Pistill: Fordóma ber ekki að umbera Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2012 06:00 Aron Einar Gunnarsson. Mynd/Vilhelm Viðbrögð margra við fréttaflutningi af ummælum Arons Einars Gunnarssonar um albönsku þjóðina hafa komið mér á óvart. Miðað við ummæli margra knattspyrnuáhugamanna á samfélagsmiðlum virðast þeir margir þeirrar skoðunar að íslenskir fjölmiðlar hafi brugðist of hart við ummælum Arons Einars. Þá hafa ófáir íslenskir knattspyrnumenn tekið í svipaðan streng. Ég hef líka séð nokkra hneykslast á viðbrögðum Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ, sem sagði að málinu væri ekki lokið og yrði tekið til frekari skoðunar innan veggja sambandsins. Að þeirra mati ætti hann frekar að styðja landsliðsfyrirliðann sinn en það var einmitt umfjöllunarefni pistils á vefmiðlinum 433.is um helgina þar sem viðbrögð við ummælum Arons Einars eru sögð allt of harkaleg. Ég verð að lýsa yfir áhyggjum mínum af þessum málflutningi og því viðhorfi sem hann lýsir. Aron Einar er drengur góður og hefur beðist afsökunar á orðum sínum. En það breytir því ekki að orð hans lýstu fordómum sem eiga aldrei að sæma fulltrúa íslensku þjóðarinnar á erlendri grundu, hvað þá mann í stöðu landsliðsfyrirliða. Þau skilaboð sem Aron Einar sendi með orðum sínum voru ekki einungis móðgandi fyrir albönsku þjóðina heldur með öllu slæmt fordæmi fyrir þá fjölmörgu ungu stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem líta upp til fyrirliðans og annarra leikmanna Íslands. Fordómar, alhæfingar og skortur á umburðarlyndi gagnvart öðrum á aldrei að líðast og væru fjölmiðlar að bregðast skyldu sinni ef þeir myndu láta það hjá líða að fulltrúi íslensku þjóðarinnar hafi komið þannig fram. Meðvirkni sómir fjölmiðlum afar illa. Þá er rétt að halda því til haga að ummæli Arons Einars eru skýrt brot á 5. grein siðareglna KSÍ sem eru ekki nema tæplega þriggja ára gömul. Grjótharður er orð sem er í tísku og lýsir vel oft kappsemi og ákveðni íslenskra íþróttamanna í keppni. Er það vel. „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurlið," sagði séra Friðrik Friðriksson og á það jafn vel við í dag og það gerði fyrir rúmri öld síðan. Menn ættu frekar að halda sig við að vera grjótharðir á vellinum en að koma fram af slíku offorsi sem alltof margir hafa gert sig seka um í kjölfar þessa máls. Aron Einar hefur lært sína lexíu. Hann spilaði leikinn gegn Albönum og stóð sig með prýði – eins og hann gerir yfirleitt í bláu treyjunni. Í leiknum fékk hann áminningu sem hann átti ekki skilið og mun af þeim sökum taka út leikbann í leiknum gegn Sviss á morgun. Eftir leik gætti hann þó orða sinna í viðtölum og neitaði að gagnrýna dómarann fyrir spjaldið. Fleiri ættu að taka sér Aron Einar til fyrirmyndar og vita hvenær þeim er hollast að halda að sér höndum frekar en að halda á lofti misgáfulegum málflutningi sem er þeim til lítils annars en minnkunar og skammar. Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Viðbrögð margra við fréttaflutningi af ummælum Arons Einars Gunnarssonar um albönsku þjóðina hafa komið mér á óvart. Miðað við ummæli margra knattspyrnuáhugamanna á samfélagsmiðlum virðast þeir margir þeirrar skoðunar að íslenskir fjölmiðlar hafi brugðist of hart við ummælum Arons Einars. Þá hafa ófáir íslenskir knattspyrnumenn tekið í svipaðan streng. Ég hef líka séð nokkra hneykslast á viðbrögðum Geirs Þorsteinssonar, formanns KSÍ, sem sagði að málinu væri ekki lokið og yrði tekið til frekari skoðunar innan veggja sambandsins. Að þeirra mati ætti hann frekar að styðja landsliðsfyrirliðann sinn en það var einmitt umfjöllunarefni pistils á vefmiðlinum 433.is um helgina þar sem viðbrögð við ummælum Arons Einars eru sögð allt of harkaleg. Ég verð að lýsa yfir áhyggjum mínum af þessum málflutningi og því viðhorfi sem hann lýsir. Aron Einar er drengur góður og hefur beðist afsökunar á orðum sínum. En það breytir því ekki að orð hans lýstu fordómum sem eiga aldrei að sæma fulltrúa íslensku þjóðarinnar á erlendri grundu, hvað þá mann í stöðu landsliðsfyrirliða. Þau skilaboð sem Aron Einar sendi með orðum sínum voru ekki einungis móðgandi fyrir albönsku þjóðina heldur með öllu slæmt fordæmi fyrir þá fjölmörgu ungu stuðningsmenn íslenska landsliðsins sem líta upp til fyrirliðans og annarra leikmanna Íslands. Fordómar, alhæfingar og skortur á umburðarlyndi gagnvart öðrum á aldrei að líðast og væru fjölmiðlar að bregðast skyldu sinni ef þeir myndu láta það hjá líða að fulltrúi íslensku þjóðarinnar hafi komið þannig fram. Meðvirkni sómir fjölmiðlum afar illa. Þá er rétt að halda því til haga að ummæli Arons Einars eru skýrt brot á 5. grein siðareglna KSÍ sem eru ekki nema tæplega þriggja ára gömul. Grjótharður er orð sem er í tísku og lýsir vel oft kappsemi og ákveðni íslenskra íþróttamanna í keppni. Er það vel. „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurlið," sagði séra Friðrik Friðriksson og á það jafn vel við í dag og það gerði fyrir rúmri öld síðan. Menn ættu frekar að halda sig við að vera grjótharðir á vellinum en að koma fram af slíku offorsi sem alltof margir hafa gert sig seka um í kjölfar þessa máls. Aron Einar hefur lært sína lexíu. Hann spilaði leikinn gegn Albönum og stóð sig með prýði – eins og hann gerir yfirleitt í bláu treyjunni. Í leiknum fékk hann áminningu sem hann átti ekki skilið og mun af þeim sökum taka út leikbann í leiknum gegn Sviss á morgun. Eftir leik gætti hann þó orða sinna í viðtölum og neitaði að gagnrýna dómarann fyrir spjaldið. Fleiri ættu að taka sér Aron Einar til fyrirmyndar og vita hvenær þeim er hollast að halda að sér höndum frekar en að halda á lofti misgáfulegum málflutningi sem er þeim til lítils annars en minnkunar og skammar.
Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn