mánuði en við fáum möguleika á að æfa saman sex sinnum í viku og vera saman eftir æfingu og fyrir æfingu. Við fórum saman til Ítalíu í æfingabúðir í sumar og æfðum þar saman allan daginn. Við fórum líka saman hringinn og þetta hefur styrkt hópinn svakalega mikið," segir Íris og metnaður hennar og stelpnanna leynir sér ekki. „Það er ógeðslega gaman að æfa og undirbúa sig fyrir það að verða Evrópumeistari og það er miklu skemmtilegra en að vera bara að stefna að því að fara á Evrópumót. Það er líka skemmtilegra þegar allir eru með hausinn á sama stað og eru að stefna að sama markmiði," segir Íris. Íslenska liðið endaði í öðru sæti á Evrópumótinu í Belgíu fyrir fjórum árum og tók síðan gullið fyrir tveimur árum. Þær eiga möguleika á því að endurskrifa söguna með því að taka tvö EM-gull í röð. Eftir samtalið við Írisi er ég ekki frá því að það sé í lagi að vera bjartsýnn á að gullið sé aftur á leiðinni til Íslands á sunnudaginn.
Íþróttir Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sjá meira