Stærri og færri ráðuneyti 18. október 2012 05:00 Kveðið var á um stjórnkerfisbreytingar í stjórnarsáttmála Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Rannsóknarskýrsla Alþingis gagnrýndi veikar einingar í stjórnsýslunni. fréttablaðið/vilhelm Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íslensku stjórnkerfi í kjölfar hrunsins. Ríkisstjórnin setti sér þá stefnu í stjórnarsáttmála að fækka ráðuneytum og stækka þau og sérstök úttekt var gerð á fyrirkomulaginu. Aukið vald forsætisráðherra er gagnrýnt. Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að ýmsir þættir í íslenskri stjórnsýslu væru veikir. Nokkur óvissa ríkti um hvað séu eðlilegir starfshættir í ríkisstjórn og verkstjórnarvald forsætisráðherra væri lítt skilgreint. Fundið var að því að í lögum væri ekki að finna á einum stað afmörkun á inntaki valdheimilda og skyldna sem felast í yfirstjórn ráðherra. „Síðustu áratugi hefur það færst í vöxt að stefnumótun ríkisstjórnar sé aðallega í höndum þeirra ráðherra sem eru formenn eða oddvitar þeirra flokka sem styðja ríkisstjórnina á Alþingi.“ Þá var einnig komið inn á ráðherranefndir og samstarf einstakra ráðherra sín á milli.Breytingar boðaðar Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs kynnti stjórnarsáttmála sinn 10. maí 2009. Þar var kveðið á um umtalsverðar stjórnkerfisumbætur sem ættu að gera þjónustu hins opinbera eins góða og kostur er. Boðað var að ráðuneytum yrði fækkað úr tólf í níu, komið yrði á fót atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Þá mundi öll eignaumsýsla ríkisins færast til fjármálaráðuneytisins og í nýju ráðuneyti mannréttinda og dómsmála yrði lögð áhersla á lýð- og mannréttindi auk þess sem öll umsýsla kosninga yrði þar. „Heilbrigðisráðuneyti og félags- og tryggingamálaráðuneyti verða óbreytt að öðru leyti en því að stefnt er að því að auka samvinnu milli ráðuneytanna um verkefni sem heyra undir bæði ráðuneyti.“ Þau ráðuneyti sameinuðust síðar í velferðarráðuneyti.Tillögur nefndar Forsætisráðuneytið skipaði nefnd, undir forystu Gunnars Helga Kristinssonar, sem lagði fram ítarlegar tillögur að breytingum. Lagt var til að faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar yrði efldur með stærri ráðuneytum og stofnunum. Þá þyrfti að bæta vinnubrögð pólitískrar forystu og skerpa á forystuhlutverki forsætisráðherra. Huga þyrfti að samhæfingu og reglufestu í stjórnsýslunni, meðal annars með því að skýra skyldur varðandi skráningu upplýsinga. Í fjórða lagi var lagt til að hlutverk eftirlitsaðila með fjármálamarkaði yrðu skýrð og loks að efla þyrfti aðhald Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu.Meira vald forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir mælti fyrir breytingum á lögum um stjórnarráðið 11. apríl 2011 og það varð að lögum 17. september sama ár. Nokkuð var deilt um lögin og gagnrýndu ýmsir, til að mynda Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, að með þeim væri vald forsætisráðherra aukið til muna. Þá tafðist að afgreiða það úr nefnd þar sem Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, vildi skýrari ákvæði varðandi upptökur á ríkisstjórnarfundum. Hljóðrit ríkisstjórnarfunda geymast á Þjóðskjalasafninu og verða gerð opinber eftir þrjátíu ár. Eftir breytinguna hefur forsætisráðherra meira vald til þess að breyta verkaskiptingu á milli ráðuneyta. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Umfangsmiklar breytingar hafa orðið á íslensku stjórnkerfi í kjölfar hrunsins. Ríkisstjórnin setti sér þá stefnu í stjórnarsáttmála að fækka ráðuneytum og stækka þau og sérstök úttekt var gerð á fyrirkomulaginu. Aukið vald forsætisráðherra er gagnrýnt. Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að ýmsir þættir í íslenskri stjórnsýslu væru veikir. Nokkur óvissa ríkti um hvað séu eðlilegir starfshættir í ríkisstjórn og verkstjórnarvald forsætisráðherra væri lítt skilgreint. Fundið var að því að í lögum væri ekki að finna á einum stað afmörkun á inntaki valdheimilda og skyldna sem felast í yfirstjórn ráðherra. „Síðustu áratugi hefur það færst í vöxt að stefnumótun ríkisstjórnar sé aðallega í höndum þeirra ráðherra sem eru formenn eða oddvitar þeirra flokka sem styðja ríkisstjórnina á Alþingi.“ Þá var einnig komið inn á ráðherranefndir og samstarf einstakra ráðherra sín á milli.Breytingar boðaðar Ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs kynnti stjórnarsáttmála sinn 10. maí 2009. Þar var kveðið á um umtalsverðar stjórnkerfisumbætur sem ættu að gera þjónustu hins opinbera eins góða og kostur er. Boðað var að ráðuneytum yrði fækkað úr tólf í níu, komið yrði á fót atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Þá mundi öll eignaumsýsla ríkisins færast til fjármálaráðuneytisins og í nýju ráðuneyti mannréttinda og dómsmála yrði lögð áhersla á lýð- og mannréttindi auk þess sem öll umsýsla kosninga yrði þar. „Heilbrigðisráðuneyti og félags- og tryggingamálaráðuneyti verða óbreytt að öðru leyti en því að stefnt er að því að auka samvinnu milli ráðuneytanna um verkefni sem heyra undir bæði ráðuneyti.“ Þau ráðuneyti sameinuðust síðar í velferðarráðuneyti.Tillögur nefndar Forsætisráðuneytið skipaði nefnd, undir forystu Gunnars Helga Kristinssonar, sem lagði fram ítarlegar tillögur að breytingum. Lagt var til að faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar yrði efldur með stærri ráðuneytum og stofnunum. Þá þyrfti að bæta vinnubrögð pólitískrar forystu og skerpa á forystuhlutverki forsætisráðherra. Huga þyrfti að samhæfingu og reglufestu í stjórnsýslunni, meðal annars með því að skýra skyldur varðandi skráningu upplýsinga. Í fjórða lagi var lagt til að hlutverk eftirlitsaðila með fjármálamarkaði yrðu skýrð og loks að efla þyrfti aðhald Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu.Meira vald forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir mælti fyrir breytingum á lögum um stjórnarráðið 11. apríl 2011 og það varð að lögum 17. september sama ár. Nokkuð var deilt um lögin og gagnrýndu ýmsir, til að mynda Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna, að með þeim væri vald forsætisráðherra aukið til muna. Þá tafðist að afgreiða það úr nefnd þar sem Þráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, vildi skýrari ákvæði varðandi upptökur á ríkisstjórnarfundum. Hljóðrit ríkisstjórnarfunda geymast á Þjóðskjalasafninu og verða gerð opinber eftir þrjátíu ár. Eftir breytinguna hefur forsætisráðherra meira vald til þess að breyta verkaskiptingu á milli ráðuneyta.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira